Frjáls verslun - 01.09.1961, Side 34
ekki orðið neitt alment. Af flæði-
engjum er enn mjög lítið á Islandi
í samanburði við það, sem gæti
verið og ætti að vera. I>ó er vatn-
ið alstaðar nóg. I>að er ekki vou,
að sú jörð spretti, sem einlægt er
slegin ár eftir ár og öld eftir öld,
án þess nokkuð sé gjört til að bæta
lienni upp skaðann. Sumar af til-
raunum þeim, sem gjörðar hafa
verið til að þurka upp mýrar og
votengi, hafa algjörlega mishepn-
ast, svo að miklu fé og mikilli
vinnu hefir þar verið á glæ kastað.
Er það sjálfsagt vegna þess, að
ekki hefir verið rétt farið að. Það
ætti þó að vera hægðarleikur, að
bæta engjar víða stórkostlega mcð
vatnsveitingum án sérlega mikils
kostnaðar.
Fremur er það afturför en
framför, að heimilisiðnaðurinn,
sem áður var svo mikið af, er mí
óðum að leggjast niður. I mörgum
sveitunum eru mcnn alveg hættir
við tóskap á vetrum nema rétt til
brýnustu heimilisþarfa. Áður
keptist hvert barn á heimilinu við
að koma af svo og svo mörgum
sokkum og sjóvetlingum fyrir jól-
in. Það var ekkert smáræði, sem
margur íslenzkur bóndi lagði inn
í viðskiftareikning sinn við kaup-
manninn, þegar hann kom með alt
það prjónles, sem komið hafði ver-
ið upp á hcimilinu. Svo voru vað-
mál og ýmiss konar annar vefn-
áður, sem kepst var við upp að
koma. Nú er miklu minna gjört
að þessu en áður. Að sönnu er á
einstöku stað eitthvað vcrið að
leggja stund á ýmsan listvefnað og
eg sá prýðisfallega dúka, sem ofnir
höfðu verið til sveita. En megnið
af íslenzkri ull er nú selt óunnið
út úr landinu við óheyrilega lágu
verði, 45—50 aura pundið af
skraufþurri, þveginni ull. íslenzku
bændurnir í Bandaríkjunum fá
65—70 aura fyrir pundið af óþveg-
inni og óvenjulega óhreinni ull,
því hér verður að bæla féð inni
allan veturinn; en það ágætisverð
eiga þeir nú meðfram verndartoll-
inum að þakka. Að ullin skuli ekki
vcra unnin í landinu sjálfu, er hin
mesta ómynd. Menn eru nú farnir
að senda hana til Noregs, á ullar-
verksmiðjurnar þar, og fá hana
unna í alls konar dúka og fataefni;
svo þúsundum króna skiftir er á
hverju ári goldið út úr landinu
fyrir þessa vinnu. — En nú er
verið að leitast við að færa þetta
í lag með tóvinnuvélum, sein
fengnar hafa verið frá útlöndum
á nokkrum stöðum, og á síðasta
alþingi var samþykt nýmæli um
stofnun fullkominnar klæðaverk-
smiðju. Er eigi ólíklegt, að slíkar
iðnaðartilraunir verði almennari
og almennari og að þjóðin læri
smátt og smátt að vinna ullar-
hárið sitt alt, svo ekkert af því
vcrði sent óunnið út úr landinu.
Væri í því fólgin stór og mikil
velmegunaruppspretta. En því
miður eiga allar slíkar framfara-
tilraunir undur-örðugt uppdráttar
á íslandi. Fátækt, vankunnátta,
óhagsýni, smásmugulegur hugsun-
arháttur og alls konar hleypidóm-
ar virðast standa þeim fjarskalega
fyrir þrifum. En á öllu slíku má
á endanum vinna sigur.
Eina nýja vél er farið að nota
á fjarska-mörgum heimilum, en
það er skilvindan, sem skilur rjóm-
ann úr mjólkinni jafnskjótt sem
búið er að mjólka. Eg vaknaði
hvað eftir annað á morgnana, þar
sem eg var gestur, við hið ein-
kennilega skilvinduhljóð. Þessar
skilvindur hafa dreifst út um land
alt á fáum árum og hafa jafnvel
verið keyptar á heimilum, þar
sem þær eru lítið notaðar, og eru
þó nokkuð dýrar, kosta frá 100—
200 krónur. Sýnir það, hve fljótir
íslendingar eru til að veita sér
það, er til framfara horfir. Býsna-
víða eru sauðfjármjaltir á sumrum
lagðar niður; þykja þær ekki svara
kostnaði, síðan vinnufólkseklan
varð svo mikil og kaupgjald hátt.
En fremur gengur illa með hey-
skaparvélarnar, eins og bent hefir
verið á hér að framan. Töluverðar
tilraunir hafa verið gjörðar með
þær á ýmsum stöðum. En hingað
til getur ckki heitið, að þær hafi
komið að notum svo teljandi sé,
og er það mikill bagi, því vinnu-
krafturinn er algjörlega ónógur á
sumrum til sveita og vinnufólks-
hald orðið miklu dýrara cn það
var. Enda fara menn næsta ólíkt
að við hcyskapinn því, sem gjört
er í öðrum löndum. Á einum bæ
taldi eg fjórtán manna, scm var
að taka saman stóran útheysflekk,
sem þurkaður hafði verið á túninu,
—bæði karla og konur. Það var
óskaplcgur vinnuafli við lítið verk.
Þarna hefði verið lafhægt að koma
við rakstrarvél, scm einn hestur
hefði gengið fyrir; þótt raka hefði
orðið upp svolitla dreif á eftir,
hcfði hún sópað flekknum saman
og tveir menn getað saxað upp
garðana og hlaðið upp heyinu á
örstuttum tíma. Það er líka mesta
furða, að ekki skuli til vera eins
einfa.lt heyskapartól og heykvísl,
sem væri einstaklega þa^gileg í við-
lögum og mundi flýta stórkost-
Iega fyrir. Ilætt er við, að mikill
vinnuafli fari oft forgörðum á ætt-
jörðu vorri, af því menn kunna
ekki að vinna, kunna ekki að beita
kröftum sínum, svo þeirra verði
sem bezt not. Það er raunalcgt að
sjá, hvernig alt fer í handaskolum
fyrir aumingja-landanum, svo eg
taki eitt dæmi enn, þegar stór út-
lend gufuskip koma inn á höfn og
bátar koma úr landi, oftast með
mörgum ræðurum. Þegar leggja á
bátnurn að skipinu lendir alt í
handaskolum, menn masa og hrópa
34
FKJÁLS VERZLUN