Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 20
lin verzlunardeild má heldur ekki breyta veruiega
frá því, sem ákveðið cr í fyrrnefndri reglugerð, þar
eð lærdómsdeild skólans byggir á þeirri fræðslu í
ýmsum undirstöðugreinum, sem þar er veitt. Þess
ber að geta, að ýmsir merkir skólamenn, sem ég
hef sýnt námsskrá skólans, bæði austan hafs og
vestan, hafa farið um hana lofsamlegum orðum,
einkum fyrir það, hve gott jafnvægi sé þar milli al-
mennrar menntunar og sérgreina á verzlunarsvið-
inu. En allir töldu þeir mikilvægt að hafa ríflegan
skammt af hinni almennu menntun, því að hún yki
aðlögunarhæfni manna. Aðlögunarhæfni er einmitt
sá eiginleiki, sem flestum mun koma bezt að eiga
í ríkum mæli, ekki sízt ef það er rétt, að unga kyn-
slóðin megi eiga von á að þurfa að skipta um starf
og læra nýtt þrisvar til fjórum sinnum á ævinni,
svo ör mun þróunin verða.
Engin skilji orð mín samt svo, að ég telji engra
umbóta þörf í fræðslustarfi skólans. Þar þarf ein-
mitt að gera stórátak, einkum á sviði kennslutækni.
Skólinn þarf nauðsynlega vegna tungumálanámsins
að eignast language laboratory, máltæknistofu, eða
hvað nú á að kalla þetta nýja fyrirbæri á sviði
tungumálakennslunnar. Fleiri sérkennslustofur
þyrftu einnig að bætast við, þar sem góð aðstaða
væri til notkunar fræðslumynda, að ég ininnist ekki
á sérkennslustofur fyrir alla hina nýju og marg-
brotnu skrifstofutækni.
En allt þetta kostar mikið fé. Þó að ég geti ekki,
að svo komnu, bent á nýjar tekjuöflunarleiðir, þá
vil ég taka skýrt fram, að ég tel alveg fráleitt að
afla nauðsynlegs viðbótarfjár með mikilli hækkun
skólagjalda. Þau eru, að mínum dómi, þegar orðin
það há, að ekki er miklu á bætandi. Auk þess
gengi slík aðferð beinlínis í berhögg við þróunina
í nágrannalöndum vorum, þar sem svo margir
námsmenn fá svo háa námsstyrki, að næstum því
má kveða svo að orði, að þeir séu á námslaunum.
Það sjónarmið fær sívaxandi fylgi, að arðbærasta
fjárfesting ríkisins sé fræðslustarfið og skólarnir.
Hver unglingur eigi því að fá eins mikla menntun
og hæfileikar hans frekast leyfa. Undir því sé eigi
aðeins komin velferð einstaklinganna, heldur allrar
ríkisheildarinnar. Á meðan unglingar hér á landi
eiga jafnvirkan þátt í framleiðslustörfunum og nú,
er auðvitað ekkert á móti því, að þeir greiði nokkur
skólagjöld. En gæta verður hófs. Engan má fé skorta
til þess þjóðnytjastarfs að afla sér menntunar.
Nú, á þessum tímamótum í sögu Verzlunarskóla
íslands, vill undirritaður þakka öllum, sem hann
Í30
hefur átt við að skipta í málefnum skólanum, skóla-
nefndum, kennurum og nemendum fyrir ánægju-
legt samstarf. Þó að oft hafi verið við ramman
reip að draga, hefur allt farið vel með samstilltu
átaki að lokum. Verzlunarskóla Islands óska ég
allra heilla á komandi árum og vona, að hann megi
hér eftir, sem hingað til, koma mörgum góðum
mannsefnum, körlum og konum, til nokkurs þroska.
Hesturinn, asninn og kýrin deildu um hvert þeirra
hefði komið að mestu gagni í styrjöldinni.
— Ég dró skotfæri og vistir til víglínunnar, gort-
aði hesturinn.
— Án mjólkur og smjörs, sem ég lagði til, hefðu
hermennirnir dáið úr sulti, sagði kýrin.
— En mín kæru, sagði asninn. — Ef ég hefði
ekki setið í ríkisstjórn hefði ekkert stríð orðið.
★
Kaupsýslumaður frá New York kom til mor-
mónaborgarinnar Salt Lake City, og tók þar litla
telpu tali á götu.
— Ég er frá New York, sagði hann. — En þú
hefur sjálfsagt aldrei heyrt um þá borg.
— Jú. Sunnudagaskólinn okkar hefur trúboða
þar.
★
í stórum sirkus bar svo við, að einn fíllinn fékk
slæman hósta. Til að fyrirbyggja að hann fengi
lungnabólgu, hellti eftirlitsmaður fílanna einni
flösku af rommi í drykkjarvatn fílsins. — Næsta
morgun hóstuðu allir fílarnir
★
— Hvernig fór skilnaðarmál PétursP
— Eins og við var að búast. Pétur fékk bílinn,
konan fékk börnin og lögfræðingurinn peningana.
★
Frúin við nýju vinnukonuna: — Og með tilliti til
fríkvölda yðar, þá er ég reiðubúin að mæta yður
á miðri leið.
Vinnukonan: — Þakka yður kærlega fyrir frú,
það var dásamlegt. Ég þori heldur ekki að ganga
ein alla leið heim á kvöldin.
★
— Mamma, þetta er hræðilegt, snökti nýgifta
frúin í símann. Ég gaf Pétri óvart sápuspæni í
morgunverð í staðinn fyrir kornfleks.
— Varð hann reiður?
— Reiður? Það er ekki orðið yfir það. Hann
froðufellir ennþá.
FKJÁLSVERZLUN