Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 8
kring um hnöttinn í viðskiptaerindum. Sá, sem ekki kann nokkur skil á helztu löndum og þjóðum getur ekki kallazt vel menntaður í dag. Nokkur iandafræðikennsla í menntaskólunum er nauðsyn- leg vegna hinna öru samgangna og aukinna sam- skipta þjóða í milli. Kennslu í náttúrufræðum þyrfti að auka verulega, en þó einkum að gera hana sem mest lifandi með því að veita nemendunum aðstöðu til sjálfstæðra rannsókna. Mest áherzla yrði lögð á náttúrufræði- greinar í náttúrufræðideild, en því næst í stærð- fræðideild. (Eðlis- og efnafræði ætti að kenna á svipaðan hátt í báðum deildum.) Á þessu sviði er menntaskólanáminu mest ábótavant. Og undir lag- færingu þess getur að nokkru verið komið, hvort íslenzku þjóðinni tekst að fylgja öðrum þjóðum á framfarabrautinni. Breytingin þarf að eiga sér stað sem fyrst, því að segja má, að lítill tími sé til stefnu. í þessu sambandi vil ég leyfa mér að benda á grein, sem dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur skrifaði í 4. hefti Náttúrufræðingsins 1958, er liann nefndi „Náttúrufræði og nútímaskólar“. Stærðfræðin yrði sem fyrr mikilvægasta fagið í stærðfræðideild, og hlyti einnig að vera mikilvægt fag í náttúrufræðideild. Og ekki má gleyma stjörnu- fræðinni á þessum tímum geimsiglinga. Fleiri valgreinar Bókfærsla hefir lengi verið kennd í þriðja bekk, og síðustu árin hefir nemendunum í Menntaskól- anum í Reykjavík vcrið gefinn kostur á kennslu í vélritun og verzlunarbréfaskriftum. Kennsla, sem þessi, er mikilvægt skref í þá átt að gera mennta- skólanámið hagnýtt um leið og það veitir almenna fræðslu. Það dugir ekki lengur að nemandi sem hættir námi að afloknu stúdentsprófi sé ekki hæfur til neins sérstaks starfs. Vel kemur til álita að gera vélritunarnám að skyldunámi í öllum deildum og að skrif innlendra og erlendra verzlunarbréfa verði skyldunám í máladeild. Þó er sjálfsagt að hafa nokkuð af valgreinum auk tungumálanna, sem áður var minnzt á. Ættu þær bæði að vera hagnýtar og eins að fjalla um bókmenntir og listir, svo sem tónlist. Mætti hugsa sér að hverjum nemanda yrði gert að skyldu að taka einhverjar tvær slíkar grein- ar, t. d. einn hvorn vetur í fjórða og fimmta bckk. Yrði miðað við, að þetta nám kostaði sem minnsta heimavinnu. Að lokum mun hér minnzt á námsgrein, sem bráðnauðsynlegt er að kenna, að minnsta kosti, einn vetur í öllum deildum menntaskólanna, en það eru undirstöðuatriði þjóðhagfræðinnar. Er þá komið aftur að því, sem minnzt var á hér í upphafi. Það, sem langmest er rætt á opinberum vettvangi er afkoma einstaklinga og stétta. Og fólk gerir stöðugt kröfur til hins opinbera og annarra þjóðfélagsborg- ara, eins og áður var drepið á. Margs konar mis- skilningur ríkir í þessum málum og hefur það oft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir þjóðfélagið, enda nota pólitískir loddarar sér glundroðann. Nokkur fræðsla í þjóðhagfræði myndi bæta ástandið, og því þarf að taka upp slíka kennslu í menntaskól- unum, og í sem flestum framhaldsskólum öðrum. Kennsla í Háskólaniun í framhaldi af fullkomnari kennslu í mennta- skólunum þarf að gera enn meiri kröfur til Iíáskól- ans. Ilann verður að vera í stöðugum vexti og í því sambandi verða menn að niuna, að háskóli er ekki venjulegur skóli, heldur samband margvís- legra stofnana, sem þó fyrst og fremst hafa fræðslu með höndum. Tvennt er mest aðkallandi varðandi Iíáskóla íslands. Byggja þarf stórt bókasafn (vænt- anlega í samvinnu við Landsbókasafnið) og auka bókakostinn stórlega varðandi flest svið, en þó ekki sízt að því er viðkemur raunvísindum. Safnið Framh. á bls. 30 8 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.