Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 14
— Það er væntanlega bnizt við mikilli aðsókn að sýningunni? — Já, Bandaríkjamenn reikna alla hluti út, og þeir hafa sett fram þá spá, sem þcir byggja á blá- köldum tölum, að sýninguna muni sækja ekki færri en 70 milljónir manna. — Er ísland ekki með á þessari miklu sýningu? — Island er ekki þátttakandi, og það kemur mörgum kynlcga fyrir sjónir, að við skulum ekki taka þátt í þessari sýningu, úr því að við vorum meðal þátttakenda 1939, þrátt fyrir að þá værum við svo að segja sárfátækir eftir kreppuárin. Því hljóta einhverjar ástæður að liggja fyrir því, að ís- lenzkir framleiðendur, kaupsýslumenn og stjórn- völd hafa ekki talið henta að eiga aðild að þessari sýningu, sem er svo miklu glæsilegri og girnilegri til fróðleiks en sú, sem þarna var haldin 1939. Danir koma fram á þessari sýningu, þó ekki danska ríkið, heldur nokkur dönsk stórfyrirtæki, sem hafa sýn- ingarskála, og er því aðallega sölusýning, sama gegnir um Svía, að því ég bezt veit. Satt að segja bendir ýmislegt til þess. að áhugi sumra landa hafi dvínað að taka þátt í svona stórum sýningum. Og annað er það, að margir eru þeirrar skoðunar, að dagar hinna stóru heimssýninga muni senn taldir. Heimssýningin í Seattle í hitteðfvrra þótti svo sem ekkert smáfyrirtæki, en New York-sýningin nú er sögð vera níu sinnum stærri en Seattle-sýningin, og borgarbúar í New York segja manni frá því í tíma og ótíma og eru ekki lítið upp með sér. En svo voru aftur sumir aðstandenda sýningarinnar, sem fullyrtu, að þetta yrði máske síðasta sýning af þessu tagi, sem haldin yrði. Og þegar ég fór að hnýsast í hvað þeir hefðu fyrir sér í því, þá kom á daginn, að kostnaðurinn, sem samfara væri því að koma upp þessari sýningu, væri svo gífurlegur, að t. d. New York-borg mvndi fyrir sitt leyti ekki ráðast í það framar að halda svo stóra og marg- brotna sýningu. Það er því dregið í efa, að Toronto, sem áformað hafði heimssýningu 1968, geti risið undir því fjárhagslega að hafa hana í svipuðum mæli og heimssýningar hafa verið upp á síðkastið. Þess vegna er því spáð, að heimssýningar í fram- tíðinni verði í smærri mynd og innan þrengri ramma Ford-verksmiðjurnar íengu Walt Disney til að stjórna innréttingu og uppstillingu í sýningarhöll þsirra. Þessi heimsfrægi snillingur teikni- og nóttúrukvikmynda beitti auðvitað hugmyndafluginu enis og í kvikmynd sinni Fantasíu. Hér sést hann í þeirri deild svningarhallarinnar, sem hann h'fur komið fyrir frummönnum og löngu útdcuðum risaeðlum, sem hafa fengið transistora, mótora og glymskratta í innýfla stað og þeyscst fram og aftur rétt eing pg í árdaga. 14 FRJÍbS VERZLUW

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.