Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 5
kvæmdabankans og Seðlabankans. Þessir þrír að- ilar greiða kostnað af rekstri stofnunarinnar, hver að einum þriðja. Með stofnun Efnahagsstofnunar- innar var hagdeild bankans flutt í hana. En banka- stjóri Framkvæmdabankans situr í stjórn Efnahags- stofnunarinnar.“ „Hvernig er hagur bankans nú eftir rúmlega ára- tugs starf?“ „A árinu 1963 varð tekjuafgangur bankans 24 milljónir króna, en tekjuafgangur Mótvirðissjóðs 13 milljónir króna. Reksturskostnaður við bankann varð 2,5 milljónir og auk þess lagði bankinn 1 millj. til Efnahagsstofnunarinnat. Eignir bankans liafa aukizt úr 95 milljónum króna í byrjun upp í 268 milljónir króna. Ilagur hans Verður að teljast góður.“ „Teljið þér að efla verði Framkvæmdabankann frá því sem nú er, svo að hann geti á fullnægjandi hátt sinnt hlutverki sínu við eflingu íslenzks at- vinnulífs?“ „Þegar Framkvæmdabankinn var stofnaður 1953 var hann tiltölulega fjársterk stofnun, þar sem hann hafði tekið við Marshall-fénu, auk þess sem hann aflaði sér erlends lánsfjár. Skoðun þeirra, sem að stofnun bankans stóðu, var sú að hann ætti ekki að leita eftir sparifé landsmanna umfram það, sem hann gæti fengið með verðbréfasölu. Það sem eink- um stuðlaði að þessu viðhorfi var sú staðreynd, að hér var húsnæðisskortur og bankanum ekki ætlað að lána fé til húsabygginga. Það væri því heilbrigðast að Jaið fé, sem safnaðist hjá bönkum og sparisjóðum rynni til húsabygginga auk nauð- synlegs rekstrar viðskiptabankanna. Einnig var það von margra, að verðlag myndi festast og grund- völlur skapast fyrir verðbréfaverzlun. Þetta hefur J)ví miður ekki rætzt, en hins vegar orðið mikil aukning á sparifé. Það liggur því beinast við, að Framkvæmdabankinn taki upp þá aðferð að veita móttöku sparifé þeirra, sem vilja leggja fé sitt til stuðnings atvinnulífinu í mynd stofnlána. fiumar helztu atvinnugreinar, sem bankinn lánar til, svo sem landbúnaður og fiskiðnaður, hafa sína eigin tækniþjónustu. Flest ný iðnaðarfyrirtæki eru skipu- lögð í samvinnu við erlenda aðila, sem láta í té tækniþekkingu og annast ráðleggingarstarfsemi, meðan fyrirtækið er að komast á legg. Það hefur nokkrum sinnum komið til tals að setja upp tæknideild við bankann, en enn sem komið er hafa framkvæmdir strandað. Það, sem valdið hefur, er einkum erfiðleikar, sem stafa af launakjörum verkfræðinga og svo þeir erfiðleikar, sem hafa komið til af því, að sú tækniþekking, sem með hefur þurft, er svo fjölbreytt. Orðið verk- fræðingur er aðeins nafn á sæg af fjölbreyttu sér- fræðingaliði. Engu að síður verður það brýnna með hverju ári sem líður, að bankinn sctji upp tæknideild, sem óhjákvæmilega hlýtur að stórauka reksturs- kostnað bankans. En slíkt ætti að margborga sig, enda yrði það ekki gert nema hinum tæknilegu og fjárhagslegu vandamálum framtíðarinnar verði beint til bankans. Það verður ekki dregið lengi úr þessu að setja upp svona stofnun, og — að mínu áliti — er hún hvergi betur komin en hjá Framkvæmdabankan- um, sem auk þess þarf hennar með, ekki aðeins vegna hinna nýju framkvæmda, heldur einnig vegna eftirlits með starfsemi fyrirtækjanna og vegna ráð- leggingarstarfsemi fvrir þau, eftir að þau hafa hafið starfsemi sína.“ „Það hefur ævinlega verið mitt viðhorf, að þjóðin ætti að sníða sér stakk eftir vexti og þeir sem stjórni opinberum stofnunum ættu að gæta þess vandlega að láta þær ekki vaxa yfir alla bakka. A slíku er oft hætta, þegar fjárráð eru tiltölulega rúm. Ég hef því leitazt við að hafa Framkvæmdabankann fyrirferðarlitla og tiltölulega ódýra stofnun. En nú fara í hönd tímar vaxandi verkefna og óhjákvæmi- legt er að skapa betri aðstæður til að sinna þeim.“ Tveir rúmenskir aðalsmenn, sem búnir voru að missa allar eigur sínar, hittust á götu í Búkarest. „Hvað hefur þú nú fyrir stafni um þessar mundir, kunningi?" spurði annar. „0, ég er orðinn njósnari fyrir stjórnina,“ svar- aði hinn. „Nú, það er ég líka orðinn!" „Þú segir ekki satt? En þá langar mig til að spyrja þig, svona okkar á milli undir fjögur augu. Hvað álítur J)ú um Jæssa kommúnistastjórn, sem er við völd J)essa stundina?“ „Auðvitað það sama og þú, gamli vinur.“ „Það var nú heklur vcrra, minn kæri. Þá er ég víst tilneyddur að taka þig fastan.“ FKJÁLS VEKZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.