Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 6
AUÐUGASTA ÆTT EVRÓPU Fyrir um það bil tvö hundruð árum bjó í Frank- furt í Þýzkalandi Gyðingur að nafni Meyer Am- schel Rothschild. Hann var kaupmaður og átti fimm sonu og fimm dætur. í dag er Rothschild-ættin ríkasta ætt Evrópu. Fjárhagur hennar stendur traustum fótum á meg- inlandi Evrópu og Bretlandi og áhrifa hennar gætir í viðskipta- og fjármálalífi um allan heim. (Hér má til gamans skjóta því inn, að frú Piatigorsky, sem stóð fyrir skákmóti því í Los Angelcs, sem Friðrik Ólafsson stórmeistari tók þátt í með miklum sóma, er af Rothschild-ættinni og er hið upphaflega nafn hennar, Jacqueline Rothschild, systir hins franska Guy Edouard Alphonse Paul de Rothschild.) Synimir fimm Meyer Rothschild efnaðist fljótt á ýmis konar verzlun og þegar synir hans fimm komust á legg sendi hann fjóra þeirra út af örkinni til þess að freista gæfunnar, en sá fimmti Amschel dvaldist um kyrrt í Frankfurt föður sínum til hjálpar. Nathan, sem var mikill fjármálasnillingur, settist að í Lundúnum, Jakob í París, Salómon í Vín og Kalmann í Neapel. Auðæfi Rothschildanna margfölduðust fljótlega og þeir unnu sér mikið álit í æðstu röðum fjármála- og stjórnmálamanna. Það var Rothschildfé, sem gerði Frökkum kleift að lcggja undir sig Alsír, Bretum að kaupa upp hlutabréf í Súez-skurðinum, hinum fræga Cecil Rhodes að leita landa og auðs í Afríku og svo mætti lengi telja. Meðan veldi Rothschild-ættarinnar var sem mest gat hún fellt ríkisstjórnir um alla Evrópu að vild. Þeir lögðu fram fé til styrjaldarreksturs, lögðu járnbrautir um alla Evrópu og leituðu demanta í Afríku. ErfiS ór En heimsstyrjöldin fyrri breytti mörgu og árin eftir hana urðu Rothschild-ættinni erfið. Ættlið- irnir í Þýzkalandi og Ítalíu dóu út en ný skatta- lög sendu stórar fúlgur af Rothschild-auðæfunum í ríkiskassana. Fyrirtæki þeirra voru þjóðnýtt og Rothschildarnir sjálfir fylgdust ekki með tímanum. I styrjöldinni síðari voru öll auðæfi ættarinnar í Austurríki notuð til þess að kaupa einn fjölskyldu- meðliminn úr fangelsi hjá nazistum. En í stríðslok- in tekur einn af yngri kynslóðinni, Guy de Roth- schild, við sem höfuð ættarinnar og gæfan brosir á ný við Rothschildunum. Tveir aimar í dag skiptist Rothschild-æt.tin í tvennt, hinn Framhald á bls. 16 Leiðandi menn æltarinnar á iundi 6 FRJÁLS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.