Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 14
14 OTLÖND FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 Efnahagsþróun ’71 AfrfíiiifhaEcfandi framþróun, þó hægari en und- anfarið Bandaríska vikuritið US News & World Report birtir í tölublaði sínu 11. janúar álit evrópskra hagfræðinga og fjár- málamanna á þróuninni í við- skiptaheiminum 1971. Þar kem- ur fram, að þessir sérfræðing- ar telja, að um áframhaldandi aukningu og útþenslu verði að ræða, en að þróunin verði þó hægari og minni en verið hef- ur á undanförnum árum. Sér- staklega vara sérfræðingarnir við verðbólgunni í heiminum og segja að hún verði áfram hið óleysta vandamál í öllum löndum. Þó telja þeir að hagur neytandans fari batnandi og að laun muni hækka meira en vörur. Hér fer á eftir álit sér- fræðinganna á þróuninni með- al helztu iðnaðarþjóðanna. Hinn mikli hagvöxtur Jap- ana á undanförnum fimm árum minnkaði aðeins í sumar og er talið að sú þróun muni að ein- hverju leyti haldast fyrri hluta þessa árs. Fjárfesting er minni vegna offramleiðslumöguleika á ýmsum sviðum, svo sem í stáliðnaðinum, bílaiðnaðinum og heimilistækjaiðnaðinum. Talið er, að framleiðsluaukn- ingin á árinu nemi um 10% og iðnaðarframleiðslan aukist um 14%. Þetta verður minna en á undanförnum árum, en samt helmingi meira en hjá iðnaðar- þjóðum á Vesturlöndum. Efnahagur Breta mun fara batnandi á árinu og verður batinn meiri en árið 1970, en hagvöxtur er ekki talinn muni verða meiri en 3%. Brezka stjórnin á við mikla verðbólgu- erfiðleika að stríða og ekki er um að ræða eftirspurn umfram framleiðslu, þannig að atvinnu- leysi er enn mikið. Efnahagsbandalagsþjóðirnar búast við 4.5% hagvexti á ár- inu, en hann var 6% 1970 og 7% 1969. Gert er ráð fyrir að iðnaðarframleiðsla aukist um 6.5%, en aukningin nam 8% 1970 og 11% 1969. f Frakklandi er ekki búizt við jafnmikilli aukningu í út- flutningi, eins og sl. ár. Neyzla innanlands fer vaxandi og fjár- festingarmöguleikar eru góðir. Sama á við um ítalíu, en þar ollu vinnudeilur miklum erfið- leikum á sl. ári. Takist að koma í veg fyrir slíkar deilur á þessu ári má búast við miklum fram- förum og vexti. Mikið hefur verið fjárfest í tækjum til að auka framleiðslu umfram kostnað við launahækkanir. í V.-Þýzkalandi er nú rólegra yfir efnahagslífinu en undan- farin ár og því er eftirspurn minni og því minni útþensla. Kaupmáttur neytenda er þó enn mikill, en hagfræðingar gera ráð fyrir að heildarvöxt- urinn á árinu verði um 3%, samanborið við 6% í Frakk- landi og 7% á Ítalíu. Vöxtur- inn í V.-Þýzkalandi var um 4.5% á sl. ári. í Bandaríkjunum er búizt við örum vexti, þó að fjárfest- ingarmál fyrirtækja séu í nokkurri óvissu. Bandaríski neytandinn verður eyðslusam- ari á árinu, vegna þess að laun munu hækka meira en 1970 og þetta kemur til með að hafa mikil áhrif. Búist er við 4% vexti í Bandaríkjunum á ár- inu. CAN THE AIRSHIP FILL THE GAP ? 1°°°lRauoof increased power to increasedspeed COMMERCIAL ---------ÍO ÍÓÖ iöoo increaae in speed,knota(log Samgöngur Kastalar í háloftunum? Undanfarið hafa ýmsar raddir verið uppi um að tími sé nú kominn til að hefja aft- ur byggingu loftfara. Ahuga- menn vilja halda því fram að loftskip geti farið með um 180 km hraða á klukkustund og þannig farið yfir Atlantshaf- ið á tveimur dögum. Vilja þeir nota helíum í loftbelgina, en það er nú miklu ódýrara, vegna auKinna tramieiðsiu í sam- bandi við geimferðaráætlanir, en helíum kom í stað hins eldfima vetnis, en vetnið olli Hindenburgarslysinu 1938. Ef notaðar væru kjarnorku- vélar til að knýja loftförin á- fram, myndi orkan nægja í 7 ár í senn. Hvatamennirnir halda því fram að loftförin fséu kjörin til að leysa vanda- mál eins og umferðarteppur og losna við illviðráðanlega hafnarverkamenn! Auk þess myndi mengunarvandamálið leysast af sjálfu sér að stórum hluta. Þá myndi þörfin fyrir langar flugbrautir hverfa al- gerlega. Það er einkum brezkur blaðamaður, sem unnið hefur að þessu máli undanfarið, en hann hefur enn ekki getað lagt fram kostnaðaráætlun urn byggingu loftfars, sem skilað gæti hagnaði með flutningum og hingað til hefur blaðamað- urinn aðeins getað orðið sér úti um 5000 sterlingspunda styrk til að vinna að frekari rannsóknum á þessu sviði. Og ýmislegt er það sem neikvætt er, t. d. að flugfrakt er aðeins um 1% af vöruflutningum milli landa, hitt fer með bílum, járnbrautum og skipum. Einn- ig myndi þurfa mikið þyrlu- kerfi, til að flytja flutnings- kassana út á flugvellina og 'svo er líklegt að íbúar hinna ýmsu borga yrðu ekki sérlega hrifnir af því að hafa kjarn- orkuvél hangandi yfir hausa- mótunum á sér í tíma og ótíma. Expo ’70 Hagnaður til fátækra Þegar heimssýningunni EXPO ’70 lauk í Osaka í Japan í haust höfðu 64 milljónir gesta heimsótt sýninguna. Þetta er í annað skipti síðan 1851, er heimssýningin var haldin í Hyde Park í Lundúnum, að sýning skilar hagnaði. Það kostaði 70 milljónir sterlings- punda að setja upp sýninguna í Osaka, en hagnaðurinn varð IIV2 milljón sterlingspunda. Heimssýningin í Hyde Park kostaði 292000 sterlingspund, en hagnaður varð um 208000

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.