Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 12
Rafreiknafundurinn: Getum gert betur. og stóðu fyrir henni tvö félög, Stjórnunarfélag íslands og Skýrslutæknifélag íslands. Fýr- ir þessa ráðstefnu var safnað ýmsum upplýsingum um ástand og horfur í rafreiknamálum. Leiddu þær m.a. í ljós, að leigu- kostnaður 10 rafreikna og til- heyrandi tækja á árinu 1970 var rúmlega 40 milljónir króna, en laun og annar starfsmanna- kostnaður vegna reksturs raf- reiknanna náiægt 55 milljónum, og er hvort tveggja varlega á- ætlað. Gróflega má því segja, að þarna sé um 100 milljóna rekst- ur að ræða. NÝTING SLÆM, SAMRÆMI LÍTIÐ. Meðalnýting vélakostsins reyndist vera um 1900 mældir tímar á ári, en á bilinu 1200- 2350 tímar. Er það góð nýting miðað við dagvinnu, en afleit miðað við þá nvtingu, sem kraf- izt er almennt varðandi rekstui' svo dýrra véla, en talið er að þær verði yfirleitt að vera í notkun allan sólarhringinn. Af 10 rafreiknum, sem hér voru í notkun 1970, voru 8 af gerðinni IBM 360/20, 1 ÍBM 360/30 og 1 IBM 1620 (rafreikn- ir Háskólans). Nú hefur bætzt við 1 IBM S/3. Enginn þessara rafreikna er í hópi stórvirkari véla af því tagi, og rafreiknir Háskólans að verða úreltur. Það var skoðun manna á fyrrgreindri ráðstefnu, að stefna bæri að rekstri einnar eða tveggja rafreiknimiðstöðva með stórum vélum, sem hægt væri að tengja við með fjar- skiptum rafreiknaþjónustuna á hverjum stað. Með því myndi fást betri nýting vélakosts og mannafla, meira öryggi og síð- ast en ekki sizt myndi það skapa miklu fjölþættari mögu- leika en nú eru fyrir hendi. ÞEKKINGARSKORTUR. Þá kom það fram á ráðstefn- unni, að menntun starfsfólks við rafreikna er ekki að öllu leyti eins og bezt vrði á kosið, og var talið að ráða þyrfti bót á í því efni, m. a. með því að hefja almenna kennslu í raf- reiknamálum í efstu bekkjum gagnfræðastigs og síðan nánari kynningu í verzlunarskólum, menntaskólum, tækniskólum og vissum deildum Háskólans. Hins vegar var talið eðlilegt, að sérfræðiþjálfun i rekstri raf- reikna yrði áfram í höndum vélaframleiðenda. Jafnframt var það álit manna á ráðstefnuninni, að brúa þyrfti bil milli þeirra sem við raf- reiknana vinna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana, sem oft og iðulega skorti kunnugleika á möguleikum rafreikniþjónust- unnar og nýtingar. HLUTLAUS UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ. Á ráðstefnunni komu einnig fram hugmyndir um að sett yrði á stofn hlutlaus upplýs- ingamiðstöð rafreiknimála, þar sem væru til reiðu upplýs- ingar og leiðbeiningar um raf- reikna og hæfileg verkefni, svo og annað þessu máli skylt. NÝ TÆKNI Á BERNSKUSKEIÐI. Notkun rafreikna hófst hér á landi 1949, þá í smáum stíl og með ófullkomnum vélum, miðað við þær sem nú eru á markaðnum. Almenn notkun rafreikna hófst hins vegar ekki fyrr en á síðasta áratug, utan reksturs Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, en það fyrirtæki á tvítugsafmæli á miðju næsta ári. Þetta er því tiltölulega ný tækni hér á landi, almennt séð, og hefur ekki slit- ið barnsskónum. Ótrúlega örar framfarir hafa orðið síðustu ár- in, og horfur á að sú þróun haldi áfram. En hér er um þá tækni að ræða, þá möguleika og bá fjármuni, að augljóslega verður að gæta fyllsta samræm- is í uppbyggingunni, þannig að við gýtum notað okkur raf- reiknana og þjónustu þeirra á fullnæejandi hátt. Fámennið hér á Islandi, og einangrunin að sínu leyti einn- ig, gera það að verkum, að ó- víða er unnt að ganga eins hreint til verks í notkun véla á borð við rafreikna, eins og hér má gera. Er þá fyrst og fremst átt við margs konar skýrslugerð og meiriháttar þjónustu við borgarana. f þessu eiga opinberar stofnanir og stærri félög og fyrirtæki nána samleið, og það ætti að notast til fullnustu. Á þessu sviði get- um við vafningalítið ,,hagrætt“ hlutunum í raun. 10 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.