Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 24
Ég mun nú ræða hér ýmis atriði skattamálanna,
sem ég tel eðlilegt og æskilegt, að stefnt sé að.
Einstakar breytingar
I fyrsta lagi þarf að endurskoða frá grunni alla
framkvæmd skattamála og koma þar á nýrri skip-
an. Nú er það þannig, að hreppsncfndir og niður-
jöfnunarnefndir leggja útsvörin á, en við álagningu
tekjuskatts starfa 219 undirskattanefndir, auk þess
cru 24 yfirskattanefndir og svo ríkisskattanefnd. Að
skattamálum vinna nú um 790 manns og kostaði
þetta rúmar 8 milljónir króna á árinu 1958. Það,
sem að er stefnt í þessum efnum, er það, að leggja
niður skattancfndir og stofna í stað þess fá og stór
skattaumdæmi, t. d. eitt fyrir hvert kjördæmi. Þarf
að vanda afar vel val starfsmanna þar. Æskilegt
væri að fá löggilta endurskoðendur, skattfræðinga
og aðra slíka sérfræðinga til að vinna að þessum
málum. Hin nýja skipan, með hinum færustu mönn-
um, ætti að skapa meiri líkur til þess, að menn
tclji rétt fram og skattaeftirlitið verði „effectivt.“
I öðru lagi þarf að stefna að því, að tekjuskatt-
ur og útsvar verði lagt á og innheimt sameiginlega.
En ég vil taka það skýrt fram, að þetta mál á langt
í land, og ég hef ekki trú á því, að það geti orðið
á næsta hausti. Það þarf lengri aðdraganda og meiri
undirbúning.
í þriðja lagi er það æskilegt, að bæði einstakling-
ar og fyrirtæki greiði skatta sína jafnóðum og tckn-
anna er aflað, en ekki ári síðar eins og nú er. En
um leið og það er æskilegra og þægilegra, skulum
við gera okkur grein fyrir því, að líkur benda til
þess, að það fyrirkomulag verði dýrara í fram-
kvæmd. Mér virðist, eftir þeim upplýsingum, sem
ég hef fengið, að þar sem þessi skipun hefur verið
upp tekin, sé að vísu almenn ánægja með hana hjá
skattþegnum, en að lmn kosti meira fé.
1 fjórða lagi ætti að lögfesta hámark þess, sem
tekjuskattur og útsvar má ná sameiginlega. Nú er
það þannig, eftir hinum nýsamþykktu tekjuskatts-
lögum og útsvarsfrumvarpinu, sem fyrir liggur, að
á einstaklingum getur tekjuskattur -j- útsvar farið
upp í 69 af hundraði. Hámark tekjuskatts er 30 af
hundraði og útsvars einnig 30 af hundraði, en þeim
bæjar- og sveitarfélögum, sem ná ekki þeim tekj-
um, sem þær þurfa, með hinum lögboðna stiga, er
heimilt að bæta við stigann allt að 30%. Hjá fé-
lögum er tekjuskattur alltaf 25%, þannig að há-
markið hjá þeim er 64%. Það væri ákaflega æski-
legt, ef hægt væri áður en langt um líður að koma
á því hámarki, að ekki mætti sameiginlega taka
meira en 50% af tekjum.
í þessu sambandi kemur það til athugunar,
hvort ekki á að ákveða sömu reglu um útsvör fé-
laga eins og nú er um tekjuskatt þeirra, það er,
að útsvarið sé ekki stighækkandi, heldur sé ákveð-
in hundraðstala af tekjum.
Skattar á samvinnufélög og opinber íyrirtæki
Eitt af þýðingarmestu atriðum við endurskoðun
skattalaga er það, að koma á jafnrétti milli atvinnu-
fyrirtækja, hvaða rekstrarform, sem á er haft. Ég
hcf áður nefnt samvinnufélögin. Nú er stigið það
spor, að meðan veltuútsvör eru við lýði, skuli þau
greiða veltuútsvör eins og aðrir. Varðandi tekju-
skattinn, vinna sérfræðingar að því að athuga,
hvernig liaga skuli skattlagningu á samvinnurekst-
ur, til þess að liliðstætt verði öðrum rekstri.
Hér koma einnig til greina fyrirtæki rikis- og
bæjarfélaga. Mér finnst það sjálfsagt, að ríki og
bæjarfélög, sem reka hliðstæðan atvinnurekstur ein-
staklingunum, greiði skatta og útsvör af þeim fyrir-
tækjum eftir sömu reglum. Ef bæjarfélag rekur
t. d. útgerð, ætti hún að greiða skatta og útsvör
eftir sömu reglum og útgerð einstaklinga. Frá ríkis-
rekstrinum má nefna Landsmiðjuna sem dæmi, en
hún er hliðstæð vélsmiðjum í einkarekstri. Nú er
svo ákveðið í lögum, að Landsmiðjunni á að reikna
tekjuskatt með sama hætti og hliðstæðum fyrir-
tækjum, en hinsvegar á hún að greiða útsvar eftir
sömu reglum og verzlunarfyrirtæki ríkisins, sem er
aðeins lág hundraðstala af hagnaði. Nú vil ég að
það komi fram, að forstjóri Landsmiðjunnar liefur
sjálfur lagt til, að Landsmiðjan verði látin greiða
útsvör eins og aðrar smiðjur og fært fyrir því eðli-
leg rök. Ég nefni þetta sérstaklega hér, vegna þess
að það er ekki mjög algengt, að forstjórar fyrir-
tækja óski eftir því, að skattar séu þyngdir á þeim.
Megin reglan verður að vera þessi, að þegar ríki,
24
FRJALS VERZLUN