Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 4
inu og skiptingu þeirra eftir þjóðerni ásamt skýrsl-
um um greiðslujöfnuðinn. Hins vegar skortir mjög
upplýsingar um notkun á afkastagetu þeirrar að-
stöðu, sem erlendum ferðamönnum er boðin, ásamt
kortlagningu um það, hvert þeir stefna för sinni
um landið, og hve lengi þeir dveljast á hverjum
stað, og hvaða samgöngutæki þeir noti. Ætti að
vera auðvelt að afla ýmissa þessara upplýsinga og
ber brýna nauðsyn til, að þeir aðilar, sem hlut
eiga að máli geti kannað markaðinn og gert fram-
tíðaráætlanir í samræmi við þær niðurstöður. Þýð-
ingarmiklar niðurstöður mætti t. d. fá með skoð-
anakönnun meðal ferðamannanna sjálfra við brott-
för af landinu, t. d. um Iengd dvalar, kostnað, ástæð-
ur fyrir komu, ásamt áliti um vandamál og óskum
um breytingar.
Straumur ferðamanna til íslands hefst seinna en
til nágrannalanda okkar. Þannig verður hér ekki
vart þeirrar bylgju, sem áður er getið og reis strax
að styrjöldinni lokinni. Vaxandi ferðamannastraums
hefur hins vegar gætt hér síðustu tíu árin, og má
þar merkja áhrif síðari bylgjunnar, enda einkenn-
ist hún af ferðamönnum frá Evrópu.
Fjöldi ferðamcmna á tímabilinu 1950—1964
Á yfirliti yfir tímabilið frá 1950—1964 (tafla I)
má rekja þessa þróun. Lagður er t.il grundvallar
flutningur útlendra farþega til íslands, bæði með
skipum og flugvélum. Við notkun þessara talna ber
að hafa í huga, að þær fylgja ekki nákvæmlega
þeirri skilgreiningu á hugtakinu erlendur ferðamað-
ur, sem áður er getið. Hér eru taldir saman allir þeir
útlendingar, sem koma til landsins, og hafa viðdvöl
eina nótt eða lengur, án tilgangs dvalarinnar. Þá
eru farþegar á skemmtiferðaskipum ekki taldir með.
TAFLA I.
Flutningur útlendra jarþega til Islands 1950—196If. Með skipum Með jlugv. Samtals
1950 1.734 2.649 4.383
1951 2.000 2.084 4.084
1952 2.364 2.459 4.823
1953 1.514 4.866 6.380
1954 2.221 4.622 6.843
1955 2.838 6.636 9.474
1956 2.990 6.527 9.517
1957 2.772 6.507 9.279
1958 2.785 7.326 10.111
1959 3.275 9.021 12.296
1960 2.894 9.912 12.806
1961 2.617 10.899 13.516
1962 2.672 14.577 17.249
1963 2.800 14.775 17.575
1964 3.157 19.812 22.969
þessum fimmtán árum hefur tala crlendra
ferðamanna hingað rúmlega fimmfaldazt, aukizt
úr 4.383 árið 1950 í 22.969 árið 1964. Ekki hefur
þróunin þó verið jöfn yfir tímabilið og er lang hröð-
ust og vaxandi síðasta hluta þess.
Má af töflunni glöggt rekja vaxandi ferðamanna-
straum síðustu árin. Sé litið á síðustu 10 árin sem
eina heild, er aukningin 142% eða 14,2% að meðal-
tali. Nokkrar sveiflur hafa verið frá ári til árs og
má þær m. a. rekja til ástandsins i gjaldeyrismál-
um, en óþarft er að rekja, að eftirspurn eftir þeirri
þjónustu, sem veitt er fcrðamönnum, er teygin með
tilliti til gengis gjaldmiðilsins, hvort sem um er að
ræða formlega eða óformlega skráningu hins raun-
verulega gengis. Hina miklu aukningu á tímabilinu
1960—1964, má þannig beinlínis rekja til þess hve
hagstæðara var fyrir erlenda ferðamenn að koma
hingað til lands eftir gengislækkun íslenzku krón-
unnar 1960. Á sama hátt má álykta að þróunin hefði
orðið örari, ef við hefðum fyrr búið við rétt skráð
gengi. Annar þýðingarmikill þáttur í þessari aukn-
ingu eru auglýsingar íslenzkra aðila erlendis, eink-
um íslenzku flugfélaganna, en þau liafa aukið mjög
og skipulagt auglýsingastaHsemi sína í kjölfar end-
uruppbyggingar flugflotai.s síðasta áratuginn.
Skiptingin á samgöngutæki
í flestum ferðamannalöndum er um fjórar höfuð-
greinar samgöngutækja að ræða, j). e. skip, flugvél-
ar, járnbrautir og bifreiðir. Hér verður af náttúr-
legum ástæðum aðeins tveim þeinr fyrstnefndu við
komið. Það er hins vegar athyglisvert, að þegar í
upphafi áðurgreinds tímabils hefur flugið yfirhönd-
ina, og hefur haft allan tímann, og aukningin í flutn-
ingunum nær öll komið fram í fluginu. Skiptingin
þar á milli hefur verið sem hér segir:
Skip Flugvélar
Árið 1950 40% 60%
Árið 1955 30% 70%
Árið 1960 23% 77%
Árið 1964 14% 86%
Þessu er til skýringar hin mikla aukning flugflot-
ans og átak flugfélaganna á meðan flutningsgeta
4
FRJÁLS VERZLUN