Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 34
BLÖMAHOSIÐ gefur yður kost á margs konar skreyt- ingum og miklu blómaúrvali. ViS viljum sérstaklega mmna ySur á, aS viS skreytum veizlusali og ráSstefnusali. Skrcytum gjafa- pakka, blómakörfur og blómaskálar. Skreytt af fagmanm, sem unniS hefur viS blómaskreytingar í Kelztu blómalönd- um Evrópu. SKIPHOLTI 37 BLÓMAHÚSIÐ SÍMI 83070 Fanný: Islenzka ullin er ekki nógu góð eins og hún er nú, en sútuð skinn og mokkaskinn má nota með góðum árangri. varan sé vel unnin og fallega frágengin, Mikil brögð eru að því að ekkert samræmi sé í stærðum og möguleikar efnis- ins ekki nýttir. FV: Nú er íslenzka ullin mjög vinsæl bæði meðal íslend- inga og þá ekki síður útlend- inga. Telur bú að við nýtum ekki möguleika u.llarinnar til fulls? FJ: Að minu áliti erum við enn á byrjunarstigi með notk- un ullar. Og hvað sem vinsæld- unum viðkemur þá er það mín skoðun að við séum ekki á réttri braut í nctkun ullarinnar. Það allra fyrsta sem við eigum að gera er að láta skrásetja sögu íslenzkrar klæðagerðar, því und irstaða fataframleiðslu með ís- lenzkum séreinkennum unnum úr íslenzku efni hlýtur að vera forsaga þeirra. Mjög hefur bor- ið á því að föt þau sem unnin eru úr hreinni íslenzkri ull teygist. Fötin líta vel út áður en þau eru keypt, en þegar búið er að vera í þeim einu sinni eða tvisvar eru komnir pokar í þau og faldurinn orðinn misteygður. — Þetta kemur ó- orði á íslenzku ullina og því verðum við að einþeita okkur að því að finna hentuga blöndu ullar og einhvers annars efnis til bess að framleiða föt okkar úr. Að því fengnu þurfum við menntaða hönnuði, íslenzka, til þess að uopgötva þá möguleika sem efnið hefur upp á að bjóða. Mín skoðun er sú að útlendir hönnuðir geti ekki hannað úr íslenzku efni. FV: Geturðu nefnt nokkur dæmi slíks? FJ: Já, mér dettur t. d. eitt i hug. Fýrirtæki hér í borg fékk ítalskan hönnuð til þessað búa til flik úr ofnu efni úr sauðalitum. Efnið var rúðótt, sauðsvart og hvítt. í hvítu reit- unumvarofið ísland meðsvörtu og í svörtu reitina var ofið vík- ingaskip. Hönnuðinum var feng- ið efnið í hendur og þegar hann kom með árangurinn af verki sínu snéri Island öfugt,þannig að Vestfjarðakjálkinn teygði sig í austurátt. Ef til vill kynni einhver að segja að flíkin gerði sama gagn þó Vestfirðirnir snéru í austur. en samt sem áð- ur eru þessi vinnubrögð ekki nógu góð og slíkur klaufaskap- ur hefði ekki getað átt sár stað ef íslenzkur hönnuður hefði unnið verkið. Auk bess er ekki hægt að ætlast til þess að út- lendur hönnuður geti skapað íslenzk séreinkenni á fatnaðinn. Það er jafn fjarstæðukennt og láta sig dreyma u.m að láta Ncrðmann teikna frönsk föt. Þá fyrst, er við höfum upp- fvJlt bau atriði, sem ég hef tal- ið fram hér á undan, megum við álíta að við séum á réttri leið og stefnum að fullnýtingu þeirra möguleika. sem íslenzk ull hefur upp á að bjóða. FV: Hefurðu trú á íslenzku gærunni til fataframleiðslu? FJ: Ég hafði trú á henni til skamms tíma, þ.e.a.s. þar til ée komst yfir gærur hiá Fram- tíðinni, og reyndi að hanna pelsa úr þeim. Þá komst ég að því að gæran er svo loftmikil að ekki er vinnandi vegur að búa úr henni flík án bess að viðkomandi minni einna helzt á ísbjörn, sem stendur á aftur- fótunum. Ég held að það sé 32 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.