Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Síða 10

Frjáls verslun - 01.01.1971, Síða 10
10 ÍSLAND FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 .,GuIIfaxi“, þota FÍ flýgur nú hálfsmánaðarlega til Kanaríeyja með íslendinga í vetrarorlof. að takmarka það við um 20 manna hóp, en endurtaka það síðan a. m. k. tvisvar á ári. Unnt á að vera, að halda slíkt námskeið utan Reykjavíkur, þá væntanlega á skemmri tíma. Annars lcdðir reynslan i ljós heppilegustu framkvæmd í hverju tilviki. Námskeiðið á að veita þátttakendum undirstöðu- fræðslu, og opna þeim um leið frekari menntunarleiðir á sviði hvers fyrir sig. Samvinna um stjórnunar- fræðslu. Jakob Gíslason sagði, að stjórn námskeiðsins hefði haft samband við aðra þá að- ila, sem vitað væri um að hefðu eða ætluðu að stofna til stjórnunarfræðslu, og ríkti skilningur á nauðsyn verka- skiptingar. Orlof Verður hætt að loka vegna sumarleyfa? Það vakti athygli, er skýrt var nýlega frá samningum starfsmanna í álverinu í Straumsvík, að í þeim er gert ráð fyrir vetrarorlofi. Fáir að- ilar hafa til þessa sett slík ákvæði í samninga um kaup og kjör en ekki er ósennilegt að þessi nýjung ryðii sér veru- lega til rúms á næstu árum. Fvrir Al]ringi liggur tillaga til þingsályktunar um að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því í samvinnu við stéttasamböndin í landinu. að koma á hentugum or]ofsteT'ð'im að vetrarlagi fyr- ir íslendinea, í samráði við ferðaslrrifstofurnar og flugfél- öein. í greinargerð er á það bent. að allv’ða um landið eigi fólk þess ekki kost að taka or- lof sitt út að sumarlagi vegna atvinnoástandsins heima fyrir. 02 ennfremur að unnið sé að bví að komp á almennu orlofi húsmæðra. f báðum tilvikum mvndi henta að leita orlofs- hvíldar að vetrarlagi, annað hvort hér innanlands eða með bví að sækja sumarauka til Suðurlanda. Þegar er vitað um allfjöl- menn hópa í nokkrum starfs- greinum, sem hafa hug á að breyta orlofstíma sínum og kannski er þess skammt að bíða, að íslenzk atvinnufyrir- þæki hætti að loka vegna sum- arleyfa. Vetrarorlof hentar ýmsum iðnaðarmönnum afar vel, svo sem í trésmiði og byggingariðnaði. Þá má gera ráð fyrir að starfsmenn opin- berra stofnana muni notfæra sér nýbreytnina. f þessu sambandi er vert að geta þess, að víða erlendis tíðk- ast það nú orðið, að fyrirtæki veiti þeim starfsmönnum, sem taka orlof sitt utan hins hefð- bundna sumarleyfistíma, sér- stök hlunnindi fram yfir hina, og taki jafnvel þátt í ferða- kostnaði þeirra. Ekki er ljóst, hvort fyrirtæki á Íslandi sæju sér líkan hag af vetrarorlofi en hugsanlegt er, að þessi sama þróun geti átt sér stað hérlend- is. Umræður almennings um vetrarorlofshugmyndina hófust fyrir alvöru, er Flugfélag ís- lands sýndi það athyglisverða frumkvæði að bjóða 9 ferðir í vetur, á tímabilinu janúar- apríl, suður til Kanaríeyja. Þó að vegalengdin sé löng er verð mjöe við hæfi þorra fólks, eða allt frá 15.900 kr. upp í 32.000 kr. eftir því hvar gist er. Fer verð ennfremur eftir því hvort allar máltíðir eru innifaldar eða aðeins morgunverður. Þess- ar ferðir Flugfélagsins standa í 15 daga utan einnar í marz, sem verður 22ja daga ferð. Kanaríeyjar urðu fyrir val- inu vegna þess, að þar er verð- lag á gistihúsum einkar hag- stætt. Tollfrjálst svæði er á eyjunum, svo að menn geta keypt vörur, sem annars stað- ar eru í hátollaflokkum, við mjög lágu verði þar syðra. Að- allega er það þó veðrátfan, sem gerir Kanaríeyjar kjörnar fyrir vetrarorlof sólþystra ís- lendinga. Þar er vor í lofti allt árið. Meðan fannfergi og frost- hörkur geysuðu í Miðjarðar- hafslöndunum um áramótin, sóluðu þátttakendur í fyrstu Kanaríeyjaferð Flugfélagsins sig á ströndum Gran Canaria í 22ja stiga hita. Það hefði land- anum einhvern tíma þótt bara nokkuð gott vor. Vcrzlun, þjónusta Nýjar reglur tim sölutíma a doTiiiUB Eins og kunnugt er, gilda meginreglur um sölutíma verzl- ana hér á landi, og er svo víð- ast um hinn siðmenntaða heim, ýmist samkvæmt lögum, regl- um eða vegna hefðar. Verzlan- ir eru almennt opnar á dag- inn virka daga, e. t. v. nokkuð mismunandi lengi dag hvern. Um árabil hefur þó staðið styrr um sölutíma matvöru- verzlana, einkum á höfuðborg- arsvæðinu, og má segja, að nú séu allar reglur úr skorðum gengnar. En inn í spila atriði, eins og rekstur söluturna, sem hafa opið fram undir miðnætti alla daga, oft með margs kon- ar matvörur í boði, skipulags- leysi í verzlun innan hverf- anna og ekki sízt verðlagshöft. Að því er FV hefur frétt, er á næstunni von á því, að fram

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.