Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 36

Frjáls verslun - 01.09.1961, Page 36
„Og þama sat ég aftur ein uppi með 4 milljónir eggja." * „Mamma, hvers vegna rignir?“ „Til þess að jurtirnar vaxi. Þannig fáum við ávexti, grænmeti, gras handa kúnum —“ „En af hverju rignir þá á göturnar?“ * Leikfélagi stráks nokkurs var að stríða honum með því, að hann væri tökubarn. „Mér er sízt stríðni í því,“ svaraði stráksi. „Foreldrar mínir völdu mig úr hundrað börnum, en þínir foreldrar urðu að sitja uppi með þig. * Kona spurði litla telpu, hvernig föður hennar liði, og fékk það svar, að hann væri mikið veikur. Þá tautaði konan með sjálfri sér: „0, hann heldur bara, að hann sé veikur.“ Nokkrum dögum síðar hitti konan telpuna aftur og spurði hana sömu spurningar. Sú litla reyndist hafa góða hevrn, því hún svaraði: „Hann heldur, að hann sé dáinn.“ „Ef ]>ú verður góður, Nonni, þá skal ég gefa þér þessa skínandi fallegu krónu.“ „Get ég ekki eins fengið skítugan túkall?“ * „Er blek rnjög dýrt, pabbi?“ „Nei, af hverju heldurðu það?“ „Mamma er svo áhyggjufull af því að ég missti dálítið niður í teppið í stofunni.“ * Lítil dóttir hjólbarðakaupmanns hafði séð þríbura í fyrsta sinn. „O, mamma,“ hrópaði hún, þegar hún kom heim, „hvað heldurðu að ég hafi séð í dag? — Ég sá konu með tvíbura og einn til vara!“ * Litli drengurinn, sem var vanur að fá gömlu fötin og leikföngin lians bróður síns, spurði móður sína: „Mamma, verð ég að giftast ekkjunni hans, þegar hann deyr?“ * „Mamma, Tommi tekur stærsta kökubitann. Það er ósanngjarnt, hann sem var byrjaður að borða kökur þremur árum áður en ég fæddist.“ 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.