Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Síða 10

Frjáls verslun - 01.09.1961, Síða 10
Síldarbræðslur á Sigluíjarðareyri: 1 Söbstad, 2 Bakkevig, 3 Goos. Haiíshroði kom snöggvast inn á íjörðinn sumarið 1915. Neðst til hægri hin stóra síldarstöð Roalds og norðan við hana síldarstöð O. Tynes undir Hafnarbökkum. liér og rak síðar skipaverzlun. Af Siglfirðingum, er störfuðu hjá honum til margra ára, má nefna Hann- es Jónasson, Snorra Stefánsson og Einar Eyjólfsson. Hér verður ekki rakin starfsemi Goos, en telja má líklegt að þeir mcnn, er gegndu trúnaðarstörfum hjá honum, geri það, svo merkur er þessi rekstur í siglfirzkri sögu. Það er kunnugt að Goos hafði gert áætlanir um aukna afkastagetu bræðslnanna, þeg- ar verðfall og sölutregða á lýsi og mjöli stöðvaði áform hans. Sören Goos var vinsæll og vel kynntur atorku- maður, fjörmaður inikill og frár á fæti, og hann vingsaði göngustafnum með ákafa, þegar hann hafði hraðann á. Hann var mikill hestamaður og hafði mætur á íslenzku hestunum, og ein bezta skemmtun hans var sú að fá sér gæðinga og þeysa suður í fjörðinn með kunningjum sínum. Goos bjó hér ásamt fjölskyldu sinni á sumrin í snotru eigin íbúðarhúsi við Tjarnargötu, „Gooshúsi“. Heimilis- bragur var þar fágaður og marga bar að garði. Heimili foreldra minna og Goosfjölskyldunnar voru hér hlið við hlið, og því kynntist ég þessu fólki, en allar þær minningar eru of persónulegar til þess að þeirra verði getið hér. Það er þó óhætt að staðhæfa að Goos var mætur borgari og einkar vinsæll af hinum mörgu starfsmönnum, er unnu hjá fyrirtæk- inu. ByrjunarerfiSleikar Samkvæmt framanskráðu voru komnar hér upp fjórar síldarbræðslur við upphaf fyrri heimsstyrj- aldar. Þessar bræðslur áttu við ýmsa örðugleika að stríða, tæknilegs eðlis, eins og að líkum lætur, en með natni og þrautseigju var þeim haldið í full- um gangi frá vertíðarbyrjun og oft langt fram á haustið. Margir af starfsmönnum þeirra höfðu yfir að ráða starfsreynslu frá sams konar rekstri í Noregi, er kom hér í góðar þarfir, og Siglfirðingar og aðrir landsmenn, sem hér leituðu atvinnu á sumrin, kom- ust furðu fljótt upp á lagið með að tileinka sér þau handtök, er við áttu í rekstrinum. Á þessum árum jókst fjöldi þeirra skijia, er þátt óku í veið- inni, að miklum mun á hverju sumri, og það kom fljótlega í ljós að bræðslurnar voru mikils til of af- kastalitlar, svo stórtæk varð herpinótaveiðin um þetta Ieyti. Afköst þessara fyrstu verksmiðja voru á dag um það bil sem hér segir: 10 frjals verzlun

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.