Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 9
Súkarnó — óábyrgasti þjóðarleiStogi heims tekur nú spor aftur á bak í málefnum þessara landa. Castró-íta er alls staðar að finna og þeir kunna að notfæra sér þau tækifæri senr bjóðast. Annars er erfitt að sjá hvernig Bandaríkjamenn ætla að komast hjá því að koma að einhverju leyti til móts við Panamastjórn í deilumálum þeirra, eftir þá afstöðu sem hún tók í Súez-deilunni 1956. Stefnan gagnvart þessum löndum hlýtur að vera sú að efla menntun og hagsæld fjöldans þótt það kunni að verða á kostnað hinna fámennu auðstétta þessara landa. Jafnframt verða Bandaríkjamenn að sjálfsögðu að virða fullkomlega sjálfstæði þessara landa eins og þeir raunar hafa gert og koma til móts við réttmætar kröfur þeirra, t. d. í Panama- málinu, sem þeir hafa ekki gert. í Suðaustur-Asíu virðast púðurtunnur á hverju leiti. Nú er það komið í Ijós, sem raunar hver heil- vita maður átti að geta skilið, að stríðið í Suður- Vietnam yrði ekki unnið með því að drepa Diem og hrekja Madame Nhu frá völdum. Að því er fregnir herma gengur baráttan gegn Vietkong enn verr en áður. Það er aldeilis ótrúlegt hvað Banda- ríkjamenn geta verið skammsýnir og auðtrúa oft og tíðum og ekki annað að sjá en andúð banda- rískra blaðamanna í Saigon á Madame Nhu og það almenningsálit sem skapaðist í Bandaríkj- unum af þeim sökum, hafi orðið stjórn Diem að falli. Þeir virðast nú fá ávöxt. erfiðis síns, sem að því unnu. t Tndónesíu ríkir nú ábyrgðarlausasti þjóðarleið- togi, sem uppi er í heiminum í dag. Hann notar hina 100 milljóna þjóð sína eins og leikfang og girnist ný lönd. Með hótunum og gífuryrðum hefur hann þegar haft hollenzku Nýju Gíneu af Hollcnd- ingum (með hjálp Bandaríkjamanna). Nú virðist hann ætla að leika sama leikinn gagnvart hinu nýja ríki Malaysiu. í þessum heimshluta gæti auðveldlega brotist út styrjöld á þessu ári, því fremur sem Bandaríkja- stjórn virðist að einhverju leyti taka málstað Súkarnó. í heild sinni má búast við sæmilegum friði milli stórveldanna á þessu ári og ef til vill auknu sam- komulagi þeirra á milli í kjölfar tilraunabannsins, en óróa, stjórnarbyltingum og öðrum slíkum óþæg- indum meðal þróunarlandanna. SG GuSmundur Jörundsson Framhald af bls. 7 um til Reykjavíkur og stjórnar þar nú bækistöðv- um fvrirtækja sinna, og hefur ennfremur rckið lirað- frystihús á Kirkjusandi sl. fjögur ár. Kona Guðmundar er Marta Sveinsdóttir (bónda á Látraströnd Jóakimssonar og Þórunnar Krist- jánsdóttur). Eiga þau fimrn börn, sem öll eru í skóla, elzt sonur þeirra, Sigurður, er í Stýrimanna- skólanum. ILelzta áhugamál Guðmundar í tómstundum er spíritismi. ITefur hann tekið virkan þátt í sálar- rannsóknafélögum í mörg ár, var stofnandi Sálar- rannsóknafélags Akureyrar og formaður þess á með- an hann var þar búsettur, en síðan verið í Sálar- rannsóknafélagi ísland^ i Reykjavík, 0 KRJÁL9 VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.