Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 33

Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 33
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 33 menn sem stóðu dag eftir dag í stiganum við skrifstofuna bara til þess að fá NEI. Ég hef látið það fjúka fyrr, að í þessu ráði voru menn sem ekki höfðu minnstu þekkingu á Því sem þeir voru að gera — og þar voru skiptin ekki alltaf hrein. Við byrjuðum samtimis að byggja, ég og Sambandið. Þeir byggðu sitt óhindrað á rösku ári, en ég var látinn hangsa með mitt, meira að segja dæmdur í tukthús og sektir fyrir of mikla athafnasemi í sambandi við bygginguna! Hvernig stóð á sektinni? Ég var með leyfi í höndun- um, sem mátti hártoga. Ég var dæmdur í 2.500 króna sekt, og ef ég greiddi ekki sektina bar mér að sitja inni í 40 sólar- hringa, sem var óvenju þung- ur dómur — líklega hefur við- komandi dómara ekki fundizt ég bera nógu mikla respekt fyrir sér og málsatvikum, a. m. k. lét ég hann heyra álit mitt á vinnubrögðum hins op- inbera. Þarna hefur þú kannski lent í einna mestum erfiðleikum? ÞÁ VAR GREINILEGA KOMIN LYKT AF MÉR... Já, svokallaðir fjármála- menn voru farnir að gefa mér góðar gætur og bjóða mér að- stoð, svo að það var greinilega komin lykt af mér. Blessuð dýrtíðin hefur síðan lagað þetta, enda þótt maður sé bú- inn að kaupa þetta allt aftur af ríkinu í formi eignaskatts og stóreignaskatts í tvígang, þá hefur þetta nú samt bjargazt. LOKAÐIST FYRIR VIÐ- SKIPTIN VIÐ ÞÝZKALAND. Ef við snúum okkur aftur að þeim tíma þegar stríðið byrj- ar, þá lokaðist fyrir öll við- skipti við Þýzkaland og það var ekkert annað að gera en reyna fyrir sér á öðrum víg- stöðvum. Þá byrjaði ég að selja garn, og ég komst í samband við Sigfús í Heklu, sem hafði þá góð sambönd í Ameríku. Hjálmar Finnsson útvegaði vél- ar fyrir Sigfús og mig og var feikilega duglegur við það verk. Allt sem hann náði í seldum við samstundis. Var ekki dálítið skrýtið að verzla á stríðsárunum þegar peningaveltan var svona mik- il en erfitt að ná í vörur? Það var eiginlega ekkert sport í að verzla á þeim tíma. JiorpmM&foiífr W JIorpmM&Mli

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.