Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 22
GREIIVAR OG VIDTOL Stjtrrnmálaflokkarnir ösigur stjórnarflokkanna... bandalagið og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Enda þótt ég skynjaði ekki fyllilega fyrr en síðustu daga fyrir kosn- ingarnar hvar Samtök frjáls- lyndra voru á vegi stödd, þá var mér ljóst löngu fyrir borg- arstjórnarkosningarnar að allt stefndi í átt til þess að Al- þýðubandalagið yrði a.m.k. 20% flokkur í Reykjavík. Ein- hver fylgisaukning bandalags- ins virtist fyrirsjáanleg úti á landi, en ég h.ygg að landhelgis- málið hafi komið bandalaginu til meiri styrktar í sjálfri kosn- ingabaráttunni. Það virtist a.m.k. mega lesa þetta úr sigri Lúðvíks Jósefssonar á Austur- landi. Annars eiga menn ekki að leggja sérstaklega mikið upp úr einstökum áhrifavöldum í þess- um kosningum heldur skoða meginþróunina og þá sjá þeir þessar kosningar í réttu ljósi. Meginþróunin var allan tímann til vinstri, vegna þess að stjórn- arflokkarnir kusu að stjórna frá degi til dags í stað þess að hasla sér völl eftir viðreisn og leggia framtíðarlínur, sem al- menningur skildi. Þeim var reyndar álíka nauðsynlegt að gera almenningi betur skiljan- legt en þeir höfðu gert, hvað raunverulega hafði farið fram í íslenzka þjóðfélaginu, síðan þessir tveir flokkar mynduðu stjórn saman. Málgögn þeirra reyndust ófær að taka þetta hlutverk að sér og málsvarar flokksins á ferðum sínum um landið bundu sig of lengi við of fá og stór mál. sem voru þrátt fyrir deilurnar, sem um þau stóðu, ekki það sem beinlínis náði eyrum almennings. Hag- vaxtarpólitíkin var fyrir löngu búin að ganga sér til húðar sem pólitískt umræðuefni, enda orðin sjálfsögð. Áróður stjórn- arflokkanna var í stuttu máli sagt orðin þreytandi. Að öllu óbreyttu var ósigur stjórnarflokkanna í nýafstöðn- um kosningum fyrirsjáanlegur fyrir a.m.k. tveimur árum. Þá er einnig unnt að leiða rök að því að ósigurinn hafi legið í augum uopi fyrir sveitastjórn- arkosningarnar 1966, nema því aðeins að breytt yrði um vinnu- brögð. Ríkisstjórnina skorti orð- ið markmið á borð við viðreisn- ina, sem þá var í raun lokið. Hún var tekin að stjórna frá degi til dags, en slík stjórn, án skilgreindra stærri mark- miða, lifir ekki lengi. Þessi markmiðaskortur var ekki fylli- lega kominn í ljós í kosningun- um 1966 og 1967. Þó urðu efna- hagsörðugleikarnir til að styrkja stjórnina, einkum Sjálf- stæðisflokkinn, og talar það sínu máli um það hvaða þýð- ingu stór verkefni hafa fyrir stóran flokk eins og Sjálfstæð- isfiokkinn. Ég benti á þessi atriði í sam- tali við tvo þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á ferðalagi fyr- ir sveitastjórnarkosningarnar 1966. Mér skilst að fjölmargir þingmenn beggja stjórnarflokk- anna hafi einnig verið orðnir þeirra skcðunar eftir þingkosn- ingarnar 1967, að gera þyrfti breytingar í bá átt, sem ég tal- aði um, en að ráðherrar og odd- vitar stjórnarflokkanna hafi á sinn hátt komið í veg fyrir nauðsynlega uppstokkun og endurskoðun málefna. Síðustu tvö árin hefur það beinlínis legið á borðinu fyrir framan þá sem vildu sjá það, að kommúnistar væru að verða 20% flokkur í Re.ykjavík og að búast mætti við einhverri fylg- isaukningu þeirra úti um land. Þá var það einnig augljóst hverjum sem vildi sjá, að unga fólkið var ekki að safnast utan um Sjálfstæðisflokkinn hvað þá Alþýðuflokkinn og að vaxt- arbroddur kjósendanna stefndi til vinstri. Oddvitar flokkanna neituðu að bregðast við þessum vanda á þeim forsendum að allt væri í lagi, og í versta falli að unga fólkið skildi vandamálin, sem við væri að etja. Það náð- ist engin samstaða innan stjórn- arflokkanna um að takast á við þetta vandamál hvorki ári fyrir kosningarnar eða tveimur árum fyrir þær. Sjálfstæðis- menn stóðu í þeirri trú að margvíslegur árangur í stjórn- arstörfum mundi skapa þeim sterkla vígstöðu og bað eitt að fólk hefði það gott mundi nægja í kosningunum. Ef þeir hefðu áttað sig á þreytunni, sem sezt var að landsmönnum, í mesta góðærinu 1965, myndu þeir ef til vill hafa skilið að þessi hugsunarháttur gat ekki dregið þá langt. Þróunin var allan tímann til vinstri og ég hygg að ýmsum forystumönnum Framsóknar- flokksins hafi snemma skilist þetta. Og þótt þeir reyndu að bregðast sem bezt þeir gátu við þróuninni í því skyni að færa Framsóknarflokknum hana í nyt, þá var það flokknum gott svo langt sem það náði, en hefði aldrei dugað honum til sigurs, hvernig, sem þeir hefðu farið að. Framsóknarflokkurinn er ekki vinstri flokkur fremur en hægri flokkur þótt forystu- mennirnir hafi viljað gefa flokknum yfirbragð vinstra flokks. Það var því eðlilegt að vinstri þróun leitaði yfir í þá vinstri flokka sem til voru. Á vinstri væng voru Alþýðu- 20 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.