Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 33
Fatnaður IJtKendingar geta ekki hannað ísienzk föt, fremur en norskir frönsk, við verðum úr að bæta Islenzk fataframleiðsla er ekki á réttri braut fyrr en við getum bætt hráefnin og nýtt þau af eigin þekkingu FV ræðir við Fannýu Jón- mundsdóttur sýningarstúlku og kaupkonu. „Hvað er íslenzk fatahönnun? Aldrei heyrt hana nefnda. En þá verðið þér að kynnast henni“. Þannig mætti heimfæra s.iónvarpsauglýsinguna vel- þekktu um Sommer-teppin upp á ástandið í fatahönnun á Is- landi. Hönnun á íslenzkum fatn- aði unnin af íslenzku fólki er fágætt fyrirbæri. Og á sama tíma og talað er um að stór- auka framleiðslu á fötum eru erlendir hönnuðir fengnir til þess að ákveða útlit vörunnar, að hugmyndum er „rænt“ úr erlendum blöðum. Fötum keypt- um erlendis er sprett upp, snið gerð eftir þeim og framleiðsla hafin í nafni íslands. En þó ástandið sé slæmt eru þó til ljósir punktar og einn þeirra er sýningarstúlkan og kaupkonan Fanný Jónmundsdóttir. Fanný hefur að undanförnu nokkuð fengist við að hanna föt fyrir ýmis fyrirtæki í Reykiavík og má sjá árangur þessa starfs hennar í bó nokkrum sýningar- gluggum í borginni. Þó Fanný hafi ekki sérmenntazt í grein- inni hefur henni oft tekist mjög vel upd og skapað fallegar flík- ur, flíkur úr íslenzkri gæru, innfluttu taui og garni, sem sóma sér vel hvort heldur er á íslendineum eða á erlendum markaði. Til bess að forvitnast frekar um betta starf Fannýar heimsóttum við hana kvöld nokkurt fyrir skömmu. Fanný er fædd og unnaiin í Re''kia- vík, dóttir Aðalheiðar Ólafs- dóttur og Jónmundar Guð- mundssonar. Hún er gift Valdi- mar Jóhannessyni blaðamanni og eiga þau einn son. Fanný hefur undanfarin ár fengizt við að sýna föt og fatahönnun hennar óbein afleiðing af því starfi. FJ: Það er hrein tilviijun að ég fór að fást við fatahönn- un. Eg var ráðin sem módel á Kaupstefnunni, sem haldin var í Laugardalshöllinni sl. haust og þar komu menn að máli við mig um hvort ég hefði ekki einhverjar hugmyndir í sam- bandi við kvenfatnað og barna- fatnað. Ég var full af hugmynd- um og þar sem ég hafði fengizt þó nokkuð við að sauma á sjálfa mig frá því ég var stelpa ákvað ég að slá til og reyna. En þó hugmyndirnar væru meira en nógar var ekki allur vandinn leystur. Þá var eftir að festa hugmyndina á blað, búa til snið og lagfæra jafn- hliða bví sem flíkin varð til. En einhvern veginn tókst þetta og út úr þessu komu kánur fyr- ir Belgjagerðina, neysur og samfestingar fyrir Prjónastof- una Snælduna og múffu.r, húf- ur og pelsar fvrir Framtíðina. Allt sem ég hafði til að byggja á var eitt sníðanámskeið hjá Pfaff og t.ók verkið bví eðli- lega langan tíma og ég þurfti að gera margar tilraunir áður en ég fékk bað fram, sem ég var að sækjast eftir. FV: Eru ekki til neinir lærð- ir íslenzkir fatahönnuðir? FJ: Jú. beir -eru einhverjir til. en miög lítið hefur verið leitað til þeirra ef frá er talin Fanný: Erum enn á byrjunar- stigi í notkun ullar. Eva Vilhjálmsdóttir. Hún hefur fengizt talsvert við að hanna. Nú er hún við nám í Kaup- mannahöfn og er væntanleg heim xljótlega. Það verður gott að fá hana heim til starfa, en þörf er á miklu fleiri mönnum í greinina, bví ef vjð ætlum okkur að reyna að keppa við aðrar þjóðir í fataframleiðslu verðum við að taka okkur al- varlega á. FV: Er ekki pottur brotinn víðar í íslenzkum fataiðnaði? FJ: Því er ekki hægt að svara neitandi. Fólkið sem vinnur við fataiðnaðinn er vfirleitt ófag- lært fólk, sem í mörgum til- fellum hefur ekki einu sinni áhuga á verkinu. hvað þá held- ur skilning á mikilvægi þess að FV 7 1971 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.