Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 27
til landsins og framkvæmdu ýmis verk, fyrst einir, en síðar hafa mörg verkefni verið unn- in af þeim í samvinnu við ís- lenzka verktaka, til dæmis síð- asti hluti Sogsvirkjunar, Stein- grímsstöð (Sog), Grímsárvirkj- un og minni virkjanir, Þorláks- höfn, Njarðvíkurhöfn, Stráka- göng o- fl. Hér má segja, að viss sam- vinna hafi átt sér stað, hugsan- lega til þess að íslenzku verk- takarnir gætu notið forréttinda útlendinganna án þess að þurfa sjálfir að stofna fyrirtæki er- lendis. Staðreynd mun þó, að þessir íslenzku verktakar urðu margir gjaldþrota, en erlendu verktakarnir virðast engu hafa tapað. Einn þeirra, danskur verktaki, sem hér hefur aðal- lega komið við sögu, mun nú hafa stofnað íslenzkt verktaka- fyrirtæki undir nafninu ís- lenzkt verktak h.f. Að sjálf- sögðu treysta þeir íslendingum fullkomlega til þess að reka þetta myndarlega fyrirtæki með erlendri fjárhagsaðstoð og bankatryggingum, en meiri- hlutinn mun þó vera í erlendri eign, þótt annar eigandinn sé íslenzkur ríkisborgari. ALÞJÓÐABANKINN Á ÞAKKIR SKILIÐ Islenzk verktakastarfsemi í núverandi mynd hefst eigin- lega ekki fyrr en árið 1960 með láni Alþjóðabankans til Hitaveitu Reykjavíkur. Bank- inn setti þau skilyrði, að allar framkvæmdir við verkið og allt efni, sem nota ætti, skyldi boðið út á alþjóðamarkaði. Jafnframt var það skilyrði sett, að verkið væri hannað af sjálf- stæðum ráðgefandi verkfræð- ingum.“ „Við megum vera þakklátir Alþjóðabankanum fyrir fjár- hagslegan stuðning og vel heppnaðar framkvæmdir Hita- veitunnar,“ segir Birgir, ,,en ís- lenzkir verktakar og reyndar þjóðin öll stendur ekki síður í þakkarskuld við bankann fyr- ir að hafa komið af stað þrótt- mikilli verktakastarfsemi og látið íslenzka verkkaupa leita tilboða í efni á alþjóðamark- aði, sem hefur reynzt afar hag- kvæmt og sparað og mun halda áfram að spara hundruð millj- óna árlega. Nú hefur Alþjóðabankinn veitt stórlán til hraðbrauta- framkvæmda, og þar virðist enn einu sinni vera að fara af stað þróttmikil starfsemi, þar sem íslenzkir verktakar hafa getað boðið mun lægra verð en erlendir- Svo að ég fari aðeins nánar út í vegagerð, þá má líklega í framtíðinni gera ráð fyrir, að nýbygging vega á íslandi verði unnin af verktökum, en Vega- gerð ríkisins sjái um viðhald vega. Það er draumur íslenzkra verktaka, að sá tími komi, að vegamálastjórn bjóði út ný- byggingu vega milli ákveðinna staða og setji fram ákveðnar kröfur um undirbyggingu, Áburðarverksmiðjan stœkkuð. Birgir: Nú er farið að bjóða út byggingarframkvœmdir með öllu, og húsunum skilað fullbúnum til notkunar. GLASSO GLASSOMAX BÍLALAKK GRUNNUR — FYLLIR SPARTL-ÁLGRUNNUR BAKKI HF. simi 13849 MÚRBROT SPRENGIVINNA ÖNNUMST hvers konar verk- takavinnu. Tíma- eða ákvæðisvinna. LEIGJUM ÚT loftpressur, krana, gröfur, víbratora, dælur. VÉLALEIGA STEINDÓRS SF. verkstæði 10544 skrifstofa 30435. FV 7 1971 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.