Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.09.1961, Qupperneq 8
Bruni Söbstadseigna 7. júlí 1919. Lengst til vinstri nýja viðbygg- ingin og mjölgeymsla. í miðju bræðslan, til hægri sést hluti ai íbúðarhúsi, á neðri hæð þess var tunnugerðin. Eldsupptök urðu í reykháíi. er var járnsívalningur, sem ofhitnaði við upp- kyndingu og þaðan læsti eldur sig hratt í lýsissmitaðar þiljur og gólf. henni vísað til rafmagnsnefndar hreppsins, sem svo 3. sept. synjar um raforku og ber við að mælir hafi ekki verið útvegaður, er mæli notkunina. Söbstad stóð því uppi með tunnugerðina óstarf- hæfa en ærinn kostnað og þannig kól þennan iðn- aðarnýgræðing í fæðingu. liáðamenn hér virðast ekki hafa metið alls kostar rétt þessa viðleitni til iðnaðar. Að vísu var raf- stöðin lítil, en með nokkurri tilhliðrunarsemi hefði þessi rekstur getað lifað lengur og veitt drjúga at- vinnu. Um Jietta leyti hafði Söbstad fleiri áform á prjónunum. Hann vildi ráðast í að fylla upp tjörn- ina fyrir vestan hús sín og ætlaði að koma upp kaðalbraut, „snörebane“, er hvíldi á stauraröð, neð- an frá lóð sinni og upp í fja.ll og flytja þannig grjót í tunnum, er áttu með scrstökum útbúnaði að renna eftir strengnum. En einhvern veginn voru agnúar á þessu og úr framkvæmd varð ekki. Þess má geta að starfsmenn Evangers komu upp slíkri grjótferju, „snörebane“, í Staðarhólsfjalli, Jiegar bræðslan Jiar austur frá var reist. Gaf sú kaðalbraut góða raun. Hákarlaútgerð var hér enn mikil um þetta leyti, og gaf hún oft drjúgar tekjur. Söbstad gerði út á hákarl allmargar vertíðir, bæði „Brödrene“ og leigu- báta. Hans Söbstad var maður hár vexti og myndar- legur á velli og sístarfandi að áhugamálum, og hann var glettinn og gamansamur, ef því var að skipta, í hópi kunningja og vina. Einhverju sinni hafði einn kunningja hans orð á því að grútarlvktin úr bræðslunni hjá honum væri ekki sem bezt. „Ja,“ svaraði Söbstad og hugsaði sig um, „men pengene lugter ekki stygt.“ Skyldi þetta tilsvar ekki vera upphaf þess að Siglfirðingar fóru að kalla grútar- lyktina „peningalykt?“ Þegar faðir minn, Iíalldór Jónasson, safnaði hér hlutafé fyrir stjórn Eimskipafélags íslands við stofn- un þess Jæss, vakti það athygli hér í byggðarlaginu, hve framlög Siglunesbænda og Söbstads voru mynd- arleg. Söbstad kenndi sjóndepru á fullorðinsaldri, og hún ágerðist með aldrinum. En hugrekkið og at- orkan virtust vaxa að sama skapi. Vorið 1919 vrar mikill undirbúningur undir síldarvertíðina hér i kaupstaðnum. Stríðinu og siglingatejipunni var lok- ið og ljóst að þátttaka innlendra og erlendra skipa í síldveiðunum yrði gífurleg. Og Söbstad lét ekki sitt eftir liggja. Þá um vetur- inn sendi hann „Brödrene“ til Akureyrar, og var skipið endurbyggt, það var lengt, og ný vél sett í það og það var mjög álitlegt að aðgerð lokinni. Og hér heima lét hann reisa stóra viðbyggingu við bræðsluna og gerði ýmsar endurbætur aðrar. Var Jiessu að mestu lokið í byrjun júlí. Hann var ])á orðinn nær alveg blindur, en hann fetaði sig upp í rjáfur og þuklaði á sperrum og stoðum til að ganga úr skugga um að vel væri frá ölln gengið. Það virtist tryggilega um allt búið. Bræðslan var nú orðið mik- ið mannvirki, og sænskur maður hafði boðið honum 300 þúsund krónur í eignirnar en liann ekki viljað selja. Leið nú að vertíð, og var Jress beðið, að síldin færi að vaða. En ]iá — hinn 7. júlí — dynur reiðar- slagið yfir. Eldur verður laus í bræðslunni, og brennur hún og íbúðarhúsið til kaldra kola, en steinsteypt geymsla stendur ein eftir. Vatnslítið var um þetta leyti og slöngur í ólagi. Við ekkert varð ráðið. Allt var lágt tryggt, nýja viðbyggingin ótryggð og dýr- tíð hafði stórvaxið eftir stríðið, en trygging húsa ekki enn hækkað að sama skapi. $ rnJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.