Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 7
(( Athafnamenn og frjálst framtak Guómundur Jörundsson útgerðarmaður Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður er fæddur 3. nóvember 1912 í Þorgeirsfirði, fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum til Hríseyjar og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jörundur útgerð- armaður Jörundsson og kona lians María Sigurðar- dóttir. Guðmundur naut barna- og unglingafræðslu heima í Hrísey. Þrettán ára gamall byrjaði hann sjósókn á vélbátum föður síns, og átján ára gam- all varð hann fyrst formaður á vélbátnum íslandi, og eftir það fór hann með flciri báta föður síns, unz hann réðst á togara til að ná tilskyldum siglinga- tíma vegna stýrimannanáms. Hann settist í Stýri- mannaskólann 1935 og brautskráðist þaðan 23 ára vorið 1936. Að loknu námi eignaðist hann, í íélagi við föður sinn, línuveiðarann Sæborgu, sem var gerður út frá Hrísey, bæði á síld og aðrar veiðar, og var Guð- mundur sjálfur skipstjóri unz hann umbyggði skipið og setti í það dieselvél árið 1940 ,en það fórst í stríðinu með allri áhöfn sama ár. Þá varð Guð- mundur skipstjóri á ms. Kristjáni frá Akureyri á síldveiðum og sigldi mikið til Englands utan síld- veiðanna þetta ár. En 1941 lét hann umsmíða gömlu seglskonnortuna Ida, setti í hana diesel- vél og gaf nafnið Narfi, en hann varð gott og far- sælt fiskiskip, sem Guðmundur var lengst af skip- stjóri á til 1949. Árið 1948 réðst hann í að láta smíða togarann Jörund í Englandi og fór sjálfur fyrst með hann á síld fyrir norðan sumarið 1951. Það skip rak hann til 1957. En árin 1958—9 á hann í smíðum í Þýzkalandi mesta skip sitt til þessa, en það er togarinn Narfi, er hann lét svo umbyggja sem heilfrystiskip á árinu sem leið. Tvö skip sín hefur Guðmundur skírt Narfa-nafninu og er það cftir Narfa Þrándarsyni, sem og var kallaður Ilrís- eyjar-Narfi.) Guðmundur er einn aðalcigandi í út- gerðarfélaginu Jörundi hf., sem hefur látið smiða tvö síldveiðiskip í Englandi, Jörund II. og Jörund III., sem eru systurskip, 267 tonn að stærð. Eru Jörundarnir báðir nýkomnir til landsins og í gagnið. Meðan Guðmundur var enn búsettur í Hrísey, rak hann þar söltunarstöð mcð föður sínum. Þar sat hann og í hreppsnefnd síðustu fjögur árin, en eftir að hann fluttist til Akureyrar 1943, átti hann sæti í bæjarstjórn þar í átta ár. Hann var og í stjórn Krossanesverksmiðjunnar í mörg ár, í Síld- arútvegsnefnd og samtökum útvegsmanna. Hann var brezkur vararæðismaður á Akureyri siðustu fjögur ár sín þar. Fyrir störf sín að sjávarútvegs- málum var Guðmundur sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1959. Hann fluttist það ár búferl- Framhald á bls. 9 Guðmundur Jörundsson ílytur ávarp og veitir viðtöku mesta skipi sínu, togar- anum Narfa sem smíðaður var í Þýzka- landi, um leið og íslenzki iáninn er undinn að hún. FRJÁLS VEKZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.