Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 49

Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 49
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 49 IJM HEIMA OG GEIMA SASSONA ísraelskar konur koma ekki síður við málefni þjóðar sinnar en feður þeirra, synir eða eiginmenn, og standa jafnt fremst í stjórn- málabaráttunni og í fremstu víglínu í átökunum við Arabaþjóð- irnar. Það er og merkilegt við ísraelsku konurnar, að við íslend- ingar gætum hæglega séð þær margar í mynd íslenzkra kvenna, hvað útlit snertir. Ljósar, ljóshærðar, hávaxnar . . . og þar fram eftir götunum. Hér er ein hinna ísraelsku valkyrja, Sassona Magen frá Haifa, sem er teiknari á stofu húsameistara, en dundar í frístundum við prjónaskap, útsaum og grafík. PALME „Hvað ætli yrði sagt, ef svona mynd kæmi af íslenzkum ráð- herra í íslenzku blaði?“ Ja, það vitum við ekki. En þeir í Skandi- navíu kalla ekki orðið allt ömmu sína og eru manna hressastir á prenti og víðar. Þessi mynd af Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar birtist í hinu látna vikuriti NB, í öllum regnbogans litum, sem skreyting í einni af fjölmörgum litríkum greinum um þennan umdeilda stjórnmálaforingja norðursins. Hjá rakaranum Rakarinn um leið og hann speglar nýklipptan hnakka við- skiptavinarins: — Er þetta eins og þér vild- uð hafa það? Viðskiptavinurinn: — Takk, ég vildi gjarnan hafa það örlitið lengra! Leiðin frá barnatrúnni Þeim mun oftar, sem maður skiptir um skoðun, kemst hann lengra frá barnatrú sinni. Dr. Gylfi Þ. Gísíason Hjónabandið — Veiztu hvað ég sá úti á götu, mamma? — Nei, það veit ég ekki. — Ég sá pabba okkar frá fyrra hjónabandi. Öskabarnið Mamma: Hvort viltu heldur eignast lítinn bróður eða litla systur? Snæi litli: Ef þú getur, mamma, vil ég helzt eignast lítinn hest.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.