Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 10
raunar allir vita — að útlendingar vita lítið um ísland. Við vildum gjarnan leggja hönd á plóginn og hjálpa eitthvað til. Hugmynd okkar var að vísu allgömul. Hún var lengi að þróast og tók á sig ýms- ar myndir, en við komumst loks að þeirri niður- stöðu að e. t. v. væri hægt að gefa út tímarit á ensku, ef reynt yrði að vekja sameiginlegan áhuga þeirra aðila, sem hér leggja stund á útflutning, inn- flutning og fyrirgreiðslu ferðamanna, á alhliða kynn- ingu á menningu og þjóðlífi liér. Við vorum strax staðráðnir í því að annað hvort yrði blað þetta að verða eins vandað og nokkur tök væru á að gera hér, ellegar að það kæmi ekki út. Ekki væri um annað að ræða en að hér kæmi fram rit, sem tekið yrði eftir og eftirsóknarvert væri. Öðrum kosti töld- um við að bezt væri að láta þetta eiga sig. — Við erum raunar þeirrar skoðunar að alhliða kynning á íslenzku þjóðlífi, menningu og náttúru landsins, myndi verða þeim aðilum, sem áður eru nefndir, lyftistöng og verða útflutningsstarfsemi og öðrum milliríkjaviðskiptum til góðs. Það hlýtur að vera ljóst að með því að sýna fram á með margvís- legum myndum og dæmum að hér búi menningar- þjóð á gömlum merg, sem þróazt hefur oft við erf- iðar aðstæður í sérstæðu landi, vekjum við áhuga fólks á því að koma hingað og kynnast landinu meira. Sem dæmi má nefna, að þegar við erum að selja þorskflök og reyna að afla þeim stærri mark- aða, þá eru það kannske ekki alltaf myndir af þorsk- flökum, sem mestan árangur bera, heldur jafnvel myndir og frásagnir af landi okkar og menningu. — Hvað er Iceland Review gefið út í stóru upp- lagi? — Upplag blaðsins hefur tvöfaldazt á þessum tveimur árum, og það kemur út í 10.000—12.000 eintökum. Útgáfustarfsemin er ákaflega kostnaðar- söm, enda ekkert til sparað að gera ritið eins vand- að og tök eru á. — Og þið iðrist þess ekki að hafa lagt í þetta nýmæli? — Nei, síður en svo. Við sjálum töluverðan ár- angur af okkar starfi, okkur til óblandinnar ánægju. T. d. fáum við ógrynni af bréfum úr öllum heims- álfum, og það er útaf fyrir sig ánægjulegt að sjá hve blaðið fer víða. En hinsvegar ætlum við ekki að verða allsherjar upplýsingamiðstöð fyrir ísland, þótt við vildum leggja hönd á plóginn — við höf- um ekki getu til þess — a. m. k. ekki að svo stöddu. — Hvernig hefur gengið að tryggja fjárhags- grundvöll ritsins? — Það er nokkuð erfiður róður og við þurfum að leggja töluvert á okkur. í fyrstu gerðist það einkum með auglýsingasöfnun. Nú hefur hinsvegar brugið svo við að auglýsingarnar cru farnar að koma til okkar sjálfar í æ ríkari mæli, ef svo mætti segja. Menn óska eftir að auglýsa í Iceland Review sökum þess að auglýsingarnar hafa borið góðan ár- angur og blaðið fer svo víða, sem raun ber vitni. Áhugi manna á að auglýsa í blaðinu fer stöðugt vaxandi, og skilningur hefur mjög aukizt á því, að hér hefur opnazt leið, sem nær til nokkuð stórra og áhrifamikilla hópa. Blaðið hefur valinn lesenda- hóp á sviði verzlunar og viðskipta, bæði hér og er- lendis, auk þess sem það fer til fjölmargra, sem sérstakan áhuga hafa á að fylgjast með íslenzkum málefnum, ennfremur menntastofnana, bókasafna o. s. frv. — Eruð þið ánægðir með árangurinn af útgáf- unni? — Að mörgu leyti erum við það, þótt enn sé þetta byrjunin. — Er fyrirhuguð stækkun á ritinu í einhverri mynd? — Eins og er reynum við að gera hvert hefti betur úr garði en það síðasta. Um beina stækkun eða fjölgun á tölublöðum verður þó ekki að ræða í bráð. — Æ fleiri íslendingar, einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki kaupa nú Iceland Review reglulega til þess að senda það kunningjum og viðskiptavinum erlendis. Naumast er heldur völ á öðru ódýrara til að senda þannig, og það er um leið nægilega vand- að til að menn geti notað blaðið til gjafa. — Þess má að lokum geta að útgáfan tekur að sér að senda Iceland Review reglulega fyrir inn- lenda aðila til ýmissa aðila erlendis, með sérstakri kveðju frá sendana í hvert sinn, sögðu ritstjórarnir að lokum. Ung stúlka frá Kaupmannahöfn hafði fengið sumarvinnu á búgarði á Jótlandi. Dag einn, er fjölskyldan fór til kaupstaðar, sagði húsfrúin við hana að hún skyldi elda uxahalasúpu til kvöld- verðar. En er fólkið kom aftur heim, var stúlkan gráti næst og sagði við frúna: — Ég gat því miður ekki búið til uxahalasúpuna, því í hvert sinn sem vatnið sauð, dró hann halann upp og hljóp. 10 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.