Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 5
skipafélaganna, á farþegum hefur verið óbreytt í formi tveggja skipa, m/s Gullfoss og m/s Dronning Alexandrine. Á þessu ári hefur þessi flutningsgeta aukizt með nýju skipi, sem tekið hefur við af hinu síðarnefnda. Aukningin kemur fram í auknu far- þegarými og auknum ferðafjölda. Skiptingin á samgöngutæki eftir þjóðerni er mjög mismunandi. Þrjár þjóðir eru fjölmennastar í hópi skipafarþega undanfarin ár, Danir, Bretar og Þjóð- verjar. Voru þeir 80% af skipafarþegum 1964. 1 mörgum löndum er sá hluti ferðamanna, sem kemur akandi á eigin bifreið mjög stór, og hefur farið vaxandi á meginlandi Evrópu. Má til dæmis nefna að árið 1959 komu 700.000 slík ökutæki til Noregs og dvöldu dag eða lengur. Veldur þetta víða sérstökum vandamálum við framkvæmdir og fjárfestingu í vegakerfi og mjög árstíðabundinni notkun á því. Þessa hefur eðlilega ekki gætt hér, þótt nokkur fjöldi ferðamanna komi hér á hverju sumri með eigin bifreið. Samt má þó hugsa sér, að það yrði algengara en er í dag. Með stórri bílferju t. d. frá vesturströnd Noregs tekur ferð til Aust- fjarða, t. d., ekki nema 2—3 sólarhringa. Má vel vera að unnt yrði að skapa áhuga á slíkum ferðum til íslands yfir sumarmánuðina, sem síðan byggðist á hringakstri umhverfis landið. Fyrst þá myndi gæta áhrifa ferðamannastraums á vegakerfið. Erfið- leikar yrðu samt á slíkum ferðum, nema fjöbreytt- ari starfsgrundvöllur fengist fyrir slíkt ferjuskip. Því ástandi, sem við búum við í dag í samgöngu- málum fylgja hins vegar tveir afar þýðingarmiklir kostir. Sá fyrri er, að samöngurnar til og frá land- inu eru nær eingöngu í höndum íslendinga sjálfra og hið sama er að segja um innanlandssamgöng- urnar. Orsakar það, að mun meiri tekjur fást af straumi ferðamanna, en almennt tíðkast þar, sem samgöngur eru reknar bæði af innlendum og erlend- um aðilum. Hinn síðari er, að þessi ferðamanna- straumur auðveldar okkur að vera í stöðugum og nánum tengslum við umheiminn, sem svo lítil þjóð sem íslendingar ættu annars varla kost á. Hins ber svo að gæta, að með vaxandi ferðamannastraumi má búast við, að erlendir aðilar renni hýrum aug- um til að taka þátt í þessum samgöngum. Mun vera erfitt að koma í veg fyrir slíkt, en á þeim mál- um þarf að hafa nánar gætur. Hvaðcm koma ferðamennimir ? Á síðastliðnu ári voru skráðir hér ferðamenn frá eigi færri en 62 löndum. Sem vænta má, var þó meginþorri þeirra frá mjög fáum löndum, og má auðveldlega átta sig á þeirri höfuðskiptingu af yfir- liti yfir skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni (Tafla II.) árin 1960—1964. Er það girnilegt til fróðleiks að kanna hvar markaður okkar á ferðamönnum er, og eins gefur það nokkurt fyrirheit um, hvar þeirra er að leita í framtíðinni. Tölurnar um skipt- ingu eftir þjóðerni verður að taka með nokkurri varúð eins og áður greinir, en ekki er vafi á að þær sýna höfuðstefnuna. TAFLA II. Slcipting ferðamanna eftir þjóðemi. 1960 1961 1962 1963 196i 1. Danir 3996 3742 4179 4173 4872 2. Norðmenn 791 646 1071 761 1356 3. Svíar 930 716 1169 1071 1422 4. Finnar 375 186 429 401 398 5. Norðurl. samt 6092 5290 6848 6406 8048 6. Bandaríkjam. 3123 3681 4561 4376 6180 7. Kanadamenn 130 179 237 357 334 8. Bretar 1162 1676 2155 2520 2980 9. Þjóðverjar 1257 1468 1725 1974 2603 10. Hollendingar 113 163 179 196 383 11. Belgímenn 50 49 93 69 136 12. Lúxemborgarm. 26 10 12 16 32 13. Frakkar 131 170 350 380 537 14. ítalir 77 103 121 362 230 15. Svisslendingar 93 122 194 190 342 16. Austurríkism. 104 94 150 158 158 17. Aðrir 448 511 624 571 1006 12806 13516 17249 17575 22969 Það er athyglisvert, að átta fjölmennustu þjóð- irnar eru þær sömu þetta tímabil. í þeim hópi eru Norðurlöndin öll, en hlutur þeirra hefur farið minnk- andi undanfarin ár. Hann var 48% árið 1960, verð- ur lægstur, 34%, árið 1962, og er 35% árið 1964. Hinar þýðingarmestu þjóðirnar eru Bandaríkin, Bretland, Þýzkaland og Frakkland. Röðin á þjóðunum cftir fjölmenni hefur einnig verið nær óbreytt þessi fimm ár. Bandaríkjamenn taka forystuna af Dönum 1962, Þjóðverjar víkja úr þriðja sæti fyrir Bretum 1961, og Frakkland og Finnland hafa sætaskipti um 7. og 8. sætin 1964. Undantekningin í þessum átta þjóða hópi er sú, FRJÁLS VERZLUN 6

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.