Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1968, Side 26

Frjáls verslun - 01.10.1968, Side 26
26 FRJALS' VERZLUN falla á viðkomandi fyrirtæki og ekki viðurkennt af yfir- völdum. að þau gætu fengið fjármagnstjón af þessum sök- um bætt. Augljóst er þó, að hagnaður neytendanna er jafn mikill og tap innflutningsfyr- irtækjanna. 4. Mjög aukið fjármagn er einn- ig nauðsynlegt til þess að mæta áframhaldandi viðskiptum í sambandi við dreifingu inn- anlands á hærra verðlagi eftir gengisfellingarnar bæði í birgðum og í útistandandi skuldum hjá dreifingaraðilum og notendum vörunnar, en erf- itt er að gefa nokkra heildar- mynd af hversu mikils fjár- magns almennt sé þörf 1 þessu efni, þar sem þetta hlýtur að jafnaði að vera mjög breyti- legt hjá hinum ýmsu tegund- um innflutningsfyrirtækja. Efnahagsleg nauðsyn fjármagnsmyndunar: A sama hátt eins og hver ein- staklingur verður að geta lagt til hliðar af tekjum sínum til þess að tryggja framtíðaröryggi sitt, eins þarf efnahagskerfinu í heild að vera stjórnað á þann hátt, að fjár- magnsmyndun eigi sér stað. Að- eins á þann hátt er unnt að tryggja framfarir í þjóðfélaginu og undir- búa vaxandi hagsæld samfélags- ins. í ræðu, sem viðskiptamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason flutti á að- alfundi Verzlunarráðs íslands 11. október sl. upplýsti hann, að á góðárunum 1962—1966 hefði „þjóðin notað 2/3 hluta allrar þjóðartekjuaukningarinnar til aukinnar neyzlu. Þessa neyzlu- aukningu, sem er um garð gengin, er ekki hægt að taka aftur.“ „Hitt er skoðun mín, og hana segi ég af fullri hreinskilni, að betra hefði verið og hyggilegra fyrir alla aðila, bæði launþega og at- vinnurekendur, að nokkuð meiri liluti tekjuaukans á góðærisskeið- inu hefði lent í varasjóðum at- vinnulífsins en raun varð á, en minni hluti í aukinni neyzlu en átti sér stað í raun og veru.“ Ekki er að efa að hér er rétt með farið og eflaust hafa mörg félög haft nokkuð auknar tekjur í sambandi við au.kna vörusölu á Nauðsyn/eg tækí á hverju heimili X?Aö£<a^yfcfa/t A/ RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTJ 23 S|M| 18395 GRENSÁSVEGI2Z - 24 Sl» 30280-32262 GóHdúkur — plast-, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stœrSir 7V2X15, 11x11 og Amerískar gólfilisar — Gold Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- félaginu i Reykjavík. Teppi — ensk, þýzkí belgísk noelonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti og inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. VeggfóSur br. 50 cm.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.