Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 42

Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 42
UM HEIMA OG GEIMA HoIBráð mánaðarins Næst þegar þú kemur heim úr partíi ögn of drukkinn, skaltu fara í eldhúsið og blanda þér alveg sérstakan drykk. Þessi drykkur er búinn til úr sítrónusafa að þriðjungi, tómatsafa að þriðjungi og loks vodka, auðvitað Tindavodka, því aldrei má gleyma fósturjörðinni og ríkinu. Af þessum drykk sefurðu bærilega og vaknar furðu hress að morgni. eða þegar þú vaknar, sem er vitaskuld mikilvægt, þegar þú stendur aftur auglitis við alvöru lífsins. En þú skalt athuga vandlega, þegar þú velur þér sitrónu til að pressa úr í drykkinn, að hún 'sé ekki með stéli. Þá skaltu umfram allt velja þér aðra, stéllausa. Það má nefnilega telja vist, að þessi með stélinu sé kanarífuglinn þinn! Uóflega drukkið vín... Sért þú einn af þeim fáu íslendingum, sem bragða áfengi, höf- um við flett upp fyrir þig uppskriftum að tveim drykkjarblönd- um, sem ekki er víst að þú hafir áður bragðað. Þetta eru ekki kokkteilar, heldur drykkir, sem á ensku máli eru kallaðir „long- drinks“ og ekki hefur tekizt að finna á íslenzkt heiti, svo okkur sié kunnugt. TALL ISLANDER: 6 cl. ljóst romm, 9 cl. ananassafi, 1/3 cl. sykraður sítrónusafi, 1 tesk. dökkt Jamaica romm, 1 tesk. sykrað síróp, kældur club-sódi, sítrónusneið. Rommið ásamt safanum á að hrista vel í ís. Síðan á að hella því í hátt glas og bæta við ís og sóda, og loks að hræra vel í og bæta sítrónusneiðinni ofan á. PLAYBOY COOLER: 3 cl. ljóst Jamaica romm, 3 cl. Jamaica kaffilíkjör, 9 cl. ananassafi, 2 tesk. ferskur sítrónusafi, kóla, ananassneið. Rommið, líkjörinn og safann á að hrista í ís. Þá á að bæta við ís upp að brún glassins, sem á að vera hátt, og þá kóla-drykk. Drykkinn á að bera fram með strái í. Alfreð Alfreðs- son ferðasf um heiminn Það eru vafalaust til ótal úr- ræði, en Alfreð Alfreðsson fann eitt nýtt, þegar hann var staddur í Nizza og þurfti nauð- synlega að skreppa bæjarleið. bann mund að hún lagði af stað, gekk aftur ganginn og Hann steig upp í hraðlest í að næsta salerni, sem var upp- tekið, bankaði á dyrnar og sagði dimmum rómi: Farmiða- skoðun, gerið svo vel að rétta mér farmiðann fram fyrir dyrn- ar. Og hver hefði látið á sér standa? Ja, alla vega fékk Al- freð miðann, og forðaði sér í þægilegt sæti í hraðlestinni. Mæsta skref... Það er ekki vitað nákvæm- lega um sannleiksgildi þess, sem sagt er um nýju skat.ta- stefnuna. En einhver þóttist hafa heyrt, að nú væri verið að prenta nýja tilkynningu til skattborgaranna, ásamt með- fylgjandi formi til útfyllingar, sem er sannarlega einfaldara en það gamla: (A) Hve mikið fenguð þér í laun á síðasta ári? (B) Hve mikið áttuð þér eft- ir, þegar þér höfðuð greitt skattana yðar? (C) Sendið B. Stund og staður — Fórst þú að ráðum mínum um að kyssa skvísuna, þegar hún átti sízt von á því, spurði sálfræðineminn yngri bróður sinn. —- Hvað, sagði yngri bróðir- inn, og rak upp stór augu, — ég hélt að þú hefðir sagt þar sem hún byggist sízt við því! 40 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.