Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 11

Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 11
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 ISLAND 11 komi í borgarstjórn Reykjavík- ur drög að nyjum regium um sölutima verzlana og verka- skiptingu milli matvöruverzl- ana annars vegar og söluturna og ýmissa sérverzlana hins vegar. Hafa þessi mál verið til meðferðar í Kaupmannasam- tökunum og meðal verzlunar- manna, og telja þeir aðilar, sem fyrir því hafa beitt sér, að nú sé fyrir hendi samstaða milli aðila um öll meginatriði sölutímamálsins. Þó er óvíst um samstöðu sveitarfélaganna við Reykjavík hvað snertir heildarreglur, en hver sveitar- stjórn fyrir sig tekur ákvörð- un um sölutíma verzlana í sínu sveitarfélagi. Ennfremur er FV kunnugt um megna óánægju einstakra kaupmanna út af meðferð sölutimamálsins, og telja þessir aðilar út í hött að slíta sölutímamálið frá skipu- lagsmálunum og jafnvel einnig verðlagsmálunum og meina kaupmönnum að leggja á sig aukna vinnu til sjálfsbjargar við ríkjandi aðstæður — og raunar stórlega hæpið yfirleitt, þar sem engri annarri stétt manna hér á landi er bannað að vinna yfirvinnu. Þá halda þeir því einnig fram, að taka verði tillit til almennt lengri vinnudags neytenda hér á landi en í nágrannalöndunum, sem krefjist lengri sölutíma mat- vöruverzlana hér en þar. Það er ljóst, að ekki er á- hlaupaverk, að ná fullum sátt- um um tilhögun verzlunar- þjónustunnar, þar sem svo margvísleg atriði koma saman. Hlýtur það þó að vera í raun sameiginlegt hagsmunamál, að slíkt takist. — Borgarstjóm Reykjavíkur og sveitarstjóimir í nágrenninu eiga erfitt verk- efni framundan, og virðist höfuðnauðsyn, að þær fylki sér í eina sveit. Ef nú mistekst að koma á sanngjörnum reglum um sölutíma verzlana á höfuð- borgarsvæðinu, er naumast um annað að ræða en lagasetningu fyrir allt landið. Danir hafa ný- lega sett slík lög hjá sér, eftir hörð átök, og virðast þau gefa góða raun, a. m. k. miðað við forsendur. Slík lög kunna að verða nauðsynleg hér einnig. Hinu er ekki að leyna, að útilokað er að horfa um leið fram hjá málum eins og skipu- lagsmálum, þ. e. skipulagi á fjölda verzlana og stærð innan einstakra hverfa. Þau eru í megnasta ólestri á höfuðborg- Á fólk a'ð þurfa að norpa við svona búðargat?Vafasöm ráð- stöfun á þessum skika okkar norður í Ballarhafi. arsvæðinu, bæði vegna þess að borgarstjórn og sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki haft eðlilegan hemil á framkvæmd skipulagsins, hvað þetta varðar, og að verðlags- höftin hafa hindrað í veruleg- um atriðum framgang hag- rænna sjónarmiða við upp- byggingu verzlana og nútíma verzlunarþjónustu. Við þetta getur ekki setið til langframa, enda hefur það þegar bitnað um of á aðilum, bæði verzlun- inni og neytendum. Vöruflutningar Hvað er þjóðhagsfiega hagkvæmast ? Með hvaða farartækjum er þjóðhagslega hagkvæmast, að flytja vörur milli staða á okk- ar strjábýla íslandi? Þetta er vissulega brennandi spurning, sem tímabært virðist að brjóta til mergjar, enda vöruflutning- arnir orðnir gífurlegir að magni og umfangi. Samgöngumála- ráðuneytið hefur þetta til at- hugunar um þessar mundir. En jafnframt hafa sprottið upp umræður á opinberum vett- vangi milli þeirra aðila, sem flutningana annast. Hér verður enginn úrskurður felldur, enda skortir okkur gögn til slíks. Hins vegar birtum við hér til umihugsunar nokkrar tölur, fengnar frá flutningafyrirtækj- um, og nokkrar skýringar við þær, en þess ber að geta, að dæmið í heild er æði flókið við fyrstu sýn og kann að vanta einhverjar frekari skýringar, þó tæpast stórvægilegar. Við hringdum í fjóra aðila i Reykjavík, sem taka á móti vörum til flutnings innan lands, og spurðum hvað kostaði að flytja til Akureyrar annars vegar 24 kg. pakka með ótil- teknu innihaldi og hins vegar 5 tonn af sekkjaðri matvöru. Svörin urðu í aðaldráttum þannig:: 24 kg. Kr.: Með bíl 75,- Með skipi 136.- Með flugvél 208,- í pósti 290.- 5 tonn Kr.: Með bíl 12.500,- Með skipi frá 7.890,- til 9.906,- Með flugvél 27.500,- Hvað 24 kílóin snertir má segja, að um algerlega sam- bærilegar tölur sé að ræða, en hins vegar er óvíst, að pakk- inn yrði tekinn í póst, þar sem 20 kg. er að öllum jafnaði há- mark þyngdar. Þá má einnig geta þess, að hugsanlegt er að fá afslátt af flutningsgjaldinu með flugvél, 1 krónu á kg., ef haga má flutningi eftir hentug- leikum flutningsaðila. Ein- hvern afslátt má e.t.v. kría út úr öðrum við tilteknar aðstæð- ur. í þessum tölum eru innifalin afgreiðslugjöld og annar kostn- aður, sem fellur á sendingarn- ar. Söluskattur er ek'ki greidd- ur af vöruflutningum. Hins vegar er greiddur söluskattur af fólksflutningum með skip- um og flugvélum, en ekki bíl- um, og var það á sínum tíma ákveðið með hliðsjón af því, að bílar og rekstrarvörur þeirra væru hæiTa tollaðir og skattað- ir en skip og flugvélar og rekstrarvörur þeii’ra. Við mat á þjóðhagslegri hag- kvæmni kemur margt til álita fyrir utan þessar tölur, t.d. ör- yggi og hraði, en þarfir í þeim efnum eru vissulega mismun-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.