Frjáls verslun - 01.09.1961, Blaðsíða 12
Sveinn S. Einarsson, verkfræðingur:
Jarðgufuorkuver við Hveragerði
Talið er, að rafmagnsnotkun erlendis um það bil
tvöfaldist á hverjum 10 árum. Hér á landi mun þró-
unin að undanförnu hafa verið jefnvel enn örari.
Þetta þýðir, að tíminn milli þess að byggðar eru
nýjar aflstöðvar styttist, og við íslendingar nálg-
umst það óðum að þurfa að vinna að virkjunar-
framkvæmdum að staðaldri. Nú þegar þui'fum við
að vinna samtímis að rannsóknum og undirbún-
ingi virkjana á mörgum stöðum, til þess að jafnan
liggi fyrir nægilega greinargóðar upplýsingar fyrir
þá aðilja, sem ákvarðanir taka um það, í hvaða
virkjun skuli ráðizt hverju sinni.
Um þessar mundir cr um ])að rætt, að eitt af
næstu virkjunarskrefunum á Suðvesturlandi kunni
að verða bygging 15.000 kw jarðgufuorkuvers við
Hveragerði, er síðar yrði stækkað upp í 30.000 kw,
ef til kemur. Gerðar hafa verið kostnaðaráætlanir
um stofnkostnað og rekstrarkostnað þessarar stöðv-
ar, og hafa þær leitt í ljós, að hún megi stórt á
litið teljast samkcppnisfær við vatnsaflsstöðvar af
svipaðri stærð, þótt við tiltölulegar hagstæðar að-
stæður sé miðað.
En á margt fleira ber að líta, og ekki er óeðlilegt
að margur spyrji, hvort nokkrar sérstakar ástæður
séu til þess að virkja jarðhita til raforkufram-
leiðslu í þessu landi hinna mörgu fossa og fall-
vatna.
Áður en reynt verður að svara þeirri spurningu,
er rétt að líta á reynslu annarra þjóða af raforku-
framleiðslu með jarðhita, og ennfremur að gefa les-
andanum nokkra hugmynd um það undirbúnings-
starf, sem unnið hefur verið hér á landi og liggur
að baki hugmyndinni um jarðhitaorkuverið.
Framleiðsla raforku með jarðgufu er ennþá mjög
fágæt starfsemi, þar eð rafmagn er í dag aðeins
framleitt í þremur löndum á þennan hátt, þ. e. í
Ítalíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum. Reynslan,
sem fengizt hefur í þessum löndum, er hins vegar
ákaflega hagstæð, og fer áhuginn á þessari orku-
vinnslu hraðvaxandi, eins og skýrt kom í ljós á ný-
afstaðinni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róma-
borg um nýjar orkulindir, þar sem hagnýting jarð-
hitans var eitt af ])remur aðalumræðuefnum.
Jarðhitaraforkuver hafa starfað í stórum stíl við
Larderello á Italíu um 30 ára skeið. í dag er sam-
anlagt afl uppsettra véla þar um 350.000 kw, og
rafmagnsframleiðslan yfir árið í þessum stöðvum
nemur um 2 milljörðum kílówattstunda. Til sam-
anburðar má geta þess, að uppsett vélaafl allra
rafstöðva landsmanna var á sl. ári um 500 milljón
kílówattstundir. Jarðgufuaflstöðvarnar við Larder-
ello framleiða þannig árlega um fjórum sinnum
meiri raforku en nemur allri raforkuframleiðslu Is-
lendinga.
Raforkan frá Larderello er notuð við rekstur ríkis-
járnbrautanna á Italíu og seld á 3 lírur eða tæplega
21 eyri á kílówattstund. Engum, sem séð hefur
Larderello, dylst, að hér hlýtur að vera um mjög
ábatasama starfsemi að ræða, enda. munu stöðv-
arnar vera byggðar algjörlega fyrir eigið fé, og fyrir-
tækið er nú að endurbyggja bæinn með mjög ný-
tízkulegu sniði.
Um rekstraröryggi stöðvanna er það gefið upp,
að stærsta stöðin í Larderello, sem byggð var 1949
og er um 100.000 kw, hafi gengið með fullum af-
köstum rúmlega 98% af tímanum, seni liðinn cr
frá því hún var tekin í notkun.
Árið 1958 var tekin í notkun 09.000 kw jarð-
gufuaflstöð í Wairakei á nyrðri eyju Nýja Sjá-
lands. Eftir þeim fregnum, sem þaðan liafa borizt,
hefur rekstur stöðvarinnar gengið mjög vel, og unn-
ið er nú að því að stækka stöð þessa upp í 192.000
kw. Um áramótin 1902—’03 er áætlað að stöðin
fullnægi um 20% af raforkuþörf eyjarinnar. í
12
FRJÁLS VERZLUN