Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.01.1971, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 eru upp Saumamiðstöðvar í stórborgum, þar sem safnað er saman öllu því, sem til sauma- skapar þarf. Þú hefur sagt í gamni að þú stjórnir nú menningardeild fyrirtækisins. STJÓRNAR NÚ „MENNING- ARDEILDINNI“, KRISTMANN VERZLUNINNI. Bæði í gamni og alvöru, því að til þess að ég stirðni nú ekki alveg, þá hef ég með bók- haldið að gera og sé um stjórn á sníðanámskeiðum og öllu sem því fylgir, þar á meðal hef ég tvívegis látið gefa út Pfaff sníðabækur á íslenzku og það sníðakerfi hefur slegið alveg í gegn, því að það er auðlært en um leið alveg fullkomið kerfi. Við höldum fimm til sex nám- skeið hér í Reykjavík í hverj- um mánuði og þetta kerfi er kennt í öllum skólum þar sem sníðakennsla er á annað borð. Fyrir sex árum tók Kristmann sonur minn við allri stjórn á verzluninni, og ég vil fullyrða, að hann sé sá eini hérlendis, sem hefur verulega þekkingu á því hvaða vélar á að nota í hverju tilviki í sambandi við sauma- og prjónaskap. Það hefur enginn annar lagt sig sérstaklega fram við að afla sér víðtækrar þekkingar á þessu sviði erlendis. Sumir halda að Pfaff sé ekki stórt fyrirtæki. Hver er veltan hjá ykkur? VELTAN 50-60 MILLJÓNIR. Veltan hefur stóraukizt síð- an Kristmann tók við. Ég býst við að veltan í ár sé einhvers- staðar milli 50-60 milljónir, og það er kannski meiri velta en margir álíta. Það er hin gífur- lega sala í Candy þvottavélum, sem hefur haft mikil áhrif á gang fyrirtækisins að undan- förnu. Við höfum bætt við fóiki, stækkað húsrýmið og keypt vörugeymslu i Borgar- túni. Það hefur verið okkar stefna að fara rólega í hlutina og ég geri ekki ráð fyrir að við förum að flytja af Skólavörðu- stígnum, en það hefur komið til tals hjá okkur að fá sér- GREINAR OG VIÐTÖL stakt húsnæði undir varahluta- lager og viðgerðarþjónustu. Það gæti orðið næsta skrefið í þróun fyrirtækisins. Við eig- um lóð á Bergstaðastræti 7, en það hefur staðið á leyfi til að byggja eins og við óskum. ÞETTA VIRÐIST VERA í BLÓÐINU. Þú hefur verið farsæll mað- ur, Magnús. Já, slembilukkan hefur allt- af elt mig. — Þú hefur samt haft á- kveðnar reglur í viðskiptalíf- inu og þínu persónulega lífi? Ég lærði það hjá Björgúlfi gamla að láta reikning helzt aldrei koma nema einu sinni áður en hann er greiddur og yfirleitt að borga hverjum sitt. Það er fyrsta boðorðið. Ég hef verið heppin með mína við- skiptavini, aldrei orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum af þeirra hálfu. Hefurðu gaman af að verzla? Ég hef ekki þekkt annað — þetta virðist vera í blóðinu og eins hjá Kristmanni. Hann hafði snemma orð á því að hann ætlaði að taka við þeg- ar pabbi væri „dojur“. Þið hjónin eigið annan son. Já, hann heitir Leifur og er verkfræðingur og framkv.stj. Flugöryggisþjónustu flugmála- stjórnar. Þar er hann á réttri hillu. Það hlýtur nú líka að vera hluti af þér — þú unir þér ekki eingöngu bakvið skrifborðið. MAÐUR MÁ EKKI ALLTAF VERA AÐ HUGSA UM AURINN. Nei, ég er útilífsmaður og eigum við ekki líka að segja laxveiðimaður. Ég hef alltaf átt létt með að kasta mínum syndum aftur fyrir mig, og þegar ég er kominn út úr fyr- irtækinu hef ég engar áhyggj- ur af því lengur, og þá ekki sízt núna á seinni árunum, því að þetta hvílir raunverulega allt á Kristmanni, — enda tími til kominn, — maður má ekki alltaf vera að hugsa um aur- inn. 39 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.