Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 13
allt annað en auðvelt að rata fljótt og vel jafnvel
í byggðum landsins. Því miður er framtíðartak-
markið, vegir fyrir vélknúin farartæki, enn langt
undan.“
í Andvara, tímariti Hins íslenzka þjóðvinafélags,
XXVI. árg., eru prentaðir tveir fyrirlestrar eftir
Þorvald Thoroddsen undir nafninu „Hugleiðingar
um aldamótin“. Þar rekur Thoroddsen ýmsa helztu
höfuðdrætti í framkvæmdum' íslendinga, bæði til
lands og sjávar á 18. og 19. öld. Um 7. tug 18. aldar-
innar farast Thoroddsen orð á þessa leið: ,,Þá var
ekki til einn einasti vegarspotti á öllu landinu ann-
ar en götur þær, sem hestar höfðu troðið. Varla
sjást þess dæmi, að vegir hafa verið ruddir eða
gert við þá. Klárarnir lágu öld eftir öld í sömu
dýjunum, og ekki var til brú yfir neitt vatnsfall nema
Jökulsá á Dal, hjá Fossvöllum, og er getið um þá
brú í bókum, eins og einstakt náttúrunnar furðu-
verk.“
í seinni hluta ritgerðarinnar lýsir Thoroddsen
framförunum á 19. öld og ræðir þar fyrst um veg-
ina. Byggir hann umsögn sína á eigin reynslu og
athugunum, og var þá fullur aldarfjórðungur síð-
an hann hóf rannsóknarferðir sínar á fslandi.
Hann segir m. a.: „Það sem fyrst verður fyrir ferða-
manninum, eru vegirnir. Þeir hafa, eins og kunn-
ugt er, mjög breytzt til batnaðar á hinum seinni
árum. Fyrst á því tímabili, sem hér ræðir um,
seinasta fjórðungi 19. aldar, lögðu ýmsir íslendingar,
sem þóttust hafa vit á vegagjörð, með töluverðum
kostnaði, allmarga vegarspotta hér og hvar á land-
inu; þessir vegir voru flestir flórlagðir og voru
eftir nokkur ár orðnir háskalegir fyrir menn og
skepnur; þeir eru vanalega lagðir þvert yfir liæðir
og hóla og svo brattir, að þeir þegar í fyrstu voru
illfærir eða ófærir fyrir klyfjahesta, enda voru skepn-
urnar skynugri en vegameistararnir; þær sneiddu
alls staðar, þar sem þær gátu, hjá þessum nýmóðins
leggjabrjótum. Nú eru allir þessir vegir orðnir að
engu og það fé tapað, sem í þá var lagt. Þeir eru orðn-
ir að urðahryggjum, sem enginu kemst yfir nema
fuglinn fljúgandi. — Nýju vegirnir eru ágætir,
það sem þeir ná, ef þeim er haldið við, og borið
ofan í þá, en með því að vagnaumferð er viðast
engin, grafast götur niður í þá af hestafótum.“
Að lokum segir Thoroddsen: „Það sýnist nú vera
aðalgallinn, að oss vantar fasta reglu, stjórn og
umsjón á vegamálum, líkt og er í öðrum löndum.
Lítilfjörlegur kostnaður, sem slík umsjón hefði í
för með sér, mundi borga sig margfaldlega, bein-
línis og óbeinlínis.“ Þannig fórust Þorvaldi Tlior-
oddsen orð urn vegamálin, og mun lýsing hans vera
bæði sanngjörn og rétt. Reglur þær, stjórn og uin-
sjón, sem Þorvaldur Thoroddsen taldi að vantaði
helzt í vegamál þjóðarinnar, urðu, eins og að fram-
an er getið, að veruleika með nýju vegalögunum
1907. — Næstu árin á eftir hækka allverulega
fjárveitingar til vegamála, og er lengd akfærra vega
á landinu:
1907 — 171 km 1938 — 3323 km
1918 — 507 km 1955 — 9387 km
1925 — 1324 km 1958 — 12282 km
Margir hafa lagt hönd á plóginn
Frá því fyrir aldamót og fram á þennan dag
hafa ýmsir þjóðkunnir menn sýnt samgöngumálum
þjóðarinnar sérstakan skilning, bæði í orði og verki,
og margir þeirra hafa helgað vegamálum stóran
hluta starfsævi sinnar, þjóðinni allri til ómetanlegs
gagns.
Þorvaldur Thoroddsen segir vegagerðina á land-
inu hafa batnað stórlega eftir komu norska verk-
fræðingsins, Hovdenak, sem fenginn var til að
kenna landsmönnum að leggja vegi. Haft er eftir
þeim norska, að það væri í sjálfu sér mjög létt að
leggja vegi á íslandi, en aðalannmarkinn væri, að
ómögulegt væri að finna íslending, sem kynni að
halda á skóflu! Landsverkfræðingurinn, Sigurður
Thoroddsen, vann brautryðjendastarf í vegamálum,
sem honum verður seint ofþakkað. Verkfræðing-
urinn og stjórnmálamaðurinn Jón Þorláksson kom
mjög við sögu samgöngumála landsins, og er þáttur
hans í þessum málum rakinn í riti Th. Krabbe:
„Island og dets Tekniske Udvikling“, Khöfn 1946.
Arið 1917 tók Geir G. Zoega, við embætti Jóns
Þorlákssonar, sem yfirmaður og stjórnandi íslenzkra
vegamála. Verður ekki um það deilt, að starf Geirs
Zoega varð mikil lyftistöng í samgöngumálum þjóð-
arinnar. Undir handleiðslu hans varð hver stökk-
breytingin af annarri í þróun vegamála landsins.
í yfirlitsgrein eftir Geir Zoega um þróun vega-
kerfisins 1874—1944, sem birt er í þjóðhátíðarblaði
Vísis 1944, eru hugleiðingar, sem vert er að íhuga
nánar. Geir Zoega segir þar m. a.: „Má óhikað
telja samgöngubætur þær, sem gerðar hafa verið
hér á landi, sérstaklega síðasta aldarfjórðunginn,
hafa skapað undirstöðu margra þeirra stórfelldu
umbóta og framfara, sem orðið liafa á öðrum svið-
um. Má í því sambandi rifja upp, að ekki er lengra
síðan en 1928, að fyrstu bílar fóru milli Borgar-
ness og Akureyrar eða Stykkishólms; 1929 var eina
bílfæra leiðin frá Reykjavík til Borgarfjarðar um
Kaldadal. Jafnframt er það vitanlegt, að fram-
undan eru mikil og margvísleg verkefni til endur-
bóta á vegakerfinu, enda má segja, að vegakerfið
í landi, sem er í slíkri þróun sem ísland, verði
aldrei fullgert. Vonandi ber land okkar gæfu til þess
að geta borið upp hinn sívaxandi kostnað við við-
FR.TÁLS VERZLUN
13