Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 19
Douglas: Ferskara loft. Hjólhýsin hafa sem sé þróazt í þetta, verða nœst á 7 hœðum! * Astralía Er að faka úf efnahagsþrosk- ann9 fær inn- göngu í 0E€0 Fyrir skömmu undirritaði Mr. Douglas Anthony, forsætis- ráðherra Ástralíu, samning um inngöngu landsins í OECD, og er Ástralia 23. landið, sem gengur í samtökin. Þykir inn- taka Ástralíu benda til þess, að landið sé að taka út gfnahags- legan þroska sinn og ná sér á strik. Ástralía hefur öðru hverju sótt um inngöngu í OECD allt frá því er Japan var tekið inn í samtökin árið 1964 og þykir flestum að loks hafi fengist nokkur viðurkenn- ing á stöðu landsins. Ekki er við að búast, að landið komist strax inn í innsta hring OECD og borgar það heldur ekki fullt þátttökugjald strax. Þykir gjaldmiðill landsins ekki nógu hreyfanlegur, og bótt innflutn- ingur fjármagns sé leyfður hindrunarlaust, er þó erfitt að flytja fé úr landinu, og kemur það í veg fyrir fullt samstarf. En alla vega veitir Ástralíu — og reyndar fleiri löndum — ekki af allri mögulegri aðstoð og ráðleggingum á efnahags- sviðinu, meðan gengi þýzka marksins er fijótandi og gengi dollarans ótryggt. Bandaríkin 99Hjó8hýsi66 á inörguim hæðum Hjólhýsi er eiginlega vill- andi heiti á þeim húsum, sem náð hafa mestum vinsældum í Minnesota undanfarið — og þó. Þetta eru verksmiðjubyggð hús, upphaflega teiknuð með það fyrir augum að standa í hjólhýsahverfum, þar sem fyr- ir hendi er vatn, frárennsli, rafmagn og gas. En húsin má þó í rauninni hafa hvar sem er. Nú virðist vera að spretta upp ný stefna í þessum hjól- hýsabúskap. Snemma á þessu ári var byggingarsamþykkt Vadnais, sem er útborg St. Paul í Minnesota, breytt þannig, að reyna mætti nýtt fyrirkomu- lag á uppsetningu hjólhýs- anna. Nýjungin er í því fólgin. að settir eru upp pallar út frá öflugum möndli, þrjár raðir um hvern möndul og þrír pall- ar í hverri röð, en á hvern pall er svo sett hús, 14x70 fet. Þessi hús eru síðan tengd við veitukerfi borgarinnar. Og þannig verða þetta eins konar gerfi-fjölbýlishús, með ýmsa eiginleika einbýlis, að vísu lít- il og tiltölulega ófullkomin íveruhús, en hræódýr í inn- kaupum og rekstri. Ekkert virðist vera bví til fyrirstöðu, að búskapur þessi þróist enn frekar og færist jafnvel í ein- hverri mynd inn í borgirnar, en hingað til hefur hann verið bundinn úthverfum, þar sem land er ódýrast. Og brautryðj- andinn á þessu sviði, Mobile Americana Co. hefur nú þeg- ar skipulagt nýtt hjólhýsa- hverfi, þar sem húsin verða á 7 hæðum. E. t. v. er hér fund- in leið til þess að leysa hús- næðisvanda efnalítils fólks, sem annars verður að búa í hreysum eða tjöldum, án allrar þjónustu. Bandaríkin Starfsmenn stærsta fyrir- tækisins eru 700 þúsund! Bandaríska mánaðarritið „Fortune", sem einkum fjallar um viðskipta- og efnaihagsmál hefur undanfarin ár haft það fyrir sið að birta á miðju ári lista yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna og ýmsar töl- fræðilegar upplýsingar um þau. í síðasta tölublaði er svo birt- ur listinn yfir 500 stærstu fyrir- tækin árið 1970 og til gamans birtum við hér 5 efstu fyrir- tækin á listanum og 5 neðstu. Ýmsum kann að þykja tölurn- ar ógnvænlegar, sem ekki er að furða er við lítum á þjóðfélags- smæð okkar. Á iistanum kemur t. d. fram, að starfsmenn stærsta fyrirtækisins í Banda- ríkjunum og raunar heiminum öllum eru um 700 þúsund tais- ins, en við íslendingar teljum aðeins rúm 200 þúsund. Þetta fyrirtæki er General Motors og nam heildar söluverðmæti fyr- irtækisins 18.7 milljörðum doll- ara, sem er um 120 fallt út- flutningsverðmæti íslendinga á sl. ári. í formála listans skrifar Fortune meðal annars, að hagn- aðarprósenta fyrirtækjanna hafi eins og vitað var fyrir orðið sú lægsta. sem um getur, eða um 3,9% af heildarsölu- verðmætinu. Þar kemur einnig fram að starfsmönnum fyrir- tækjanna 500 fækkaði nú í fyrsta skipti frá því 1958 og nam fækkunin 1,4%. Um 14,5 milljónir starfsmanna voru á launaskrá í árslok 1970. Af fyrirtækjunum eru 120, sem FV 7 1971 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.