Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 22
togi Frjálslynda flokksins, tók raunhœfa afstöðu til áætlunarinnar, ]>egar hann nefndi hana „njósna- skýrslu um þjóðina“. Staðreynd er að þessi Hvíta bók hcfur að geyma margar gagnlegar staðreyndir, og gagnsemi hennar er e. t. v. helzt fólgin í því, að hún bendir á þau svæði, þar sem erfiðlegast gengur í efnahagslífinu, og ennfremur á þau svæði, þar sem búast má við að framfarirnar verði hvað stórstígastar. En spá- dómar áætlunarinnar um vöxt innan tiltekinna iðn- greina, eru hinsvegar vafasamur mælikvarði á raun- verulega framleiðslugetu þeirra. Upplýsingarnar, sem þær tölur byggjast á, voru fengnar frá iðnrek- endum, er þeir voru að því spurðir hversu liratt fyrirtæki þeirra gætu vaxið, cf 25% aukning yrði á öllu efnahagslífinu. Með þessu gefnu í dæminu, er viðbúið að vaxtar- áætlanir þær, sem iðnrekendur gáfu upp, séu miklu hærri en nokkru sinni hefur gerzt, a. m. k. á síðari árum. Að auki bendir margt til þess, að þeir iðn- rekendur, sem svartsýnni revndust á málin en sjálft Efnahagsmálaráðuneytið, hafi verið beðnir að hugsa sig um tvisvar. Ýmsar tölur í þessum efnum hljóta því fremur að gcfa til kynna hvað embættismenn telja mögulegt, fremur en hvað iðnaðurinn treysti sér til að gera. Onnur alvarlcg gagnrýni, sem fram hcfur komið, er að áætlunin hafi verið samin áður cn nýjar höml- ur voru settar á efnahagslífið í Bretlandi í júlí sl. Iðnaðurinn hefur ekki verið eins bjartsýnn eftir þær ráðstafanir. T. d. má nefna að júlíráðstafanirnar koma scr- staklcga hart niður á byggingariðnaðinum, og gera það að verkum, að tóm vitleysa er að tala um 5% vöxt í þeim iðnaði á þessu ári. Þrátt fyrir þetta byggist áætlunin sjálf að miklu leyti á því að bygg- ingariðnaðurinn geti mætt þeirri 32% eftirspurn, sem gert er ráð fyrir að orðin verði 1970. Og í öllu falli átti byggingariðnaðurinn hvort sem var í erf- iðleikum með nægilegt vinnuafl til þess að mæta aukinni eftirspurn. Áætlunin sjálf gerir að sjálfsögðu ráð fyrir því, að sumir spádóma hennar kunni að reynast rangir. Ef efnahagslífið heldur áfram á sömu braut og það er nú, er fyrirsjáanlegt að eftir tvö ár muni ekki standa steinn yfir steini í áætluninni. Verst væri ef þetta j'rði til þess að vekja vantrú manna á áætl- anagerð fyrir þjóðarbúskapinn. Eru þeir því margir í Bretlandi, sem heitast óska þess að plaggi þessu hefði aldrei verið gefið nafnið „áætlun". Gamlcxr myxtdir óskasf Á þessum tímum stórbygginga og nýtízkulegra verzlana er oft gaman að skyggnast um farinn vcg. Vitað er, að margir munu eiga í fórum sínum gamlar ljósmyndir úr verzlunar- og viðskiptalífinu í Revkjavík, og hefði Frjáls verzlun mikinn áhuga á að fá slíkar myndir til birtingar. Margt kemur til greina, t. d. myndir utanhúss og innan af göml- um verzlunum, sem nú eru horfnar, eða fluttar í ný húsakynni, myndir af ýmsum mönnum, sem verzl- un stunduðu hér fyrr á árum (þ. e. tækifærismynd- ir) o. fl. Þeir, sem eiga slíkar myndir og vildu !ána þær um stundarsakir, eru vinsamlegast bcðnir að senda þær, ellegar upplýsingar um þær til Frjálsrar verzl- unar, pósthólf 1193, Reykjavík. Góðri meðferð og skjótum skilum er að sjálfsögðu heitið. Ég var búín a3 aegia honum að borða ekki svona mikið! 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.