Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 6
að Frakkland verður að víkja fyrir Kanada 1961.
Árið 1964 var röðin og ferðamannafjöldi frá ein-
stökum þjóðum þessi. Af 22.969 ferðamönnum voru
Bandarikjamenn fjölmennastir, 6180, en Danir
4872; Bretar 2980; Þjóðverjar 2603; og síðan Svíar,
1422; Norðmenn 1356; Frakkar 537 og Finnar 398.
Samtals er þessi hópur 89% af heildartölu ferða-
manna 1964. Rétt er að benda á það hér, að með
Dönum eru Færeyingar taldir, einnig þeir, sem
koma í atvinnuleit. Einnig er víst. að flutningar á
Dönum og Grænlendingum til og frá Grænlandi
hafa einhver áhrif. Verulegur hluti Bandaríkja-
mannanna hefur án efa komið vegna dvalar varnar-
liðsins. Það á hins vegar við um þessa tvo síðast-
nefndu aðila, að þeir þiggja einnig ýmsa þjónustu
sem ferðamenn.
Á eftir þeim þjóðum, sem voru taldar að framan
koma Hollendingar, 383 að tölu; Svisslendingar 342;
Kanadamenn 334; ítalir 230; og frá Belgíu og Lux-
emburg 168.
Hvaða þjóðir eyða mestu til ferðalaga?
1 framhaldi af þessari athugun er fróðlegt að bera
saman, hvaða þjóðir það eru af O.E.C.D. hópnum,
sem eyða mestu til ferðalaga. Sé þeim raðað upp
eftir þeirri upphæð, sem þau eyða erlendis til ferða-
laga verður röðin þessi miðað við 1962 og reiknað
í milljónum bandaríkjadala.i)
1. Bandaríkin 1.905
2. Vestur-Þýzkaland 1.121
3. Bretland 672
4. Frakkland 441
5. Sviss 192
6. Belgía og Luxemburg 180
7. Holland 173
8. Ítalía 124
9. Danmörk 109
Eðlilegt er, að hlutur Norðurlandaþjóðanna sé
stærri hér á landi en víðast annars staðar. En að
þeim fráskildum kemur einmitt í ljós, að þýðingar-
mestu ferðamannamarkaðir okkar í dag eru einmitt
í þeim O.E.C.D. löndum, sem eyða mestu fé til
ferðalaga. Er eina undantekningin Kanadamenn, en
ætla má að hlutur þeirra sé meiri hér vegna Vestur-
íslendinga, sem koma til að vitja uppruna síns.
Auk Norðurlandaþjóðanna má segja, að Bandarík-
1) The Economist, 11. janúar 1964.
in, Bretland og Þýzkaland séu okkar rótgrónu
ferðamannamarkaðir. Á allra síðustu árum hefur
hins vegar verið að því stefnt að breikka markað-
inn og ná til fleiri þjóða. Hefur einmitt verið lögð
áherzla á það í þeim herferðum að ná til annarra
þeirra landa í O.E.C.D. hópnum, sem verja miklu
fé til ferðalaga. Hefur það borið nokkurn árangur
eins og sjá má af því að tala ferðamanna frá Hol-
landi, og Luxemburg og Ítalíu hefur aukizt úr 661
1963 í 1235 árið 1964, eða tæplega tvöfaklazt.
Tala ferðamanna, sem hingað hafa komið með
skemmtiferðaskipum og dvalið einn til tvo daga
hefur farið hækkandi. Árið 1960 var hún 1900, en
var orðin 3200 1963. Tölurnar eru áætlaðar.
Gjoldeyristekjur ef erlendum ferðamönnum
Fjölgun ferðamanna í sjálfu sér getur ekki verið
markmið. Frá efnahagslegu sjónarmiði er það ein-
göngu sú efnahagslega starfsemi og áhrif, sem þeir
skapa, sem skiptir máli. Áður hefur verið vikið
að því, hve erfitt er að koma við mælikvarða á þessi
gildi, og ekki eru erfiðleikarnir fábrotnari hér á
landi, þegar að þessu víkur. Verulegt gagn má þó
hafa af yfirliti yfir gjaldeyristekjur og gjaldeyris-
útgjöld vegna ferðamanna, og þýðingu erlendra
ferðamanna í gjaldeyrissköpuninni má meta. sem
hlutfall af gjaldeyristekjunum af vörum og þjón-
ustu í heild. Á meðfylgjandi töflu hefur þessi mynd
verið dregin upp. Langt er þó í frá að allar gjald-
eyristekjur komi hér til skila. Við útreikning á
greiðslujöfnuði er aðeins lagt til grundvallar það,
sem skilað hefur verið af ferðamannagjaldeyri. Eru
því t. d. tekjur af flutningum til og frá landinu
ekki með í þessum töflum, og einnig má ætla að
greiðslur fyrir ýmis konar þjónustu innanlands séu
vantaldar. Þá er þess og að geta, að erlendur gjald-
eyrir var hér svartamarkaðsvara allt til 1960, er
gengi krónunnar var rétt skráð. Fyrir þann tíma
hafa því tekjurnar af erlendum ferðamönnum verið
mun meiri, en hér kemur fram. Gjaldahlið þessa
jafnaðar mun þó vera nær sanni, en þar er hins
vegar talinn með dvalar- og námskostnaður ísl.
námsmanna erlendis. Af 233 millj. 1963, nam sá
liður 50,5 millj. Óþarft er að dvelja við það atriði
að greiðslujöfnuður á liðnum ferðamál hefur allt
þetta tímabil verið óhagstæður, því heldur hefur
dregið saman á seinni árum.
6
FRJÁLS VERZLUN