Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 13
Gufuraforkustöð í Larderello á Ítalíu
Wairakei eru aðstæður að mörgu
leyti líkari því, sem gerist á jarð-
hitasvæðum hér á laudi, heldur en
í Larderello, og vitað er, að á
Nýja Sjálandi hefur verið unnið
mjög merkilcgt rannsóknarstarf í
jarðhitamálum. Því miður hefur
enginn íslendingur ennþá átt kost
á ]>ví að heimsækja jarðhitasvæð-
in á Nýja Sjálandi og komast í
bein kynni við hið eftirtektar-
verða starf, sem þar hefur verið
unnið.
Loks má geta þess, að á sl. ári
var 12.500 kw jarðgufuaflstöð tek-
in í notkun í Geysers Valley
skammt norðan við San Francisco
í Kaliforníu. Ilefur rekstur þcirr-
ar stöðvar gengið að óskum, og
er undirbúningur hafinn að stækk-
un hennar.
Þessi dæmi sýna, að framlciðsla
raforku með jarðgufu fer nú þcg-
ar fram í mjög stórum stíl í þeim
löndum, sem lengst eru komin í þessari grein, og
að hún virðist ekki einungis vera mjög hagkvæm
fjárhagslega, heldur fullnægja ýtrustu kröfum um
rekstraröryggi, sem gera verður í rekstri almenn-
ingsrafstöðva.
Haustið 1926 fluttu þeir Steingrímur Jónsson, raf-
magnsstjóri, og Þorkell Þorkelsson, veðurstofustjóri,
erindi á fundi Vcrkfræðingafélags íslands um notk-
un hvcraorku. í erindi sínu lýsti Steingrímur bor-
unum fyrir jarðgufu og virkjun hennar til raforku-
framleiðslu við Larderello á Italíu, og benti fyrstur
manna á nauðsyn þess að hefja boranir í rann-
sóknaskyni á jarðhitasvæðum hér á landi.
Þetta munu vera fyrstu umræðurnar, sem hér
hafa farið frain, um þessi mál. Þær eru ekki sízt
minnisverðar fyrir það, að þarna varpaði þáverandi
forsætisráðherra, Jón Þorláksson, fram þeirri spurn-
ingu, „hvort ckki mætti fullnægja hitunarþörfinni
í Rcykjavík og Hafnarfirði með því að veita þang-
að heitu jarðvatni“. Jón svaraði þessu sjálfur á
næsta fundi félagsins mánuði síðar, þar sem hann
flutti fyrirlestur um Hitaveitu Reykjavíkur og
komst að eftirfarandi niðurstöðu: „Hér er hvorki
að ræða um skýjaborgir né fjarlæga framtíðar-
drauma, heldur er þetta næsta verklega viðfangs-
efni Reykjavíkurbæjar“.
Hugmyndin um framleiðslu raforku mcð jarð-
gufu hérlendis var ekki tímabær um þessar mundir
og hcfur í rauninni ekki orðið það fyrr en nú, eins
og síðar verður vikið að. Málinu hefur þó jafnan
verið haldið vakandi af íslenzkum verkfræðingum
innan félags þeirra og utan, og koma þar margir
menn við sögu.
Á meðan hefur hagnýting jarðhita þróazt ört hér
á landi á öðrum sviðum. Um ])að bil fjórði hver
íslendingur hefur nú afnot af hitaveitu, um 100.000
m* af gróðurhúsum og nálega 80 sundlaugar eru í
dag hitaðar upp með jarðhita. Þessi orkulind hefur
því nú þegar stórkostlega ])jóðhagslega þýðingu,
meiri að tiltölu en í nokkru landi öðru, og menn
er farið að dreyma um að nota jarðhitann í sam-
bandi við iðnaðarstarfsemi og jafnvel sem grund-
völl nýrra atvinnugreina.
Til þessa hafa íslendingar nær eingöngu tekið
lághitasvæðin í notkun (þ. e. svæði þar scm hitinn
er 100° C eða lægri). í landinu eru hins vegar
mörg jarðgufusvæði, þar sem hægt verður að vinna
vatn eða gufu með allt upp í 200° hitastigi. Von-
irnar um fjölbreyttari notkun jarðhita heldur en
nú er hér á landi eru ekki sízt tengdar þessum svæð-
FRJÁLS VERZLUN
13