Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 14
hald og umbætur á vegakerfinu, svo það geti í framtíðinni orðið í enn ríkari mæli lyftistöng verk- legrar þróunar og einn þáttur í viðleitni þjóðar- innar til að gera landið okkar byggilegra fyrir eftir- komendurna.“ Brýr voru fáar og lélegar Stór þáttur í samgöngumálum okkar, og fastur liður í vegamálunum, er brúarsmið. Erfiðleikarnir við að komast klakklaust yfir ár og vötn eru jafngamlir landnáminu. Mönnum hefur ætíð staðið stuggur af íslenzkum jökulvötnum, óstöðuglyndi og ljótri ásjónu þeirra, og snemma reyndu menn því að komast þurrfóta yfir þetta ískalda, leirlitaða bráðnunarvatn jöklanna. Ef hægt var, fóru menn fyrir upptök ánna, — jafnvel á sjálfum jöklunum, og eru aðeins fá ár síðan farið var með hesta „á jökli“ fyrir Jökulsá á Breiðamerkursandi, sem er nú eitt af fáum óbrú- uðum vatnsföllum landsins í þjóðbraut. Ekki vita menn með vissu, hvar fyrst var byggð brú hérlendis. í íslendingasögunum er sagt frá nokkrum brúm, m. a. yfir Hvítá í Borgarfirði við Kljáfoss, yfir „Jökulsá á Brú“, bæði við Fossvelli og efra í Jökul- dal, einnig yfir Öxará á Þingvöllum. Yms bæjar- nöfn og örnefni eru kennd við brýr, sem sýnir að þær hafa verið á allmörgum stöðum, en flestar þeirra hafa sennilega verið mjög lélegar. Allt fram á þennan dag eru kláfar og ferjur enn í notkun, en kláfurinn virðist snemma hafa komið til sögunnar sem flutningatæki yfir ár; báru þeir flestir 1 til 2 menn í senn. í bók Olaus Olaviusar um ferðir hans hér á ár- unum 1775—77 lýsir höfundur allýtarlega gamalli brú í Norður-Múlasýslu, sem hann telur að byggð hafi verið um 1698. Eftir viðgerð, sem konungur lét framkvæma á sinn kostnað á þessari brú, voru ferðamcnn látnir greiða brúargjald, sem nam tveim- ur skildingum fyrir einstakling, hest, kú, kálf eða 6 kindur, og mun þessi brúartollur vera einsdæmi í sögu landsins, enda stóð hann aðeins í 2 ár. Með byggingu Ölfusárbrúarinnar 1890 má telja, að almennar brúarsmíðar hefjist hér. Árið 1919 voru fyrstu brúarlögin sett, og hækka þá mjög árleg framlög til brúargerða. Steinsteypa var ekki notuð til brúarbygginga fyrr en 1907, en þar með hverfur einnig timbur að miklu leyti sem burðarbitar i brúm, og járn og steinsteypa tekur við. I nýju brúarlögunum 1954 er gert ráð fyrir, að allar ár verði brúaðar, þar sem vegur liggur um þær. Eru taldar 204 ár, sem brúa skuli, auk 300 smábrúa, 4—10 m að lengd. Eru nú á landinu nokkuð á 6. hundrað brýr (lengri en 10) m. og rúmlega 300 4—10 m langar. Vélanotkun við vegagerð Lengi framan af byggðist vegagerð fyrst og fremst á mannafli. Eingöngu voru notuð hand- verkfæri, aðallega haki og skólfa. Brátt var þó far- ið að aka fyllingarefnum og ofaníburði í hestvögn- um, tvíhjóla kerrum, sem nú mega heita safngripir einir. Fyrir tveimur árum átti ég tal við vegaverkstjóra á Snæfellsnesi, sem hefur m. a. umsjón með stór- virkum jarðýtum, ámokstursvél, hefli og nokkrum 3—7 tonna vörubílum til flutnings ofaníburðar, og mundi hann vel þá tíð, er ofaniburður var borinn í vegi í pokum á bakinu, en slíkt mun vonandi hafa verið einsdæmi. Bílarnir mörkuðu tímamót í vegagerðarmálum, og var fljótlega farið að nota vörubíla til malar- flutninga. Þóttu það miklar framfarir við ofaní- burðarflutninginn, þegar hægt var að „sturta“ efn- inu af bílpöllunum. 1 fyrstu aðcins í hrúgu á einn stað, en síðar, með tilkomu vélsturtunnar fyrir fá- um árum, var liægt að dreifa á einfaldan og fljót- virkan hátt úr öllu bílhlassinu um lengri eða skemmri vegarkafla og sparaðist við það mikil vinna. Bifreiðaeign landsmanna hefur ört vaxið sein- ustu áratugina, þó einkum allra síðustu árin. Á eftirtöldum árum var bílafjöldinn, sem hér segir: 1919 — 126 1943 — 4031 1927 — 634 1948 — 10704 1939 — 2149 1960 — 20576 Arleg benzínnotkun bifreiða gefur frekari hug- mynd um þróunina á þessu sviði: Árið 1940 var benzíneyðsla landsm. 5.881 tonn — 1945 — — — 16.994 — — 1950 — — — 28.212 — — 1954 — — — 35.636 — Fram til ársins 1943 hafði Vegagerðin aðeins yfir nokkrum þriggja tonna vegheflum að ráða, og voru það, að undanteknum ofaníburðarbílunum, einustu vélknúnu tækin, sem notuð voru við vegalagningu og vegaviðhald. En sumarið 1943 eignaðist Vega- gerðin 3 jarðýtur, og voru það fyrstu jarðýturnar, sem notaðar voru við vegagerð hér á landi. Þar með hefst nýr þáttur í vegagerðinni og upp frá því óx vélakostur Vegagerðarinnar hröðum skref- um. Árið 1945 átti Vegagerðin 20 jarðýtur, 9 vél- skóflur og 9 stóra og 7 litla veghefla. Árið 1955 eru jarðýturnar 26, vél- og ýtuskóflur 46 og veg- heflarnir alls 29, þar af 22 stórir, auk fjölda ann- arra vinnuvéla. Vinnustundafjöldi (eða dagsverkafjöldi) er all- góður mælikvarði á framkvæmdir við vegagerð. — Elztu dagsverkaskýrslur eru frá 1925. 14 frjals verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.