Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Síða 32

Frjáls verslun - 01.09.1961, Síða 32
og þeir gjörðír að eins konar brennipunktum fyrir andlegt líf, af því að þar er það hægast fyrir allra hluta sakir. En á íslandi er svo hætt við, að alt sé látið sigla sinn eigin sjó og fara eins og verk- ast vill. Eg er sannfærður um, að þeir, sem hér eftir vilja leggja rækt við þjóðlíf vort, verða að byrja í bæjunum og að vekja sveitirnar út frá bæjunum. Þar næst er spurt: Hvcr getur nú orsökin verið til þess, að fólk vill heldur vera i kaupstöðum en upp til sveita? Orsakirnar kunna að vera margar, svo sem lausa- menska, hégómagirni, von um létt- ari vinnu og skemtilegra líf o. s. frv. Um þær orsakir skal eg ekk- ert tala, enda gjöri eg nú heldur lítið úr þeim. Aðalorsökin ldýtur að vera sú: Fólkið hefir þá skoðun, að það muni hafa meira uj)j) úr því. Og ef arðsamara er að vera í kaupstað og stunda sjóinn en að búa á einhverri jörð upp til sveita, j)á cr sjálfsagt að gjöra ]mð og eðlilcgt að breyta til. Nú er einmitt svo, að landbúnaðinum hefir á þessu tímabili hnignað, en sjávarútveg að sama skaj)i farið fram. Þess vegna dregur fólkið sig að sjónum í kaupstaðina, en fækkar í sveitunum, svo vinnu- aflið verður j)ar of lítið. Að Jætta er ekki úr lausu lofti gripið, sést á því, að um miðja öldina komu til jafnaðar 43 nautgripir á hvert hundrað manna, en nú ekki nema kringum 39. Þetta er stórkostlegt og eftirtektarvert atriði. Því kýrn- ar eru fóðraðar á töðu, en taðan vex á túnunum og túnin eru einu ræktuðu blettirnir á landinu. En eftir j)essu eru ræktuðu blettirnir að minka til muna eða ])á gefa minna af sér en áður. Nautgripa- fækkunin bendir á afturför í land- búnaðinum og jafnvel til þess, sem mjög er raunalegt, að landið sé að fara í meiri og meiri órækt. Því svo telst mönnum til, að ísland sé 1903 ferhyrningsmílur að stærð; af þeim eru að eins ræktaðar þrjár (tún og kálgarðar), en hinar 1900 óræktaðar, ])ví engjarnar, sem tald- ar eru lö ferhyrningsmílur, eru auðvitað ekki ræktað land. Sauð- fjáreignin hefir heldur aukist, þcg- ar á alt tímabilið er litið, en aftur kemur mönnum sarnan um, að hún sé minni nú en áður en sauð- fjárverzlunin við Englendinga hófst. Þá var selt svo mikið fé á fæti út úr landinn, að sauðfénu fækkaði til muna, og hefir það ekki náð sér enn, þótt það sé að þokast aftur í þá áttina. Af sauðum, þriggja til fjögra vetra gömlum, er nú miklu færra en áður. En nú er að vakna tilfinning, sterk og öflug, hjá þeim, sem bezt eru vakandi, fyrir því, að þetta verði að lagfærast. Hér að fram- an hefi ég bent á túnræktina í kaupstöðunum, einkum í Reykja- vík, en annars mjög víða annar- staðar. Það virtist mér hinn gleði- legasti vottur um frainfarir á ís- landi. Því túnræktin er lífsskil- yrðið. Hún er aðalatriðið í land- búnaðinum. Og landbúnaðurinn er aðal-undirstaðan undir velmegun þjóðarinnar. Grasræktin getur vcr- ið alt eins arðsöm og kornyrkj- an, ef rétt er að farið. Það er aðal- atriðið, að rækta landið, og t.akist það, getur ísland orðið ágætt land. Reynslan hefir sýnt, að græða má upp og gjöra að túnum fjarska-flæmi á íslandi. Mætti jafnvcl láta þau tún, sem þegar eru til, gefa af sér tvöfalt töðu- magn við það, sem þau gjöra, því víðast hvar eru þau svo illa rækt- uð. Hér er því óneitanlega undir- staðan undir allri velferð landsins efnislega. Það er gott og sjálfsagt að stunda sjóinn og nota sér sem bezt auðlegð hafsins. En landbún- aðurinn er og verður aðalatriðið, sem framtíðarforlög landsins byggjast á. Sá bóndi, sem á vel ræktað tún og hugsar um að færa það út mcir og meir, þarf engu að kvíða. Híbýlaháttum manna hefir víða farið mjög mikið fram. A helztu heimilunum í mjög mörgum sveit- um eru komin miklu betri húsa- kynni en áður voru, stór og lagleg timburhús. I cinstöku sveit, eins og Borgarfirðinum, þar sem lang- mest hefir verið gert að húsabót- um, eru timburhúsin, flest járn- klædd utan, orðin býsna-almenn. Þessi hús eru sjálfsagt loftbetri en torfbæirnir vorn og um leið holl- ari og fyrirkomulagið miklu betra og hentugra, en það cr aftur mjög mikilsvert fyrir menning fólksins. Samt dregur ])að úr, að illa geng- ur að hita þau á vetrum, af því eldiviður er lítill, en dýrt, nærri því ókleift fyrir íslenzkan bónda. að kaupa kol til hitunar á vetruin. Þá kosta og þessi hús of mikið fé. Búskapurinn ber naumast svo dýr húsakynni. Þess vegna eru margir á því, að finna þurfi ódýrt bygg- ingarefni í landinu sjálfu og hafa um það einhverja von, á hverju sem hún kann að vera bygð. Marg- ir hafa hleypt sér í miklar skuldir fyrir húsabyggingar og tekið lán út á jarðir sínar í bankanum til að byggja fyrir, en eiga svo erfitt að standa í skilum með vcxti og af- borganir í ])ví örðuga árferði, sem nú hefir gengið. Fólk heldur sig almennt betur cn áður var títt. Það veitir sér meira af þægindum lífsins á heim- ilum sínum, gengur betur til fara o. s. frv. Gestum er veitt einstak- lega myndarlega nú á flestum heimilum: Mörg bóndakonan breiðir nú eins hvítan dúk á borð fyrir gesti sína eins og embættis- mannakonurnar og hefir öll áhöld 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.