Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 22
Lækkun beinna skatta lJá kemur spurningin, hvernig á að ná inn þeim tekjum, sem ríki, bæjar- og sveitarfélög þurfa? Hér á landi hafa aðallega verið notaðar tvær að- ferðir; beinir skattar og óbeinir. Ég þarf ekki að ræða um það hér í þessum hóp, liversu óheppilegir háir beinir skattar eru. Ég byst við, að við séum öll sammála um það, að háir beinir skattar eru ekki aðeins þungbærir fyrir einstaklinga og fyrir- tæki, lieldur eru þeir oft stórskaðlegir fyrir þjóðina í heild, vegna þess að þeir draga úr afköstum manna, minnka þjóðartekjurnar, þjóðarframleiðsluna og rýra þar með líískjör þjóðarinnar í hcild. Auk þess eru beinir skattar dýrir, bæði í álagningu og innheimtu. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar að reyna að draga sem mest úr beinum sköttum, ekki aðeins á einstaklingum, eins og nú hefur verið gert með þeirri tekjuskattsbreytingu, sem orðin er að lögum, heldur einnig á félögum og atvinnurekstri, og verður það mál undirbúið fyrir þingið í haust. Obeinir skattar, tollar og innflutningsgjöld eru hlutfallslega hærri hjá okkur íslendingum en ann- arsstaðar. I sambandi við skatta og tolla er ákaf- lega erfitt að gera samanburð við járntjaldslöndin, vegna þess hvernig öflun ríkistekna þar er háttað; hvort nafnið er álagning ríkisfyrirtækja, söluskatt- ur eða annað þess háttar. — Nú er það stefna okk- ar að gefa verzlunina frjálsa í æ ríkara mæli. Ég skal ekki ræða hér um þau samtök í Evrópu, sem nýlega hafa verið stofnuð, milli sex eða sjö ríkja. Vafalaust er það ósk Islendinga, að það takist að samcina þessi viðskiptasvæði, og að Islendingar gætu átt aðgang að hinum frjálsa viðskiptaheimi á Vesturlöndum. En um leið og við gerum okkur grein fyrir því, að við viljum losa sem mest um verzlunarhöftin og verða aðiljar að hinum frjálsa viðskiptaheimi, þá er einnig Ijóst, að við getum ekki hækkað tolla eða innflutningsgjöld frá því sem nú er, nema þá aðeins rétt til bráðabirgða til að komast yfir erfið, stutt tímabil. En framtíðar- stefnan hlýtur að verða sú að halda heldur í þá áttina að draga úr tollum og aðflutningsgjöldum. Einfaldara tollakerfi I sambandi við tollana vil cg minnast á það, að skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, þá voru fengnir til þess nokkrir sérfræðingar að endurskoða tollskrána. Tilgangurinn mcð þeirri endurskoðun er fyrst og fremst sá að gera kerfið allt einfaldara og óbrotnara í sniðum en verið hefur. Þið þekkið það miklu betur en ég, hversu flókið þetta kerfi er og þungt í vöfum og dýrt, ekki aðeins fyrir ríkið sjálft við álagningu og innheimtu, heldur fyrir hvert einasta verzlunarfyrirtæki, sem undir þessu býr. í sambandi við tollana vildi ég einnig minnast á mál, sem hefur lengi verið áhugamál Verzlunar- ráðsins, en það er að koma hér upp fríhöfn eða tollvörugeymslu. Það mál hefur verið undirbúið af sérstakri nefnd, og átti Gunnar Ásgeirsson, stór- kaupmaður þar sæti sem fulltrúi Verzlunarráðs Is- lands. Frumvarp um fríhöfn, eða réttara sagt toll- vörugcymslur, er tilbúið og verður lagt fyrir Alþingi næstu daga. Verður að því unnið að fá það gert að lögum á þessu þingi. Söluskatturinn Þegar við nú ætlum að lækka bæði beinu skatt- ana og tollana, þá er von að menn spyrji: Ilvar á þá að taka þær tekjur, sem ríkið þarf á að halda? Að því leyti, sem hinir beinu og óbeinu skattar á næstu árum hrökkva ekki til, verður að fara inn á aðrar leiðir. Inn á eina slíka leið var farið á þessu þingi, með lögfestingu söluskatts á síðasta stigi. Inn á þessa braut hafa flestar nágrannaþjóðir okkar íarið; svo sem Svíar með 4% söluskatti og Norðmenn hafa lengi haft 10% söluskatt. Þó að margar leiðir til að leggja á söluskatt séu hugsan- legar, þá hefur verið talið, að söluskattur á vöru- sölu og þjónustu á síðasta stigi viðskipta sé heppi- legasta fyrirkomulagið. Þessi megin sjónarmið varðandi beina skatta og óbeina verður að hafa í huga, þegar við ræðum skattamálin, og skal ég nú snúa máli mínu aðal- lega að beinu sköttunum, tekjuskatti og útsvari, cn í sambandi við útsvörin einnig ræða um veltu- útsvarið. Breytingar í skattamálum Það er nú þcgar búið að leggja fram á Alþingi tillögur um nokkrar breytingar í skattamálum. Og aðalbreytingarnar eru þessar: I jyrsta lagi, að tekjuskattur á einstaklingum er stórlækkaður, — sú lækkun mun nema um 110 mill- jón króna tekjulækkun fyrir ríkið á þessu ári. Þessi tekjuskattslækkun snertir eingöngu einstaklinga, en ekki félög. Það þótti ekki möguleiki að taka það flókna mál til afgreiðslu nú á þessu þingi, heldur bíður það haustsins. í öðru lagi eru gjörbreytingar á útsvarslögunum. Fyrsta og meginbreytingin er sú, að nú á að hverfa frá hinni gömlu reglu, að sveitastjórnir skuli jafna niður útsvörum „eftir cfnum og ástæðum“, sem sagt hafa um það mjög frjálsar hendur, hvernig þær, eða niðurjöfnunarnefndir þeirra, leggja útsvör- in á. Þessi regla er afnumin og í staðinn lögfestir útsvarsstigar. Til skýringar því, hvað hér er um stórt spor að ræða, vil ég benda á, að í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að lögfesta þrjá útsvarsstiga, — einn fyrir Reykjavík, annan fyrir aðra kaupstaði, og þann þriðja fyrir sveitahreppa, — en nú eru 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.