Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 28
ÚR GÖMLUM RITUM
Um framfarir á Islandi
Kinar Ásmundsson, bóndi : Ncsi, lilaut verðlaun Ilins íslenzka bókmenntafélags,
árið 1870, fyrir ritgerð er liann hafði samið um framfarir íslands. I ritgerð þessari
er mikinr: fróðleik að finna um hag landsins fyrir tæpri öld og horfurnar, sem þá voru
framundan. Frjáls Verzlun ællar að leyfa sér að birta nokkra kafla úr þessari merku
ritgerð og fara tveir þeirra hér á eftir. — Fyrri kaflinn er inngangur að ritgerðinni
og er þar rætt um, að íslenzku þjóðinni liafi farið aftur í flestum greinum á sama
tima sem nágrannaþjóðunum liafi farið fram í flestu eður öllu. En siðan er bent á
að íslendingar þurfi að færa sér reynslu annarra þjóða í nyt og hvatt til framfara.
Síðari kaflinn, sem hér er birtur. fjallar um sjávarútveginn. Þar eru landsmenn hvattir
til að koina sér upp stórum flota jiilskipa, þar sem smábátarnir dugi ekki lengur, og
ýmis önnur mál rædd viðvíkjandi sjávarútveginum. Það Island, sem þarna er rætt
um, og ísland nú eru eins og tveir ólíkir heimar.
Inngangur
Þegar rœða skal um framjarir
íslands, verða menn fyrst að gjöra
sér skýra hugmynd um allt ásig-
komulag þess. Menn verða að
þekkja sem bezt hag landsins,
hvernig hann hefir verið á hinum
liðnu öldum, og hvernig hann hefir
breytzt á ýmsum tímum af ýms-
utn orsökum. Menn verða að
þekkja, hvernig hagur þess er nú,
reyna til að ætlast á, hvernig senni-
legast er að ímynda sér, að hann
geti breytzt til hins betra, og hver
ráð eður aðferð líklegust er til
þess, að þetta megi verða sem
fyrst, og á hinn eðlilegasta hátt.
Rúmið á þessum blöðum leyfir
samt eigi að hreyfa við því, hvern-
ig til hefir gengið á íslandi um þær
10 aldir, sem liðnar eru síðan land-
ið tók að byggjast; enda verðum
vér að gjöra ráð fyrir, að mörgum
lesenda sé kunnugt, hvernig hugs-
unarháttur þjóðar vorrar hefir
ýmislega breytzt á ýmsum tímum,
hvernig menntuninni hefir stund-
um farið fram, en stundum aptur,
og atvinnuvegirnir ýmist blómg-
azt, eða farið hnignandi. Það r r
saga landsins, sem skýrir frá öllu
þessu; en hún er að vísu almennt
miður stunduð en vera ætti, og
þörf er á.
Það væri annars fróðlegt og
gagnlegt, að líta til baka yfir sögu
lands vors og hinna næstu landa,
sem líkjast því mest, og þar sem
búa þjóðir af sama ætterni sem
vér. Það er fróðlegt, að bera hagi
íslands, eins og þeir voru fyrir sjö
öldum, saman við hagi þessara
landa, eins og þeir voru þá, að því
leyti, sem framast er unnt að
þekkja þetta, og svo að gjöra ann-
an samanburð fyrir þann tíma,
sem nú er. Það gefur efni til al-
varlegra og sorglegra hugleiðínga.
að sjá hversu oss hefir í flestum
greinum farið aptur á þessu tíma-
bili, þar sem öðrum þjóðum í
grennd við oss hefir farið fram i
flestu eður öllu. Land vort liggur
þó enn, eins og önnur lönd, á hin-
um sama stað á jarðarhnettinum,
sem það hefir legið; það hefir því
hið sama veðráttufar, sem það
hefir haft, og hæfilegleikar þess
til að fram leiða úr skauti sínu
ýmsa ávöxtu, eru hérumbil hinir
sömu. Þetta hið sama má einmg
heimfæra til landanna sem næst
oss liggja: vér vitum, að loptslag
og allt eðli þeirra stendur að inestu
leyti í stað, nema að þeim hluta,
sem mennirnir gjöra meira eða
minna að verkum til að breyta
þessu. Nú mun enginn neita því,
að ísland hafi fyrrum staðið betur
jafnfætis Iöndum þessum en það
gjörir nú, eða með öðrum orðum,
að það hafi dregizt aptur úr á vegi
framfaranna, og hlýtur orsökin til
þess að vera fremur hjá mönnun-
um en hjá náttúrunni.
En með því að nú er svo komið,
sem komið er, og eigi er mögulegt
að heimta aftur horfna tíð, þá ligg-
ur einkum fyrir, að taka þetta mál
eins og það er nú vaxið, bera kjör
vor saman við kjör annara þjóða
á þessum tímum, og skoða hvort
vér notum að voru leyti land það,
sem forsjónin hefir fengið oss til
bústaðar, eins og grannþjóðir vor-
ar nota lönd sín. Vér getum nú
fært, og eigum að færa oss í nyt
reynslu þeirra í öllum greinum um
þann tíma, sem vér höfum lifað í
hugsunarleysi og aðgjörðaleysi.
Vér eigum nú að reyna að verða
þeim betur samferða hér eptir en
híngað til, og, ef verða mætti, bæta
upp með áhuga og atorku það,
sem vér höfum vanrækt að undan-
förnu. Vér hljótum að sjá, að oss
vantar harðla margt, bæði i and-
legum og líkamlegum efnum. Vér
hljótum einnig að sjá, að hin brýn-
asta þörf er á því, að vér leggjum
fram og leggjum saman krapta
vora til að afla þess, er oss vantar;
en fyrir þá sök, að svo mikið og
margt er að gjöra, en kraptar vor-
ir þarhjá svo veikir, megum vér
eigi búast við, að allt geti fengizt
undireins. Vér verðum þessvegna
að byrja á því, sem næst liggur, og
byrja hyggilega, ])á er meiri von
að eit.lhvað vinnist.
28
FRJALS VERZLUN