Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 24
og því miður verð ég að segja yður að ég hef komizt að raun um þcð, að framleiðsla yður hafði ekki inni að halda 500 blöð, heldur aðeins 498!" * Kaupsýslumaður nokkur hafði í liyggju að fara til New York, og þá kcmur konan hans skyndilega með þá upjjástungu, að hún sláist í förina með lion- um. „En ég verð svo óskaplega önnum kafinn, elskan mín, og hvað ætlar þú þá að hafa fyrir stafni í stórborginni á meðan?“ „Eg ætla nú ekki að fara til að skemmta mér, heldur að kaupa kjóla,“ sagði frúin. „En það er nú ekki nauðsynlegt að fara svo langt til að kaupa kjóla, þú getur keypt alla þá kjóla, sem þú vilt, hér í Reykjavík,“ andmælti mað- urinn. „Þakka þér fyrir, elsku ljúflingurinn minn. Það var einmitt það, sem ég vildi ganga úr skugga um. Þá þarf ég, sem sagt, ekki að fara til New York.“ * Þegar Englendingur heyrir brandara, hlær hann þrisvar. í fyrsta sinn einungis fyrir kurteisissakir, í annað sinn þegar hann fær útskýringu á brandar- anum og í þriðja sinn þegar hann skilur fyndnina. Þegar Þjóðverji heyrir brandara, hlær hann tvisv- ar. I fyrra sinn þegar hann heyrir brandarann og öðru sinni þegar brandarinn er útskýrður fyrir hon- um. En hann botnar aldrei í honum. Þegar Fransmanni er sagður brandari, lilær hann bara einu sinni, því að hann skilur hann í hvelli. Þegar Ameríkumaður heyrir brandara, fer hann bara alls ekki að hlæja að brandaranum. Hann hefur heyrt hann áður. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.