Frjáls verslun - 01.09.1961, Qupperneq 25
seldar upp í skuldirnar við konungssjóð, þótt þær
myndu að vísu ekki hrökkva til, og getur amt-
maður þess sérstaklega, að allmikil óreiða hafi verið
á verzlunarrekstri þeirra hjóna, svo að verzlun
þeirra myndi aldrei hafa staðið lengi, þó að Siglu-
fjörður sé mjög hentugur staður til verzlunar-
rekstrar. Jón sýslumaður mælist eindregið til þess
í sínu bréfi, að nefndin semji sjálf við ekkjuna um
þá hluti, sem semja þurfi við hana um, og taki
skip hennar og annað verðmætt í Kaupmannahöfn
upp í skuldir dánarbúsins. Gefur hann ótvírætt í
skyn, að ekkjan sé allerfið viðskiptis, og hrýs honum
greinilega hugur við þeim möguleika, að hún komi
aftur til landsins.
Önnu veitt umráð yfir verzluninni
Þrátt fyrir bréf þcirra amtmanns og sýslumanns,
tókst Önnu að fá sölunefndina til að fallast á, að
hún fengi að halda öllum eignunum með sömu
kjörum og maður hennar og reka verzlunina á
eigin spýtur. Þessa ráðstöfun skýrði sölunefndin
þannig fyrir stjórninni, að vörueign dánarbúsins
væri svo lítil eins og sakir stæðu, að ekki borgaði
sig að selja það, þar eð eignirnar hrvkkju ekki
fyrir skuldunum. Virðist nefndin því hafa haft all-
mikla trú á verzlunarhæfileikum Önnu, þegar hér
var komið, og gert sér von um, að hagur verzlunar-
innar batnaði í höndum hennar.
Koma Önnu til Siglufjarðar, sem fullgildrar
kaupkonu, á öndverðu sumri 17!)(), hefir vafalaust
vakið undrun margra og ekki óblandna gleði, allra
sízt hjá Jóni sýslumanni Jakobssyni. Hún beið
ekkert eftir því, að hann, eða umboðsmaður hans
á Siglufirði, afhenti henni eignirnar formlega, þótt
hann hefði innsiglað þær í nafni konungs. Hafði
hún öll innsigli að engu og vitnaði í bréf sölu-
nefndar, að hún hefði undirgengizt skuldbindingar
manns síns við konungssjóð og gæti því tekið við
eignunum án uppskriftar og án formlegrar afhend-
ingar sýslumanns. Gegn ásökunum Jóns sýslu-
manns fyrir lítilsvirðingu hennar á konunglegum
innsiglum hélt hún því fram, að sýslumaður hefði
stórskaðað dánarbúið mcð ráðsmennsku sinni, og
ýmsir hlutir, sem þar ættu að vera, væru horfnir,
annaðhvort af völdum hans sjálfs eða umboðs-
manna hans. Meðal annars taldi hún hafa gengið
furðumikið á brennivínsbirgðir verzlunarinnar og
tilgreindi það, að tunna ein, sem við brottför hennar
um haustið hefði verið næstum því full af svo-
nefndu frönsku brennivíni, væri nú tóm, án þess
að nokkuð sæist um það í reikningum, að inni-
haldið hefði verið selt.
Anna álasaði sýslumanni einnig mjög fvrir það,
að á leiðinni út á Siglufjörð um vorið hefði hann
komið við í Hrísey, þar sem Redslews-hjónin áttu
eitthvað af matvörum og fleiru geymt í kofa einum,
og selt þetta allt á uppboði fyrir heldur lágt verð
á þeim forsendum, að það lægi undir skemmdum.
Þarna á meðal hafði hann selt heilmikið af tunnu-
botnum, þar eð engir sáust tunnustafirnar. En
Anna kvað stafina hafa verið gcymda úti á Siglu-
firði, og með því að selja botnana, hefði hann gert
sér ófært að taka við kjöti til útflutnings á þessu
ári. Jón svaraði því hins vegar til, að sig hefði sízt
órað fyrir þeirri ráðsmennsku, að tunnustafirnir
væru geymdir á Siglufirði, en botnarnir í Hrísey.
Ekki fer þó hjá því, að sumar ásakanir Önnu
gegn sýslumanni voru á rökum reistar, svo sem
það, að fyrir hinar tvær uppskriftir, sem hann lét
gcra á eignum dánarbúsins, hafði hann reiknað sér
og aðstoðarmönnum sínum hærri laun úr búin, en
löglegt gat talizt. Fóru allmörg bréf milli Jóns sýslu-
manns og Önnu þetta sumar út af því, sem á milli
bar, og er orðbragðið í sumum bréfum Önnu heldur
óþvegið.
Siglfirðingar afsegja Onnu
Á ýmsu virðist hafa gengið í samskiptum Önnu
og Siglfirðinga sumarið 1700, og bætti það ekki úr
skák, að bæði þótti skipshöfn hennar drykkfelld
og uppvöðslusöm og einnig Anna sjálf. íslendingar
voru raunar ekki sérlega óvanir drykkjuskap karl-
manna á þessum tímum, en hins vegar voru drykk-
felldar konur þeim allmikil nýlunda.
Þegar í júnímánuði sendu átta bændur við Siglu-
fjörð Jóni sýslumanni kæru út af Önnu. Segjast
þeir til neyddir að tilkynna yfirvöldum sínum, að
þeir hvorki geti né vilji eiga neina verzlun, né hafa
annað saman að sælda „við ekkjuna eftir Redslew
kaupmann, Önnu Kristínu, hverja vér þekkjum
fyrir þann óeirðasamasta kvenmann og í mörgu
óreglulega, grófa og óstöðuga. Höfum vér bæði
reynt af henni strákapör við auma og vesæla og
hrekki, en getum langleiðis ekki náð til yfirvalds-
ins, þó hún aðhafist margar skammir meðal vor“.
Þá er hún sögð hafa logið skuldum á menn, kallað
heiðursmenn þjófa og umgengizt þá með skensi og
barsmíðum að ástæðulausu. í kærunni eru einnig
tilgreindir hlutir, sem Anna er sögð hafa stolið frá
bónda einum þarna, og vildi Jón sýslumaður seinna
FRJÁLS VERZLUN
25