Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 3
magn, og naut takmarkaðra skattfríðinda. Stafaði
takmörkunin á skattfríðindunum þó ekki af því
að erlent fjármagn væri í bankanum, heldur var
hún afleiðing seðlaútgáfu-sérróttindanna.
Þegar íslandsbanki hættir störfum árið 1930 og
Útvegsbanki íslands hf. er stofnaður með lögum
nr. 7 frá 11 marz 1930, þá kemur enn eitt rekstrar-
formið til sögunnar, því að Útvegsbanki Islands hf.
er að vísu hlutafélag, en af 7 milljón króna stofnfé
hans á ríkissjóður 4 milljónir eða meirihluta fjár-
magnsins. Einnig Útvegsbankinn hf. naut algers
skattfrelsis. — Síðar var svo sú breyting gerð á,
sem mönnum mun fersk í minni, að með lögum nr.
34, 29. maí 1957 er Útvegsbankinn gerður að hrein-
um ríkisbanka, eða eins og það er orðað í fyrstu
grein laganna, með leyfi hæstvirts forseta: „Útvegs-
banki íslands er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkis-
ins“, og í 4. gr. segir: „Ríkissjóður ber ábyrgð á
öllum skuldbindingum Útvegsbanka íslands.“
Eins og útvegurinn var talinn þurfa sinn banka,
þannig var og orðið við óskum landbúnaðarins og
mcð lögum nr. 115 frá 7. nóv. 1941, er Búnaðar-
banki íslands stofnaður. Hreinn ríkisbanki, þar
sem rikissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum,
og nýtur bankinn algers skattfrelsis.
Þá var röðin komin að iðnaðinum, sem fékk sína
Úrlausn með „lögum um stofnun og rekstur Iðn-
aðarbanka Islands hf. nr. 113 frá 29. des. 1951“. Hér
var enn á ný um nýtt rekstrarform að ræða þvi
að Iðnaðarbankinn var hlutafélag þar sem meiri-
hluti fjármagns, eða 3,5 milljónir af 6,5 millj. stofn-
fé, var i einkaeign, en minnihlutinn 3 millj. eign
ríkissjóðs. — Bankinn naut fullkomins skattfrelsis.
Ekki verður þessari upptalningu lokið, svo að
tæmandi sé nema getið sé Framkvæmdabankans,
sem settur var á laggirnar með lögum um Fram-
kvæmdabanka íslands nr. 17. frá 10. febr. 1953.
Þar er um að ræða hreinan ríkisbanka, með stofnfé
frá rikissjóði, rekinn á ábyrgð ríkisins og njótandi
fullkomins skattfrelsis.
Á þessum 75 árum, sem íslenzk bankasaga spann-
ar senn yfir, liöfum við sem sagt kynnzt þessum
bankaformum:
ríkisbönkum með skattfrelsi,
einkabanka, sem að meiri hluta var eign er-
lends fjármagns, með takmörkuðu skattfrelsi,
einkabanka, sem var hlutafélag þar sem einka-
fjármagn átti meirihluta, en ríkið þó nokkurn
hluta fjármagnsins og naut hann fullkomins
skattfrelsis,
hlutafélagsbanka, þar sem ríkið átti meirihluta
fjármagns, en einstaklingar þó nokkurn hluta
og gilti einnig um þá algert skattfrelsi.
Höfuðatvinnuvegimir hafa hver sinn banka
Nú stöndum við frammi fyrir því að enn ein
atvinnustéttin óskar eftir að fá að stofna sinn
banka og hyggst reka hann sem hlutafélag, einka-
banka, algerlega í eigu og á ábyrgð innlendra ein-
staklinga og óskar eftir að fá að njóta til þess
sömu fríðinda og önnur bankastarfsemi í landinu,
sem er með öðru rekstrarfyrirkomulagi, þ. e. a. s.
skattfrelsis. Það er sameiginleg skoðun fjárhags-
nefndar háttvirtrar deildar að slíkt sé eðlileg og
sanngjörn krafa, sem Alþingi beri að verða við,
svo fremi önnur bankastarfsemi njóti þeirra hlunn-
inda.
Þrír höfuðatvinnuvegirnir: sjávarútvegur, land-
búnaður og iðnaður hafa eignazt sína banka. Það
er því skiljanlegt, að sá fjórði, verzlunin, vilji sigla
í kjölfarið. — Það hefur töluvert vatn runnið til
sjávar frá því fyrstu íslenzku kaupmennirnir, Bjarni
Sívertsen, Gísli Símonarson og Guðmundur Schev-
ing hösluðu sér völl. Sá frumbýlingsbúskapur á
sviði verzlunar og viðskipta, hefur orðið að sjálf-
stæðum atvinnuvegi og að honum standa fjölmenn-
ar starfsstéttir. Þróunin hefur hvað rekstrarform
snertir að vísu að mestu runnið í tvo farvegi.
Samvinnureksturinn, sem hefst með stofnun Kaup-
félags Suður-Þingeyinga á Ilúsavík árið 1882 og
þróast áfram í formi heildar-samvinnusamtaka, sem
mynduð eru árið 1902 og árið 1909 taka upp heitið
Samband íslenzkra samvinnufélaga. Samtaka, sem
árið 1917 setja á fót eigin skóla, Samvinnuskólann
og árið 1954 opna sinn sparisjóð, Samvinnuspari-
sjóðinn. Sem sagt öflug verzlunarsamtök, með fjöl-
þættan rekstur, sem aðrir munu þó kunna betri
skil á en ég.
V erzlunarsparisj óöurinn
Meirihluti viðskiptaelfinnar hefur þó fram til
þessa runnið eftir farvegi einkaatvinnurekstrarins,
þótt með mismunandi rekstrarformi hafi verið.
Vörðurnar á þeim vegi eru vitaskuld mýmargar frá
því árið 1905 að Verzlunarskóli íslands var stofn-
aður og þeir Garðar Gíslason og Olafur Jolinsen
voru að koma fótum undir fyrstu íslenzku stórsöl-
urnar. Árið 1917 mynda kaupsýslumenn með sér
heildarsamtök, Verzlunarráð íslands og síðar fjölda
sérsamtaka. Eitt eftirminnilegasta dagsverk þess-
FRJÁLS VERZLUN
3