Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 8
1. Eru möguleikar á því að auka enn ferðamanna-
strauminn til íslands?
2. Erum við reiðubúnir til að mæta slíkri aukn-
ingu?
3. Er æskilegt að stefna að henni?
Vart getur það leikið á tveim tungum, að ef hin
efnahagslega þróun í Evrópulöndum verður áfram
jafn hagstæð sem hingað til, eru miklir möguleikar
á því að auka ferðamannastrauminn hingað til
lands. Þá þróun styður einnig tilhneiging til lengri
sumarleyfa, aukning mannfjöldans og aukning á
tekjum einstaklinganna, sem gerir stærri hópum
fólks kleift að ferðast, ásamt nauðsyn á hvíld og
nýju umhverfi í umróti og hraða nútímans. Telja
sérfræðingar í ferðamálum að á þeim hafi orðið
veruleg breyting og aðlögun. Megineinkenni þró-
unarinnar í dag megi greina í þremur atriðum. í
fyrsta lagi tilhneigingin til ódýrari ferðalaga en
áður var. Kemur þetta m. a. fram í auknu leigu-
flugi. Árið 1959 var tala þeirra er flugu yfir Norður-
Atlantshafið í slíku flugi 73 þúsund, en árið 1962
var hún orðin rúmlega 315 þúsund. Var það rúm-
lega sjöundi hver farþegi, sem flaug yfir Atlants-
hafið það ár. Þessi tilhneiging hefur breytt sam-
setningu ferðamannahópsins verulega og fært
þungamiðju hans neðar í tekjustigann. í öðru lagi
er vaxandi áhugi á nýjum stöðum, og með því að
sneiða hjá hinum gömlu, mannmörgu og dýru ferða-
mannastöðum. Hefur þessi þróun beint ferðamönn-
um meir suður á bóginn en áður var og landnám
er nú hafið í Afríku. í þriðja lagi og í framhaldi af
hinu tvennu beinist áhuginn meir að því að kanna
það, sem býr undir yfirborði iðunnar; hið raunveru-
lega líf og starf íbúanna. Kemur þetta fram í því,
t. d., sem Danir nefna á ensku „Meet the Danes“ og
miðar að því að erlendir ferðamenn og íbúarnir
hittist og deili geði í hinu raunverulega umhverfi;
þ. e. á dönskum heimilum.
í öllu þessu geta íslendingar verið samkeppnis-
færir og hafa sitthvað að bjóða, sem getur laðað
að. Þó mannfjöldinn, sem hingað kæmi ykist veru-
lega væri það ekki nema sem dropi af hinu mikla
mannhafi nágrannaþjóðanna. Lega landsins hefur
vaxandi þýðingu með tilliti til Grænlands og hins
vaxandi ferðamannastraums yfir Atlantshafið. Fjar-
lægðirnar skipta æ minna máli með auknum hraða.
Mjög er þó mikilvægt fyrir allt framtíðarstarf á
þessum vettvangi, að viðunandi jafnvægi skapist
í efnahagsmálunum hér á landi, því hækkandi verð-
lag án breytts gengis, en verðhækkanir ekki að
sama skapi erlendis, geta á stuttum tíma eyðilagt
þennan markað. Lenging ferðamannatímabilsins
skiptir einnig hér sem annars staðar afar miklu
máli til að hagkvæm nýting fáist á þeim framleiðslu-
þáttum, sem við ferðamál eru bundnir.
Erum við reiðubúnir að mæta slíkri aukningu?
Spurningunni um livort við séum reiðubúnir að
mæta aukningu ber að svara neitandi, þó ekki af-
dráttarlaust. Þannig er enn ekki fullnýtt það af-
kastamagn, sem samgöngutækin búa yfir, jafnvel
ekki um háannatímann, hvorki innanlands eða milli
landa.
Ástand vegakerfisins skapar ákveðin vandamál,
en vart verður unnt að taka tillit til ferðamálanna
nema að litlu leyti við lausn þeirra, og framtíðar-
lausn á þeim virðist alllangt undan. Hins vegar
verður ekki komizt hjá verulegu átaki í byggingu
hótela og veitingahúsa, ef mæta á auknum ferða-
mannastraumi, einkum úti á landsbyggðinni. Sú
fjölgun, sem orðið liefur á undanförnum árum,
hefur ekki gert meir, en að taka við aukningunni,
auk þess, sem um verulega ónotað rými var að ræða
fyrir. Á þessu sviði ber að fara að með gát, því
gæta verður þess, að hið skamma ferðamannatíma-
bil þolir aðeins takmarkaða fjárfestingu. Þetta
mætti létta í framtíðinni með því að taka tillit til
væntanlegrar gistinotkunar við byggingu húsnæðis
fyrir hið opinbera, eins og t. d. skóla. Ýmiskonar
þjónustu og fyrirgreiðslu er enn ábótavant. Má þó
telja, að auðvelt eigi að vera að bæta úr því með
upplýsinga- og fræðslustarfsemi.
Ber að stefna að aukningu ferðamannastraumsins?
Síðustu spurningunni verður ekki svarað endan-
lega hér. Margt bendir til að svara megi henni ját-
andi, og framlag ferðamála til þjóðarbúskaparins
sé jákvætt, einnig borið saman við aðrar atvinnu-
greinar. Má þar t. d. drepa á að ferðamenn nota
ýmsa þá aðstöðu í landinu, sem þegar er fyrir
hendi, og þarf að vera fyrir hendi, hvort sem er.
Áður hefur verið minnzt á hvaða þýðingu þeir hafa
fyrir samgöngurnar milli landa. Þá er einnig það
atriðið, að vinnuframboð er hér mun meira einmitt
þann tíma, sem ferðamannatíminn stendur. Aðrar
þjóðir reka þessa atvinnugrein við svipuð skilyrði
að því er virðist og telja sér hag að því.
Til þess að svara spurningunni endanlega og af-
dráttarlaust er hins vegar þörf ýtarlegrar rannsókn-
ar, er gerir grein fyrir og metur áhrif ferðamanna-
8
FHJÁLS verzlun