Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 18
Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri er elzti starfsmaður í utan- ríkisþjónustu Islands Vararæðismaður íslands í New York 1941, deildarstjóri ( utanríkisráðuneytinu 1942 og skrifstoíustjóri þar 1944. Sama ár skipaður sendiherra Islands í Bretlandi og jafnframt Hollndi, ambassador í Frakklndi 1956 og jafnframt sendiherra á Spáni, í Portúgal, Italíu og Belgíu og ambssador í Grikklandi 1958 með aðsetri í París. Þessi mynd var tekin á skrifstofu hans þar. Hann var skipaður ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu 1. janúar 1961. Var ritari utanríkismálanefnd- ar 1943—51 og aftur 1961. Torfason. Sumir andstæðinga sendiherraembættis- ins voru ekki beinlínis á móti því að fulltrúi yrði sendur til Danmerkur, en þeir vildu að hann ann- aðist fyrst og fremst viðskiptamál, þar á meðal útbreiðslu á framleiðsluvörum Islands. Annars voru aðalröksemdirnar sparnaðarsjónarmið, og svo það, að menn töldu sendiherrastarfið óþarft. Allt staf- aði þetta af ókunnugleika alþingismanna á raun- verulegum verkefnum sendiherra, sem þeir eðlilega þekktu ekkert til. Þeir álitu, að íslenzka stjórnar- skrifstofan ætti áfram sem hingað til að geta ann- azt þau störf, sem nauðsynleg voru. Þessir and- mælendur báru mjög fyrir sig greinar, sem Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur hafði þá nýlega skrifað á móti stofnun sendiherraembættisins. Töldu þeir embættið þýðingarlítið, ef ekki alveg ónauðsynlegt. Einn þingmaður hélt því frarn, að sendiherrann mundi verða auglýsing urn tildur og hégómaskap íslenzku þjóðarinnar. Annar þingmaður bar fram breytingartillögu um að felld yrði niður 2000 króna fjárveitingin til húsaleigu sendiherrans. Urn þessa tillögu sagði for- maður fjárveitinganefndar, Magnús Pétursson, að hann vissi ekki hvort flutningsmaður ætlaðist til, að sendiherrann svæfi hjá kunningjum sínum til skiptis og væri þess á milli á götunni, en helzt virtist eiga að skilja tillöguna á þá Jeið. Það er ekki ástæða til þess að rekja þessar urn- ræður nánar, en fjárveiting stjórnarinnar komst óbreytt í gegnum þingið, því allar breytingartUlög- ur þingmanna voru felldar. Á næsta þingi, vorið 1920, bar stjórnin svo fram tUlögu til hækkunar á launum sendiherra, og var þar um að ræða kr. 5400 til viðbótar þeim kr. 12000, sem búið var að samþykkja árið áður, því sýnt þótti, að launin væru of Iág, en þessi hækkun náði ekki samþykki. Hinsvegar var þá samþykkt án ágreinings 20000 króna fjárveiting til ræðismanns á Ítalíu og Spáni. Þarna kom greinilega fram, að sumir alþingismenn voru alveg fastir á þeirri skoðun, að sendiherra- embættið væri ónauðsynlegt. Það væri tUdur, enda var sendiherrann í sunnim blöðunum kallaður tild- urherra og fleiri ámóta nöfnum eins og Iegáti og því um líkt, en ræðismaðurinn var ólíkt þarfari, því hann átti að sinna viðskipta- og markaðsmál- um og bar ekki neinn hégómlegan fínheitatitil, eins og sagt var í umræðunum. Það er rétt að taka það fram, að þessar deilur um stofnun hins fyrsta íslenzka sendiherraembætt- is voru eingöngu um embættið sjálft, og það var ekki fyrr en síðar um sumarið, að þinginu loknu, sem stjórnin fór að liugsa til þess að finna heppi- legan mann í þetta vandasama starf. Til þess valdist, eins og kunnugt er, Sveinn Björnsson, þá- verandi hæstaréttarmálaflutningsmaður, og tók hann við embættinu í októbermánuði þá um haust- ið 1920. Um þetta val var enginn ágreiningur og hafði Sveinn Björnsson þó staðið framarlega í stjórnmálabaráttunni. Það má með sanni segja, að vel hafi verið af stað farið, og það kom undir eins í ljós, að Sveinn Björnsson fékk nóg að starfa, og það voru hreint ekki svo fá mál þar á meðal, sem jjýðingu höfðu fyrir land og }>jóð, en hann leysti öll 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.