Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 24
Verktakar Vantrú í garð íslenzkra verk- taka þverr óðum, en margt skortir á æskilega aðstöðu Teku að sér verk skv. tilhoðum fyrir 1400 milljónir árið 1970, en aðeins þrjú verktakafyrirtæki hafa lifað af áratug' FV ræöir við Birgi Frímanns- son, formann Samtaka ís- lenzkra verktaka „Verktakafyrirtæki verða sjaldan langlíf á íslandi,“ seg- ir Birgir Frímannsson, formað- ur Samtaka íslenzkra verktaka og framkvæmdastjóri Verks h.f. Fyrirtæki hans verður 10 ára í ágúst, og aðeins tvö fyrir- tæki verktaka munu vera eldri, Almenna byggingafélagið h.f., stofnað í janúar 1941, og Véltækni h.f., stofnað haustið 1960. „Orsakir „verktakadauð- ans“ eru margar og fyrst og fremst, að ágóðinn, sem fyrir- tækin hafa, er ekki í réttu hlutfalli við bá miklu áhættu, sem þau taka á sig.“ Starfsemi íslenzkra verk- taka hefur samt aldrei verið meiri en á síðasta ári. Verk- efni, sem boðin voru út á ár- inu og íslenzkir verktakar tóku að sér, munu hafa numið um 1400 milljónum króna. Birgir telur, að af bessum verkefnum hafi verk fyrir um 1000 millj- ónir verið til 12 mánaða eða skemmri tíma. Verksamningarnir skiptust árið 1970 sem hér segir milli helztu stofnana: Millj. kr. Vegagerð ríkisins 512 Landsvirkjun 218 Innkaupastofnun ríkisins 200 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar 152 Ýmis borgarfyrirtæki, póstur og sími einkaaðilar o. fl. um 300 „íslenzkir verktakar eru öfl- ugri en beir hafa nokkru sinni verið, ef miðað er við sam- keppnishæfni þeirra og getu til að leysa stórverkefni. Þeir telja hins vegar, að þeir hafi verið afskiptir á margan hátt, til dæmis hafi hiutur erlendra verktaka verið meiri en skyldi. Skilningsleysi stjórnvalda eigi sinn þátt í ceðlilega lítilli þátt- töku íslenzkra verktaka og tæknimanna í stórverkefnum undanfarinna ára. Erlendu verktakarnir hafi eítir mis- munandi langan umhugsunar- Birgir: Llenzkir verktakar tóku að sér útboðsverk fyrir 1400 milljónir 1970. tíma sýnt íslenzkum verktök- um, tæknimönnum, fagmönn- um og verkamönnum meira traust en íslenzk stjórnvöld, ssm yíirleitt vanmeti algerlega gildi sérþekkingar íslenzkra aðila á eigin landi, veðráttu og ýmsum sárkennum landsins. Ve.’ktakafyrirtæki þarf að fuilnægja mörgum skilyrðum samtírnis, eigi vel að takast,“ segir Birgir Frímannsson. „Það þarf að ráða yfir góðum véla- og tækjakosti, góðri verkkunn- áttu og jafnframt góðri tækni- kunnáttu. Það þarf að hafa gott bókhaldskerfi, sem beitt sé sem hagstjórnartæki. Loks er væntanlega að koma að því, að íslenzk verktakafyrirtæki þurfi að hafa yfir að ráða góðri lög- fræðikunnáttu, ef hugsað er til reynslu erlendra verktaka. Hafa verður í huga, að góður lögfræðingur getur unnið mál utan réttarsalarins. Lögfræði- kunnáttan skiptir miklu, ekki aðeins við bein dómsmál, held- ur ekki síður til að fá hag- stæða lausn ágreiningsmála, án þess að þau komi til kasta dómstóla. Það virðist vera, að margir íslenzkir verktakar, sem hafa orðið að gefast upp, hafi ekki ráðið nógu vel við alla þessa þætti, sem ég hefi nefnt, þó að sumir verktakarnir hafi ráðið prýðilega við marga þættina. VERKTAKADAUÐI ER EKKI SÉRÍSLENZKT FYRIRBÆRI „Verktakadauði er ekkert ís- lenzkt fyrirbæri. Könnun, sem bandaríska stjórnin lét gera á verktökum, sem höfðu unnið á vegum hennar, sýndi, að ekki minna en helmingur hafði helzt úr lestinni á tíu ára tímabili. Svipað er uppi á teningnum í Noregi. í Danmörku er hins vegar fjöldi mjög gamalla verk- takafyrirtækja enn við lýði, en mörg þessara fyrirtækja hafa snúið sér að öðrum og áhættu- minni verkefnum til að renna traustari stoðum undir rekst- urinn.“ Hins vegar telja íslenzkir verktakar að hlutur þeirra hafi oft verið fyrir borð bor- 22 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.