Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 18

Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 18
 . Hinn 18 ágúst sl. vorn liðin 175 ár frá því að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Var afmælisins minnzt með veglegri sýningu á vegum Reykjavíkurbæjar. Á öðrum stað hér í rit- inu er birt ávarp, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri flutti við opnun sýningarinnar. Á þessu ári er einnig minnzt 50 ára afmælis Háskóla Tslands, sem stofnaður var 17. júní 1911. Háskólinn hefur, auk þess að vera kennslustofnun, verið aflgjafi í menningarlífi þjóðar- innar og haft forystu um ýmsar vísindarannsóknir, sem hafa verið þjóðarhcildinni til ómetanlegs gagns. Góð menntun og öflug rannsóknar- og vísindastarfsemi er undirstaða framfara og aukinnar hagsældar í hverju þjóðfélagi. Því ber okkur íslendingum að efla Háskólann og styrkja í framtíðinni, til þess að honum verði unnt að rækja hlutverk sitt þjóðinni til heilla um ókomin ár. — Á myndinni hér að ofan sést Háskólahverfið fremst. Að baki þess og til vinstri sést hið nýja torg, Hagatorg, og ýmsar glæsilegar stórbyggingar umhverfis það; stæi’st er Bændahöllin, til vinstri við hana sést kvikmyndahús Háskólans, að baki þess Hagaskólinn, þá kemur Neskirkja og loks Melaskólinn. Loks sést yfir Melahverfið og ITagana, vestur vfir Seltjarnarnes og allt að Gróttu. (Ljósm. Ingimundur Magnússon)

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.