Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 5
Valdimar Kristinsson:
Fræðslukeríið, atvinnuvegirnir
og efnahagur þjóðarinnar
Margir hafa orðið til að gagnrýna íslenzka
frœðslukerfið, sem lögleitt var fyrir nær hálfum
öðrum áratug. Að sjálfsögðu mun menn alltaf
greina á um svo víðtækt og mikilsvert málefni
sem fræðslukerfi heillar þjóðar. En flestir munu
geta fallizt á, að ýmislegt af áðurnefndri gagnrýni,
sé á veigamiklum rökum reist og því sé endur-
skoðunar þörf hið fyrsta.
Lengd og fyrirkomulag skyldunámsins hefir hvað
mest verið gagnrýnt, svo og landsprófið og tengsl
gagnfræðaskólanna og menntaskólanna. En um
þessi atriði verður ekki rætt hér. — Að undan-
förnu hafa margir orðið til að gagnrýna fræðslu-
kerfið á nokkuð annan hátt en áður hefur verið
gert. Þessir menn halda því fram, að nám á íslandi
sé að jafnaði í allt of litlum tengslum við atvinnu-
vegina og kennslufyrirkomulagið að ýmsu leyti
mjög úrelt. Sé þessi gagnrýni réttmæt og verði
herini þó ekki sinnt, þá er hvorki meira né minna
en framtíð þjóðarinnar í veði.
Til hvers er verið að halda uppi skólakerfi —
til hvers er miklum hluta mannsævinnar eytt í
skólanám? Mörgum mun þykja fávíslega spurt;
auðvitað sé verið að búa börn og unglinga undir
framtíðina. En er ekki ómaksins vert að hugleiða
svarið nokkru nánar? Að búa undir framtíðina
getur einkum verið í því fólgið að kenna ýmislegt,
sem beint eða óbeint mun koma að haldi við fram-
tíðarstörf, svo og að kenna einstaklingunum að
lifa heilbrigðu menningarlífi.
Kröfur um betri lífskjör
Menningarmálin ber að meta mikils, en fyrir
alla venjulega borgara er liitt þó mikilvægara, sem
snertir afkomu þeirra, enda er það undirstaða til-
vcrunnar. Menn skiptast í stjórnmálaflokka og
hagsmunasamtök, að verulegu leyti eftir skoðunum
og aðstöðu í sambandi við það hvernig skipta skuli
þessa heims gæðum milli borgaranna. í lýðræðis-
ríkjum nútímans er eytt mikilli hugsun og orku
í sambandi við þetta vandamál. Enda eru menn
stöðugt í „kröfugöngum“, bæði í eiginlegri og óeig-
inlcgri merkingu. Og menningarfrömuðirnir og lista-
mennirnir virðast flestir hverjir sízt eftirbátar ann-
arra, enda er það ekki lengur í tízku að svelta
fyrir list sína.
Miklar kröfur eru jafnan gerðar til þjóðfélagsins
og ,,annarra“ stétta, hverjar sem þær nú eru í það
og það skiptið. Allir ættu að geta verið sammála um,
að róðurinn yrði léttari, ef meira yrði til skiptanna.
Þó að ágreiningsefnin séu mörg, þá eru aukin af-
köst, eða réttara sagt meiri framleiðni, sameigin-
legt hagsmunamál þjóðarinnar.
Nú er hæfni einstaklinganna að jafnaði aðal-
atriðið, sem framfarirnar verða að byggjast á, og
því hljóta fræðslumálin að hafa mjög mikil áhrif
á framþróunina í hverju þjóðfélagi. Mannlífið tek-
ur nú svo örum breytingum, að þær eru meiri á
hverjum áratug, en oft um aldir áður. Tilveran
verður stöðugt flóknari og æ meiri kunnáttu er
krafizt af þeim, sem vilja fylgjast með.
íslenzka þjóðin vill fylgjast með, á því er enginn
vafi. Það sýna kröfurnar, og þær eru því miður oft
meiri en afköstin. Menn vilja fá ný hús, nýjar vélar
og meiri þægindi. En skólakerfið, sem á að búa
undir lífið í nútíð og framtíð, er jafnvel að sumu
leyti byggt á miðaldaaðstæðum. Hér skortir eitt-
hvað á samræmi. Vegna liinna öru breytinga ætti
það að vera föst venja að endurskoða kennslumálin
á hverjum áratug.
Hér á eftir verður ekki rætt um fræðslumálin
í heild, heldur aðeins vikið að þremur þáttum
þeirra. Fyrst verður minnzt lítillega á iðnfræðsluna
og nauðsyn þess að bæta hana og auka, því næst
FRJ Á LS VERZLUN
5