Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 3
Dr. Benjamín Eiríksson ó skriistoiu sinni
virðisfé, samtals 600 milljónir króna, en af því er
í útlánum 424 milljónir króna og hafa meðalút-
lánsvextir af þessum lánum verið 6,42%.
1 öðru lagi eru lán frá Export-Import-bankanum
og AID (Agency for International Development)
að upphæð 832 milljónir króna (af þeim voru með-
alútlánsvextir 3,66%) svo og önnur erlend lán 416
milljónir króna. En meðalútlánsvextir af þeim hafa
verið 3,96%.
Meðalútlánsvextir af öllum lánum bankans eru
rétt innan við 5%.
Af þeim bandarísku lánum, sem bankinn hefur
tekið fyi'ir hönd ríkisins, nema hin svoneíndu PL-
480 lán um helming. Þau eru þannig tilkomin, að
Bandaríkin selja íslandi vissar tegundir landbún-
aðarafurða, svonefndar offramleiðsluafurðir, fyrir
íslenzkai' krónur. Meginhluti andvirðisins, venjulega
um 75%, er svo lánað Islendingum t.il langs tíma
með mjög hágstæðum kjörum og er notað t.il marg-
vísíegra undirstöðuframkvæmda, svo sem raforku-
framkvæmda, hafnargerða, vegagerðar, landbúnað-
ar- og hitaveituframkvæmda, og ennfremur til Iðn-
lánasjóðs. Þessi lán eru langhagstæðustu erlend
lán, sem við fáum, svo sem sést af vaxtafætinum,
og yfirleitt eru þau endurgreidd í íslenzkum krón-
um.“
„Hverjir hafa orðið aðnjótandi lána frá Fram-
k væmdabankanum ?“
„Samkvæmt 8. gr. laganna um Framkvæmda-
bankann, er gert ráð fyrir, að hann láni hclming
af öllu mótvirðisfé til framkvæmda í þágu landbún-
aðarins. I samræmi við þetta hafa verið lánaðar
til landbúnaðarins, til ársloka 1963, tæplega 190
milljónir króna. Þessum lánveitingum hefur yfir-
leitt verið hagað þannig, að stofnlánadeildir Bún-
aðarbankans hafa fengið þetta fé til útlána og eru
vextir af öllum þessum lánum nú 6%. En heildar-
lánveitingar til landbúnaðarins nema 316 milljónum
króna.
Hinir almennu vextir bankans hafa verið GM>%,
Ffi'í&fci e ift 'inhíii'-