Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.01.1964, Blaðsíða 21
Tryggvi Þórhallsson — „sjálfsagt að segja upp samningum eins fljótt og lög stæðu til". bæri utanríkis ráðherraheiti og var ekki ánægður með að forsætisráðherrann færi með málin eins og aukastörf samkvæmt áðurnefndum konungsúr- skurði. Helzt vildi hann fá sérstakt utanríkisráðu- neyti eða skrifstofu, og láta það sjást að svo væri, með bréfhaus eða undirskrift eða hvorttveggja. For- sætisráðherra svaraði þessu þannig, að utanríkis- málin hefðu verið falin forsætisráðherra einmitt að hvötum Bjarna Jónssonar frá Vogi, en að það skipti ekki máli í sínum augum, hvort hann væri nefndur utanríkisráðherra. Málin væru afgreidd í forsætisráðuneytinu og á þess bréfsefni. Þá voru nokkrir liðir fyrirspurnarinnar um fram- kvæmd Dana á utanríkismálum íslands, eins og hvort danskir umboðsmenn íslands í utanríkismál- um væru handfaldir, þ. e. skipaðir hjá þjóðhöfð- ingjum, hvort þeir hefðu fengið fyrirsögn um verk sín frá utanríkisráðherra Islands, er hann nefndi svo, t. d. um fánadaga, undirskrift og þessháttar, og hvort þeir hefðu fengið skjaldarmerki, fána, stimpilmerki og annað, sem sýndi, að gerðir þeirra færu fram í nafni íslands. Öllum þessum atriðum gat forsætisráðherra að mestu leyti svarað játandi. Ennfremur vildi fyrirspyrjandi láta endurreisa sendiherraembættið í Danmörku, og yfirleitt vinna að því, að ísland kæmi upp sínum eigin sendi- herrastöðum í stað þess að fela slíkt þegnum ann- arra ríkja. Bar ekki á öðru en að stjórnin hefði á þessu svipaðar skoðanir, en fjárliagur ríkisins var þá bágborinn, og þessvegna erfitt um allar fram- kvæmdir. Sendiherraembættið í Kaupmannahöfn var þó endurreist árið eftir, eins og áður er sagt. Eftir að Bjarni Jónsson frá Vogi andaðist árið 1926 varð þess lítt vart, að aðrir þingmenn sýndu utanríkismálunum nokkuxm sérstakan áhuga, nema þegar frá er talin uppsögn sambandslaganna, sem ég mun nánar víkja að hér á eftir, en áður er rétt að minnast rétt aðeins á eitt mál sérstaklega, scm Bjarni Jónsson líka hreyfði á Alþingi. Skömmu eftir að Þjóðabandalagið hafði verið stofnað, eða snemma á árinu 1920, viidi hann að athugað yrði um inngöngu Islands í bandalagið, þó þannig, að hlutleysi þcss héldist óskert. Þetta hafði verið at- hugað lítilsháttar árið áður at' dönsku utanríkis- stjórninni og Birni Sigurðssyni, sem þá var við- skiptaráðunautur í London, en ekkert frekara var gert í máli þessu og Bjarni fékk engin svör við fyrirspurn sinni. Árið 1929 eða þar um bil kynntist dr. Björn Þórðarson sér möguleikana á inngöngu íslands i Þjóðabandalagið og skrifaði m. a. grein um það í Andvara, þar sem hann taldi, að ísland mundi geta fengið upptöku og væri bæði hagur og öryggi að því. Á Aljiingi 1931 bar svo þáverandi forsætis- ráðherra, Tryggvi Þórhallsson, fram tillögu um, að ríkisstjórninni yrði falið að leita upptöku fyrir ís- land í bandalagið, en málið fór svo að tillöguna dagaði uppi á Alþingi. Loks bar Einar Olgeirsson fram tillögu á þinginu 1937 um athugun á upptöku með tilliti til öryggis íslands, en þá voru margir farnir að missa trúna á bandalagið, ekki sízt vegna vanmáttar þess gagnvart Italíu í Abyssiníustríðinu. Tillögu Einars var vísað til ríkisstjórnarinnar, en ekkert frekar varð úr framkvæmdum. Ég vík nú að uppsögn sambandslaganna. Á Alþingi því, sem kom saman eftir áramótin 1928, bar Sigurður Eggcrz, sem nú sat einn á þingi þeirra, sem töldust til Sjálfstæðisflokksins gamla, fram svohljóðandi fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar: „Vill ríkisstjórnín vinna að því, að sambandslaga- Benedikt Sveinsson — ..fyllsta óstæða til að vænta, að Islendingar bæru giftu til þess að standa fast saman um réttindi sfn og sjólf- stæði. er ó reyndi". FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.