Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 17
Agnar KL Jónsson, ráðuneytisstjóri: Utanríkismál íslands 1918—1940 I grein minni um utanríkismál íslands 1918— 1940, sem birt var í næsta tölublaði hér á undan, var þess getið, að ýrnsir liefðu verið öánægðir með sum ákvæði sambandslaganna. Eitt af þeim ákvæð- um, sem hér var um að ræða, var mcðferð utan- ríkismálanna og þótti mörgum, sem Island liefði þar afsalað mikilsverðum réttindum í hendur Dön- um, en eins og þar var tekið fram, var þetta í raun- inni á misskilningi byggt og ótti manna út af þessu ástæðulaus. Það er tilætlunin hér að skýra nánar frá nokkr- um þeirra mála, sem menn voru einna helzt óánægð- ir með og sem ágreiningur var um. Skal þar fyrst vikið að stofnun sendiherraembættisnis í Dan- mörku. Strax árið 1919 ákváðu Danir að nota heimild 15. gr. sambandslaganna til þess að skipa hér á landi opinberan fulltrúa og fékk hann í raun og veru öll diplómatísk réttindi. íslenzka stjórnin ákvað þá líka að stofna íslenzkt sendiherraem- bætti í Danmörku, til þess að hagsmuna íslands yrði þar gætt á viðhlítandi hátt svo og til þess að sýna út á við, að ísland væri fullvalda ríki, en send- ing og viðtaka diplómatískra fulltrúa er meðal þeirra réttinda, sem einkenna fullvalda ríki að þjóðarétti. Stjórnin bar því fram á Alþingi 1919 tillögu um íjárveitingu til sendiherra í Kaup- mannahöfn, og var í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1920 og 1921 tekin upp fjárveiting í þessu skyni, kr. 12000 í árslaun handa sendiherranum, hvort árið um sig, og þar að auki kr. 2000 fyrir húsaleigu og kr. 2000 í risnu. Annars mátti sjá það af athugasemdum við sam- bandslagauppkastið, að dönsku fulltrúarnir höfðu ekki gert ráð fyrir því, að skipzt yrði á diplómat- ískum fulltrúum milli ríkjanna, heldur höfðu þeir hugsað sér, að Islendingar mundu halda áfram að reka stjórnarskrifstofuna svonefndu í Kaupmanna- höfn, og að danska stjórnin mundi setja á stofn hliðstæða embættisskrifstofu í Reykjavík, en þar reyndist danska stjórnin ekki vera á sama máli og dönsku nefndarmennirnir. Þessi íslenzka stjórnar- skrifstofa í Kaupmannahöfn hafði frá 1904 haft því hlutverki að gegna að afgreiða mál fyrir iiönd Stjórnarráðs Islands, sem snertu Danmörku og dönsk stjórnarvöld. Um þetta efni voru íslenzku samninganefndarmennirnir heldur ekki sammála hinum dönsku, því þeir álitu einmitt, að Islaiid ætti að nota rétt sinn, sem fullvalda ríki, til þess að senda fullgildan sendiherra til Danmerkur, og þannig leit íslenzka stjórnin og Alþingi líka á mál- ið, er það samþykkti áðurnefnda fjárveilingu til handa sendiherra í Kaupmannahöfn. Urn stofnun þessa fyrsta sendiherraembættis urðu fjörugar umræður á Alþingi. Stjórnin hélt því mjög ákveðið fram, að rétt væri að stofna þetta embætti, fyrst og fremst af þeim ástæðum, sem þegar er get- ið, en lika af því, að slíkur embætt.ismaður mundi geta gert landi sínu og þjóð margfalt meira gagn en laununum næmi mcð því að hafa gætur á öllu, sem snerti verzlun og viðskipti við útlönd og láta vita um það á réttum tíma. Bjarni Jónsson frá Vogi hafði á þessum fyrstu árum sambandslag- anna meiri áhuga á utanríkismálum íslands en flestir aðrir þingmenn, eins og síðar mun nánar vik- ið að, og hann studdi stjórnina mjög í sambandi við stofnun sendiherraembættisins. Hann áleit meðal annars, að sendiherrann gæti gert ómetanlegt gagn á ýmsum sviðum; hann gæti haft eftirlit með því hversu Danir rækju erindi okkar gagnvart öðrum ríkjum betur en stjórnin sjálf gæti gert, og hann gæti, ef á lægi, afstýrt íslandi í hag, því, sem ella gæti orðið skaði að, og stuðlað að hagsmunum J^ess, er hann yrði þess var, sem koma mætti landinu í hag. Þá benti hann á, að Danir hefðu með því að - SÍÐARI GREIN - senda liingað sehdiherra, sýnt hinu unga fullvalda ríki fulla kurteisi, og væri það því sjálfsögð kurteisi af Islendingum að senda þeim mann, er eigi bæri óæðra nafn. Loks tók hann fram, að honum væri það ekkert leyndarmál, að bæði forsætisráðherra, Jón Magnússon, og nefndarmennirnir í sámbands- laganefndinni hefðu gefið Dönum það fvllilega i skyn, að sendiherra mundi verða sendur héðan, og staðfesti forsætisráðherra þetta í umræðunum. Af hálfu andstæðinganna töluðu aðallega Sigurður Sigurðsson ráðunautur, Pétur Ottesen og Magnús FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.