Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Síða 28

Frjáls verslun - 01.09.1961, Síða 28
aðgerðalaus til vors og leigði því skipið kanpsýslu- manni nokkrum í Björgvin, Fasmer að nafni, til ferðar til Amsterdam. En leigusamningurinn mun hafa verið heldur gloppóttur, og auk þess frétti sölunefndin furðufljótt þessa ráðstöfun Onnu og taldi þetta samningsrof við sig, þar eð skipið og allur farmur j)ess voru veðsett konungssjóði og til þess ætlazt að skipið færi beint til íslands. Hætt væri líka við ])ví, að sjótrygging sú, sem Anna liafði orðið að kaupa á skip og farm, að fvrirmælum nefndarinnar, áður en hún fór frá Kaupmannahöfn, teldist fallin úr gildi við þetta. Sölunefndin þóttist nú hafa hætt nógu til í hjálpsemi sinni við Önnu, og jafnskjótt er hún frétti um ráðstöfun hennar, skrifaði hún bæjaryfirvöld- unum í Björgvin og bað þau að leggja hald á skipið um leið og það kæmi aftur frá Amsterdam, ásamt öðru verðmætu, sem Anna ætti í Björgvin. Þetta var og gert, en þá kom í ljós, að á leiðinni til Amsterdam hafði skipinu hlekkzt á, og til ])ess að geta fengið gert við það í Hollandi, hafði Anna, sem var með í förinni, neyðzt til að taka út á skipið svonefnt sjóveðlán að upphæð 500 gyllini. Vonaðist hún til að geta endurgreitt þetta lán, ])egar hún kæmi aftur til Björgvinjar, þar cð Fasmer hafði lofað að sjá um að tryggja skipið vegna Hollands- fararinnar. Þetta hafði hann hins vegar svikizt um, og þegar nú sölunefndin gerði krcifu til skipsins, lagði sá, sem veitt hafði sjóveðlánið, einnig fram sína kröfu, sem lögum samkvæmt hafði alger forréttindi. Var nú skipið selt umsvifalaust ásamt öðrum eign- um, sem Anna hafði meðferðis, og með því að fleiri kröfuhafar komu til, fékk hún naumast að halda fötunum, sem hún stóð í, enda bönnuðu lög þcirra tíma það alls ekki, að fólk væri flett klæðum upp í skuldir. Sölunefndin gerði einnig ráðstafanir til ])ess, að eignir Önnu á Siglufirði, yrðu teknar upp í skuldir hennar, en ekki tókst að selja þær, fyrr en árið 1706, er Lynge kaupmaður á Akureyri fékk þær fyrir gjafverð og setti þar upp útibú. Var því tap konungssjóðs af viðskiptunum við þau Redlews- lijón allmikið, og verzlun þeirra hafði orðið bændum við Siglufjörð og öðrum þar í nánd að litlu gagni. Anna lætur mótlætið ekki á sig iá Þrátt fyrir ófarir sínar, var Anna Redslew engan veginn af baki dottin. Að vísu varð hún að dveljast í Björgvin næstu árin á eftir og liefir eflaust búið þar við þröngan kost. En hún hafði fullan hug á að koma fram hefndum á Fasmer, sem hafði svikizt um að trvggja skip hennar og átti þannig allmikla sök á því, hvernig fór. Málshöfðun gegn honum kostaði fé, og sönnunargögnin um svik hans voru heldur léleg. Til þess að spara sér málskostnað, reyndi Anna því að fá gjafsóknarlevfi hjá stjórn- inni, og sölunefndin var því meðmælt með ])ví skilyrði, að skaðabætur þær, sem hún kynni að ná hjá Fasmer, gengju upp í skuldir hennar við kon- ungssjóð. Engan frekari fjárstyrk vildi nefndin hins vegar veita henni, enda taldi hún Önnu hafa svo afar lítil sönnunargögn gegn Fasmer, að tæplega væru nokkrar líkur til þess, að hún ynni málið. Virðist því aldrei hafa orðið af málshöfðun, þótt Anna sé raunar cnn vígreif í bréfi einu til nefndar- innar árið 1801, en eftir það sést hennar ekki getið í 1 réfum eða skjölum sölunefndar. Þannig er þá í aðalatriðum saga þeirrar konu, sem fyrst rak verzlun á íslandi. Kaupmennskuferill hennar varð að vísu heldur stuttur, en þeirn mun sögulegri, og þótt það séu einkum hinar verri hliðar hennar, sem koma fram í þeim fáu heimildum, sem til eru um hana, er augljóst, að hún hcfir haft til að bera óvenjumikinn kjark og dugnað. Nægir í því sambandi að minna á það, að verzlunarrekstur- inn á Siglufirði við þær aðstæður, sem lnin átti við að búa, og ferðirnar milli Siglufjarðar og Kau])- mannahafnar vor og haust á tiltölulega litlu segl- skipi, voru ekki á færi neinna aukvisa. 28 FRJALS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.